- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
„Sjálfstæðir óháðir fjölmiðlar eru gríðarlega mikilvægir lýðræðinu og frjálsum skoðanaskiptum. Og ég hef áhyggjur af því hvernig staðan er á Íslandi. Vaxandi pólarisering, skautun í fjölmiðlum líka en ekki síst í samfélaginu og einfaldlega stöðu fjölmiðlanna á Íslandi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ, ræddi við hann í kjölfar þess að honum var afhent áskorun stjórnar félagsins til eflingar blaðamennsku og fjölmiðla.
„Við höfum haft frumkvæði að því síðustu ár að styrkja sjálfstæða fjölmiðla með fjárframlögum úr ríkissjóð, ekki alltaf við samhljóða undirtektir allra, og við munum auðvitað halda því áfram. Okkur finnst það mikilvægt,“ segir Sigurður Ingi. „Ég tel líka mikilvægt að horfa til staðarmiðla í meira mæli heldur en við höfum gert. Mér finnst það skorta á Íslandi, umræðan verður svolítið höfuðborgarmiðuð og það er lítil umræða innan héraða vegna þess að fjölmiðlar þar eru orðnir mjög veikir,“ segir hann. „Í þriðja lagi þá er auðvitað yfirburðastaða RÚV stöðugt til umfjöllunar. Við höfum verið þeirrar skoðunar að það þurfi að takmarka mátt þeirra á auglýsingamarkaði en við höfum hins vegar áhyggjur af því ef að þær myndu hætta að auglýsingatekjur myndu í stórum mæli leita erlendis. Það myndi ekki styrkja íslenskan fjölmiðlamarkað þannig að útfærslan á þessu er eftir og þarf að ræðast betur,” segir Sigurður Ingi.
Hér má horfa á viðtalið í heild sinni
Hér má lesa áskorun Blaðamannafélags Íslands til stjórnmálaflokka 2024