Fréttir

Tækifæri til að hafa áhrif á nýjan stjórnarráðsvef

Tækifæri til að hafa áhrif á nýjan stjórnarráðsvef

Ástæða er til að benda blaðamönnum á tækifæri sem þeim gefst til að hafa áhrif á endurbætur sem nú er verið að gera á stjórnarráðsvefnum, en það er vefur sem blaðamenn þurfa mikið að nota.  Áhrifin geta þeir haft í gegnum könnun sem gerð er í tengslum við breytingarnar. Á vef forsætisráðuneytisins segir: „Bætt þjónusta við notendur og aukin hagkvæmni eru helstu markmið í vinnu sem hafin er og miðar að því að hleypa um mitt næsta ár af stokkunum nýjum og sameinuðum vef allra ráðuneyta.   Með sameiningu vefjanna batnar aðgengi til muna með því að notendur geta á einum stað sótt upplýsingar og þjónustu á vegum ráðuneyta með auðveldum hætti. Um leið er þess vænst að talsvert hagræði sé af því að viðhalda einum vef, en í dag eru vefir á vegum Stjórnarráðsins á fimmta tug þegar allt er talið.“ Sjá könnun hér Sjá frétt hér   
Lesa meira
Bild var myndalaust í gær

Bild var myndalaust í gær

Það voru engar myndir í þýska blaðinu Bild í  gær.  Bild tók einnig út allar ljósmyndir á heimasíðunni.    „Með þessu vildi ritstjórn blaðsins vekja fólk til umhugsunar um stöðu flóttafólks og einnig að mótmæla þeirri gagnrýni sem það fékk fyrir að birta mynd af látnum sýrlenskum dreng“, segir í áhugaverðri umfjöllun Þorvaldar Arnar Kristmundssonar ljósmyndara í pistli á fréttavef fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri, Landpóstinum. Hér má sjá pistil Þorvaldar Hér má sjá annan pistil frá Þorvaldi um breytinguna á útliti Fréttablaðsins   http://www.landpostur.is/is/frettir/almennt/mynd-an-mynda
Lesa meira
Starfsfólk DB í upphafi

40 ár frá stofnun Dagblaðsins

  Í dag eru 40 ár liðin frá því að Dagblaðið var stofnað. Stofnun DB  markaði mikil tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu og er tvímælalaust mikilvæg varða á leið blaðanna frá flokksblaðamennsku yfir í markaðsfjölmiðlun.  DV minnist stofnunar DB með veglegum hætti í dag og þar er m.a. að finna hringborðsumræður fimm starfsmanna DB  sem voru með frá byrjun sem Björn Jón Bragason stýrir. Þetta eru umræður þeirra  Jóhannesar Reykdal, útlitsteiknara blaðsins (JR), Jóns Birgis Péturssonar fréttastjóra (JBP), Sigurðar Hreiðars blaðamann (SH), Más E. M. Halldórssonar afgreiðslustjóra (MH) og Sveins R. Eyjólfssonar framkvæmdastjóra (SRE). Hér má sjá þessar hringborðsumræður  
Lesa meira
Blaðamaður með myndavél
Tilkynning

Blaðamaður með myndavél

„Blaðamaður með myndavél“ er heiti sýningar á ljósmyndum Vilborgar Harðardóttur blaðamanns. Sýningin er sett upp í Þjóðminjasafni Íslands með styrk fúr Menningarsjóði Blaðamannafélags Íslands og verður hún opnuð nú á laugardag, 12. september kl. 15.00. Í framhaldinu, eða laugardaginn 3. október munu Rauðsokkur halda málþing til heiðurs Vilborgu Harðardóttur í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins      
Lesa meira
Ógnir við tjáningarfresli í ÖSE

Ógnir við tjáningarfresli í ÖSE

Mánudaginn 7. september verður haldinn fundur í fundarsal Þjóðminjasafnsins undir yfirskriftinni „Ógnir við tjáningarfrelsi  í fjölmiðlum og á internetinu“. Dunja Mijatovic, fulltrúi ÖSE fyrir frelsi fjölmiðla, mun fjalla um þær áskoranir sem frjálsir fjölmiðlar og tjáningarfrelsi standa frammi fyrir á ÖSE svæðinu. Í erindi sínu mun hún meðal annars ræða um hvernig áróðri er markvisst beitt í milliríkjaátökum og segja frá því hvernig öryggi blaðamanna og bloggara  er víða ógnað, ekki síst kvenna sem starfa í fjölmiðlum. Fundurinn hefst kl 12.15 og stendur til kl 13.30. Um Dunja Mijatovic hér  
Lesa meira
Khadija Ismayilova

Dómi yfir blaðamanni mótmælt

Fjölmargir aðilar, þar á meðal  Bandaríkin, Evrópuráðið og ÖSE,  hafa fordæmt dóm yfir Khadija Ismayilova sem er  azerbajdanískur blaðamaður hjá Radio Free Europe/Radio Liberty, en hún var fyrr í vikunni dæmd  í   sjö og hálfs árs fangelsi.  Ismayilova hefur sagt margar  fréttir á undanförnum misserum sem hafa komið stjórnvöldum í  Azerbajdan illa.  Fjölmiðlanefnd fjallar um málið í frétt á heimasíðu sinni.  
Lesa meira
EFJ: Orðanotkun skiptir máli

