Páska- og sumarúthlutun orlofshúsa

Nýuppgert orlofshús BÍ í Brekkuskógi
Nýuppgert orlofshús BÍ í Brekkuskógi

Opnað hefur verið fyrir umsóknir vegna úthlutunar í orlofshús BÍ um páska og í sumar í orlofshúsunum á Akureyri, í Stykkishólmi og í Brekkuskógi.

Umsóknarfresti lýkur 1. mars vegna páskaúthlutunar og 10. mars vegna sumarúthlutunar og fer úthlutun fram í vikunni á eftir.

Úthlutun telst staðfest eftir að greiðsla hefur borist innan tilskilins frests.

Sótt er um á orlofshúsavefnum.

Sumarmánuðunum þremur, 12-14 vikum, auk páska, er úthlutað sérstaklega og gilda neðangreindar úthlutunarreglur. 

  1. Tímasetningar umsóknartímabila skulu auglýstar.
  2. Forgang hafa þeir sem eru greiðandi félagar í orlofshúsasjóð.
  3. Úthlutun á orlofshúsum á hverju af þremur orlofssvæðum BÍ er sjálfstæð, þannig að úthlutun á einu svæði hefur ekki áhrif á úthlutun á öðrum svæðum.
  4. Félagsnúmer ræður úthlutun þar sem félagsnúmerið endurspeglar lengd félagsaðildar.
  5. Félagsnúmer víkur fyrir hærra númeri séu styttra en sex ár frá síðustu úthlutun á hverju orlofssvæði fyrir sig.