Framkvæmdir á fullri ferð í Brekkuskógi

Vinnufundur með verktökum í Stóru-brekku
Vinnufundur með verktökum í Stóru-brekku

Miklar endurbætur standa nú yfir á orlofshúsum Blaðamannafélags Íslands í Brekkuskógi, Litlu-brekku og Stóru-brekku. Þau voru orðin nokkuð lúin að innan sem utan og því var ákveðið að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir.

Í hönnunarferlinu var áhersla lögð á hagkvæmni, hlýlegt og endingargott yfirbragð, með tengingu við einkenni félagsins. Markmiðið er að bjóða félagsmönnum upp á glæsileg orlofshús þar sem öll aðstaða verður til fyrirmyndar.

Framkvæmdirnar fela í sér nauðsynlegt viðhald, svo sem viðgerðir á þaki, endurnýjun á tréverki og pípulögnum svo eitthvað sé nefnt. Þá verða húsin innréttuð með smekklegum og hlýlegum hætti. Tekið var tillit til mismunandi þarfa félagsmanna í hönnunarferlinu en m.a. verður byggt við Litlu-brekku til að bæta við svefnplássum og aðgengi auðveldað út í heita potta sem verða endurnýjaðir. Þá verður sett upp nýtt kerfi fyrir pottana til að bæta virkni þeirra og flýta fyrir áfyllingu.

Lokað er fyrir bókanir á orlofshúsunum á meðan framkvæmdir standa yfir en verklok eru áætluð í byrjun árs 2026.

Aðalrými verður innréttað upp á nýtt.

Herbergi verður bætt við í Litlu-brekku

 

Yfirlitsmynd Stóra-brekka: Opnað verður frá baðherbergjum beggja húsa út á pall til að auðvelda aðgengi í heita potta