EFJ: Orðanotkun skiptir máli

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur sent frá sér áminningu til félagsmanna sinna og fjölmiðla almennt þar sem minnt er á ákvæði siðareglna Alþjóðasambands blaðamanna um hættuna á að umfjöllun geti stuðlað að mismunun. Í siðareglunum segir m.a. að blaðamenn “skuli vera meðvitaðir um hættuna á því að mismunun gagnvart tilteknum hópum  aukist fyrir tilverknað fjölmiðla og að fjölmiðlafók eigi að gera alt sem í þess valdi stendur til að forðast mismunun á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar, tungumáls, trúar, stjórnmála- eða annarra skoðana og uppruna” (IFJ Declaration of Principles on the Conduct of Journalists). Tilefni þessarar áminningar er umfjöllun evrópskra fjölmiðla um fljóttamannamál og mikinn fjölda flóttamanna sem  leitar skjóls í Evrópu. EFJ segir að nú sé sérstaklega mikilægt að fjölmiðlar gæti orða sinna og noti hugtök og orð sem séu í samræma við ástandið en ýki það ekki eða skapi óþarfa ótta hjá fólki, enda geti verið stutt í útlendingahatur og hatursorðræðu. Ricardo Gutiérrez, framkvæmdastjóri EFJ, segir brýnt að ritstjórar og blaðamenn ræði um orðanotkun og velti henni fyrir sér vegna þess að orð skipti miklu máli. Hann vitnar í heimspekinginn, skáldið og útlærðan blaðamanninn Albert Camus sem sagði að það "að nefna hluti röngum nöfnum bætti á böl heimsins”.   Sjá einnig hér  
Lesa meira
Ein myndanna úr myndröð Politiken. Í myndatexta var nefnt að bílaflotinn á svæðinu væri gamall.

Umdeild myndröð í Politiken

Myndaröð frá Langeland í Danmörku eftir  Janus Engel sem birtist á 7 síðum í dagblaðinu Politiken og síðan á vefsíðu blaðsins hefur verið tilefni mikillar og heitrar umræðu að undanförnu.  Í grunninn snýst umræðan um ábyrgð fjölmiðla og áhrifamátt þegar kemur að því að draga upp mynd af sveitarfélögum og samfélagshópum – umræða sem stundum skýtur up kollinum hér á Íslandi líka.   Kvörtunum og reiðilestrum hefur rignt yfir Politiken vegna þess að myndröðin er sögð draga upp villandi, einhliða og neikvæða mynd af sveitarfélaginu og hefur bæjarstjórinn, Bjarne Nielsen, verið framarlega í flokki gagnrýnenda. Hann var t.d. fremstur í flokki um 200 íbúa sem mættu ósáttir á umræðufund sem Politíken boðaði til um myndröðina. Janus Engel, ljómsyndari segir hins vegar fráleitt að tala um neikvæða og einhæfa túlkun og bendir á ýmislegt jákvætt í myndröðinni, en tilefni hennar var að draga upp mynd af lífinu í einu af fátækasta sveitarfélagi landsins. Áhugavert er að sjá að bæjarstjórinn og ljósmyndarinn túlka stundum sömu myndir með gjörólíkum hætti, annar telur mynd jákvæða á meðan hinn sér hana sem neikvæða. Hér má sjá myndröðina í Politíken Hér má sjá umfjöllun í danska Blaðamanninum um málið      
Lesa meira
Evrópskur styrkur til rannsóknar á tjáningarfrelsisbrotum

Evrópskur styrkur til rannsóknar á tjáningarfrelsisbrotum

Journalismfund.eu og  European Centre for Press and Media Freedom  munu veita blaðamanni(mönnum)  styrki (10.000 evrur) til að vinna með sjálfstæðum hætti umfjöllun um hugsanleg brot á tjáningarfrelsi í Evrópu. Þannig er hugmyndin að blaðamönnum gefist fjárhagslegt svigrúm og tækifæri til að rannsaka og viða að sér nauðsynlegu efni í ítarlega umfjöllun t.d. um einhvers konar takmarkanir á tjáningarfrelsi í því landi sem blaðamenn starfa.  Umsóknarfrestur um styrkinn er til 15. september og á þriðjudaginn mun ritstjóri verkefnisins Brigitte Alfter verða til viðtals á Skype fyrir þá sem hyggjast sækja um og veita þeim ráðgjöf varðandi efnistök í umfjölluninni og hvort tiltekin verkefni séu líkleg til að hljóta styrk eða ekki. Sjá einnig hér    
Lesa meira
Skilafrestur styttist fyrir tilnefningar fyrir Lorenzo Natali verðlaunin
Tilkynning

Skilafrestur styttist fyrir tilnefningar fyrir Lorenzo Natali verðlaunin

Skilafrestur tilnefninga til hinna alþjóðlegu LorenzoNatali  blaðamannaverðlauna er til 31. ágúst næstkomandi. Það er Framkvæmdastjórn ESB   sem stendur fyrir þessum verðlaunum. Verðlaunin eiga að draga athygli umheimsins að umfjöllun um lýðræði, þróun og mannréttindi í hinum ýmsu heimshlutum og er yfirskrif þeirra fyrir árið 2015 „Umfjöllun dagsins í dag getur breytt morgundeginum“ ('Today's stories can change our tomorrow').  Alls eru veitt verðlaun fyrir ritstjórnarefni frá fimm svæðum auk þess sem veitt verða sérstök stórverðlaun á verðlaunahátíðinni sjálfri í desember.  .  Landsvæðin verlaunaflokkarnir ná til eru: Afríka, Miðausturlönd og Norður Afríka, Asía og Kyrrahafslönd, Evrópa og Rómanska Ameríka. Sjá meira hér  
Lesa meira