Félagsfundur 27. maí

Blaðamannafélag Íslands stendur fyrir félagsfundi 27. maí nk kl 20:00 við Síðumúla 23. Kynntar verða niðurstöður Lausnamóts um framtíð fjölmiðla og blaðamennsku, farið yfir rekstur og starfsemi félagsins og rætt um breytingu á fyrirkomulagi greiðslna fyrir stjórnarsetu.

Í lok fundarins verður boðið upp á léttar veigar og spjall að venju.

Dagskrá:
1. Lausnavísir 2025
2. Starfsemi og rekstur félagsins
3. Breyting á fyrirkomulagi greiðslna fyrir stjórnarsetu*

Allt félagsfólk BÍ velkomið og hvatt til að mæta og hafa áhrif.



*
Um fyrirkomulag greiðslna fyrir stjórnarsetu

Stjórnarmenn BÍ hafa frá árinu 2018 fengið inneignarkort í lok árs og upphæð þess hefur síðustu ár numið allt að 200 þúsund krónum. Einnig eru dæmi um að einstakir stjórnarmenn, aðrir en formaður, hafi verið á föstum mánaðarlaunum. Fáir félagsmenn viti af þessum greiðslum enda hafi þær ekki verið ræddar á félagsfundi auk þess sem ekki er að finna stjórnarsamþykkt í fundargerðum stjórnar fyrir gjafir til stjórnarfólks í formi inneignakorta. Stjórn telur þetta fyrirkomulag ógagnsætt og telur því rétt að ræða breytt fyrirkomulag greiðslna fyrir stjórnarsetu við félagsmenn.

Stjórn fól framkvæmdastjóra að kanna hvernig önnur stéttarfélög standa að þóknun fyrir stjórnarsetu. Samkvæmt athugun virðist algengt að stéttarfélög greiði á bilinu 25-50 þúsund krónur fyrir hvern fund. Sum greiða þó fasta mánaðarlega þóknun, sem er þá hærri. Misjafnt er hvort greitt er fyrir undirbúningstíma. Einnig er misjafnt hvort formaður fái greitt fyrir stjórnarsetu.

Stjórn telur rétt að verði ákveðið að greiða fyrir stjórnarsetu skuli miða við lægstu greiðslur sem upplýsingar fengust um eða 25.000kr fyrir hvern sóttan fund. Þessar greiðslur verði skattskyldar eins og önnur laun. Greiðslur miði jafnframt við að stjórnarmenn sitji fundinn á staðnum en við sérstakar aðstæður sé heimilt að greiða fyrir setu á fjarfundi. Séu stjórnarmenn jafnframt á launaskrá hjá félaginu (líkt og formaður nú) fái þeir ekki greitt fyrir fundarsetu og ekki verði greitt aukalega fyrir undirbúning eða aðra vinnu. Miðað er við að fundir stjórnar séu mánaðarlegir með hléi yfir sumartímann (um 9 fundir á ári).

Greiðslur til stjórnar verði alfarið greiddar úr félagssjóði og hafi því ekki áhrif á rekstrarafkomu annara sjóða félagsins svo sem Styrktarsjóðs. Þá má geta þess að nefndarmenn tveggja nefnda á vegum BÍ fá greitt fyrir sín störf, siðanefnd BÍ og dómnefnd blaðamannaverðlauna.