Fréttir

Siðareglur í 50 ár

Siðareglur í 50 ár

"Blaðamenn Íslands hafa haft yfir sér siðareglur frá 9. maí 1965 eða í hálfa öld. Þegar þessi tímamót urðu sl. vor þá voru kærð mál komin í alls 219 hjá Siðanefnd BÍ og er meðaltalið því rúmlega 4 mál á ári. Siðareglurnar hafa í raun breyst lítið frá upphafi og nýlegar umræður og tillögur um breytingar leiddu ekki til niðurstöðu. Það er hins vegar mat höfundar að í raun hafi mikið breyst – með breyttum tíðaranda, aukinni fagmennsku og umturnuðu fjölmiðlaumhverfi hefur túlkun á hinum „fábrotnu“ siðareglum breyst töluvert."  Þetta segir Friðrik Þór Guðmundsson í áhugaverðri yfirlitsgrein um siðareglur BÍ í nýjum Blaðamanni sem er þessa dagana að berast félagsmönnum í pósti. Með grein Friðriks birtist listi yfir öll mál siðanefndar ásamt stikkorðum sem gefa til kynna hverjir áttu hlut að máli og hvers eðlis málin voru. Sjá Blaðamanninn rafrænt hér
Lesa meira
Jólahlaðborð í nýjum sal

Jólahlaðborð í nýjum sal

Í dag var haldið jólahlaðborð í húsakynnum Blaðamannafélagsins þar sem hittust gamlir félagar sem alla jafnan hafa komið saman í hádeginu á föstudögum undanfarin ár. Að þessu sinni var óvenju hátíðlegt andrúmsloftið, en þetta var í fyrsta sinn sem félagar notfæra sér hinn nýja sal og veislueldhús sem búið er að standsetja í Síðumúlanum.
Lesa meira
Hvað boðar nýárs blessuð sól í samfélagsmiðlum?

Hvað boðar nýárs blessuð sól í samfélagsmiðlum?

Í lok árs er algengt að fólk líti yfir farinn veg og skyggnist inn í framtíðina og velti  fyrir sér hvert stefni á hinum ýmsu sviðum. Hvert stefnir t.d. í þróun samfélagsmiðla?  Ýmsir sérfræðingar virðast telja að hlutverk þeirra muni enn fara vaxandi og þá ekki bara sem farvegur skilaboða heldur líka sem ritstjórnandi skilaboða og framleiðandi skilaboða og efnis af ýmsu tagi t.d. á myndrænu formi.  Á heimasíðu Alþjóðasamtaka blaðaútgefenda  voru ýmsir sérfræðingar beðnir um að spá í spilin og segja hvert þeir telja þróunina á árinu 2016 í samflélagsmiðlum stefna. Sjá úttekt hér      
Lesa meira
Donald Trump

Viðhorf fjölmiðla til Trumps að breytast

 Viðhorf fjömiðla til Donalds Trump, eins frambjóðendanna til að verða forsetaframbjóðandi Repúblikana, hefur tekið miklum stakkaskiptum í vikunni eftir ummæli hans um að banna ætti múslimum að koma til Bandaríkjanna. Þetta birtist m.a. í því með hvaða hætti hann er sýndur eða ekki sýndur í fréttum. Um nokkurt skeið hefur hann verið rammaður inn sem skemmtilegur sérvitringur sem kryddar baráttuna þó hann sé tekin misjafnlega alvarlega. Þannig hefur t.d. Huffington Post um nokkurt skeið sagt fréttir af honum á afþreyingar eða skemmtiefnishluta vefs síns (entertainment), en er nú hætt að dekka hann þar líka á þeirri forsendu að hann hann sé lítið skemmtiefni. Þetta viðhorf er nokkuð dæmigert fyrir þann viðsnúning sem orðið hefur og virðast margir bandarískir miðlar nú líta á Trump sem ógn við lýðræðið. Þannig sagði Tom Brokaw í leiðarapistli á NBC sjónvarpsstöðinni á þriðjudagin að yfirlýsing Trumps væri, „jafnvel nú, á tímum ótrúlegra öfga, hættuleg og gegni gegn straum sögunnar, lögum og grundvallar gildum Bandaríkjanna sjálfra.“ Sjá meira hér  
Lesa meira
Noregur: Áskrifarblöð óttast stífari reglur um símasölu

