Ívar Haukur Jónsson, f.v. formaður BÍ, kvaddur

Ívar Haukur Jónsson fæddist árið 1927 og var blaðamaður á Þjóðviljanum þegar hann fékk inngöngu í Blaðamannafélagið árið 1954, að því er fram kemur í Blaðamannaminni á press.is. Þar segir að Ívar hafi orðið ritstjóri Þjóðviljans 1963-1971 og á þeim tíma var hann í tvígang formaður Blaðamannafélags Íslands, m.a. þegar Blaðamannafélag Íslands fór í fyrsta verkfall sitt 1963.

Í minningargrein sem Björn Vignir Sigurpálsson blaðamaður og bróðursonur Ívars, skrifar í Morgunblaðið í dag segir jafnframt að Ívar hafi gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Blaðamannafélagið, hafi verið "í nefnd­um sem lögðu grunn að líf­eyr­is­sóði fé­lags­ins, mótuðu fyrstu regl­ur siðanefnd­ar fé­lags­ins og var einnig feng­inn til að skipu­leggja fyrstu nám­skeið fé­lags­ins í blaðamennsku með kenn­ur­um frá Nor­ræna blaðamanna­skól­an­um í Árós­um". Björn Vignir segir að Ívars hafi fyrst og fremst verið minnst innan blaðamannastéttarinnar "fyrir að hafa í sinni formannstíð stýrt Blaðamananfélaginu fumlaust og ákveðið í gegnum fyrsta verkfall í sögu þess".