- Félagið & fagið
- BÍ
- Faglegt
- Siðavefur
- Lög og reglugerðir tengdar blaðamennsku
- Blaðamaðurinn
- Ritstjórnarlegt sjálfstæði
- Aðgengi að hættusvæðum
- Viðburðir
- Verðlaun & viðurkenningar
- Atvinnutorg
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Loftslagsbreytingar eru ein stærsta áskorun samtímans og blaðamennska gegnir lykilhlutverki í að upplýsa, greina og hvetja til aðgerða. Þess vegna verður haldið sérstakt námskeið fyrir norræna blaðamenn á Íslandi 29. september - 3. október, með áherslu á nýjustu lausnir í loftslagsmálum og möguleikana sem felast í íslenskri jarðfræði og tæknilausnum. Námskeiðið er á vegum Norrænu blaðamannamiðstöðvarinnar og fer fram á skandinavísku. Umsóknarfrestur er til 11. ágúst en frekari upplýsingar má finna hér.
Hvernig getur blaðamennska orðið hluti lausnar í loftslagsmálum? Þetta námskeið fyrir norræna blaðamenn beinir sjónum að nýjustu tæknilausnum í baráttunni við loftslagsvána, með áherslu á kolefnisföngun (CCS), beinni föngun úr andrúmslofti (DAC), og hvernig CO₂ er nýtt til framleiðslu á fóðri og grænu eldsneyti. Ísland gegnir lykilhlutverki í þessari þróun.
Á námskeiðinu verða fyrirlestrar, vettvangsferðir og verkleg vinna þar sem þátttakendur fá hagnýt verkfæri til að fjalla gagnrýnið, lausnamiðað og fjölbreytt um loftslagsmál – bæði heima fyrir og á norrænum vettvangi. Stjórnendur námskeiðsins verða Sigrún Stefánsdóttir, fjölmiðlafræðingur, og Rasmus Thirup Beck, loftslagsblaðamaður.
Ath. að félagsmenn geta sótt um styrk vegna náms eða námskeiða við Norrænu blaðamannamiðstöðina. Greitt er allt að 75% af kostnaði náms. Blaðamenn búsettir á Íslandi fá afslátt af uppgefnu verði á síðu NJC og greiða 15.000 DK í stað 26.000 DK taki þeir ekki hótelgistingu.
- Sérfræðiþekkingu á CCS og tengdri tækni
- Verkfæri til lausnamiðaðrar loftslagsumfjöllunar
- Dýpri skilning á átakalínum innan loftslagsumræðu
- Norrænt tengslanet blaðamanna með áhuga á umhverfismálum