Noregur: Áskrifarblöð óttast stífari reglur um símasölu

Hugmyndir stjórnvalda í Noregi um að þrengja mjög skilyrði og möguleika á símasölu hafa valdið nokkrum áhyggjum hjá aðstandendum áskriftarblaða, en þau reiða sig mikið á síka sölu í áskriftarherferðum sínum. Það er ráðherra neytendamála, framfaraflokkskonan Solveig Horne, sem hefur lýst vilja til að koma til móts við kröfur neytendasamtakanna um stífari umgjörð um símasölu.  Sjá meira hér  
Lesa meira
EIns og sjá má ber Kahja greinileg merki misþyrminga.

Dönskum blaðamanni misþyrmt í Tyrklandi

Evrópusamband blaðamanna og Blaðamannafélagið í Danmörku hafa fordæmt árás tyrkneskra landamæravarða á danskan blaðamann, Nagieb Khaja, í gær þegar Khaja var að fara yfir landamærin til Sýrlands til að dekka flóttamannamál.  Blaðamannafélags Danmerkur er þegar búið að skrifa tyrkneska sendiherranum  í Danmörku og krefjast þess að rannsókn fari fram á málinu og sama krafa hefur komið frá EFJ. Yfirvöld Í Tyrklandi tilkynntu í dag að rannsókn málsins væri hafin. Kahja var á leiðinni yfir landamærin þegar tyrkneskir öryggisverður stöðvuðu hann og þrátt fyrir að hann hafi gert grein fyrir sér sem blaðamanni þá var hann barinn í jörðina og sparkað  í hann.  Sjá meira hér  
Lesa meira
Verðlaunahafar við síðustu verðlaunaveitingu sem fram fór í apríl sl.

Óskað eftir tilnefningum til Evrópsku blaðamannaverðlaunanna

Evrópsku blaðamannaverðlaun hafa nú óskað eftir tilnefningum til verðlaunanna og er tilnefningarfrestur til 18. desember næstkomandi.  Gæði í blaðamennsku eru nauðsynleg heilbrigðu lýðræði og verðlaunin miða að því að hvetja til og draga athyglina að góðri blaðamennsku. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum og er verðlaunafé í hverjum um sig 10.000 evrur eða tæplega 1,5 milljón krónur. Flokkarnir eru þessir: Verðlaun fyrir framúrskarandi skrif Verðlaun fyrir framúrskarandi umfjöllun Verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku Verðlaun fyrir nýsköpun eða nýmæli Efni sem tilnefnt er þarf að hafa birst á tímabilinu frá 1. Desember 2014 og 31. Desember 2015 og blaðamenn sem búa og starfa í Evrópu eru gjaldgengir sem og þeir blaðamenn sem starfa fyrir evrópsk fjölmiðlafyrirtæki.  Sjá einnig hér  
Lesa meira
Mogens Blicher Bjerregård

Mikilvægi samtaka blaðamanna

Mogens Blicher Bjerregård, forseti Evrópusambands blaðamanna, gerir mikilvægi stéttarfélaga/fagfélaga að umtalsefni í leiðara sínum í nýjasta fréttabréfi Evrópusamtakanna EJF FOCUS.   Hann segir að félög blaðamanna séu í lykilhlutverki við að varðveita til lengri tíma réttindi blaðamanna og vinnuskilyrði og þar með að stuðla að frjálsri fjölmiðlun á svæðinu. Bjerregård segir enn fremur að bæði EFJ og IFJ hafi á umliðnum árum beitt sér kröftuglega í réttindabaráttu blaðamanna í Evrópu og það muni áfram verða gert til að tryggja réttindi, starfsumhverfi og öryggi stéttarinnar. Sjá fréttabréfið hér  
Lesa meira
Verðlaunahafar ásamt ráðherra.

Jafnréttisviðurkenningar vegna fjölmiðla

Ritstjórn Framhaldsskólablaðsins, Halla Kristín Einarsdóttir og Sigrún Stefánsdóttir fengu í dag viðurkenningar Jafnréttisráðs á sviði jafnréttismála vegna fjölmiðlunar.  Tilnefningar Jafnréttisráðs voru veittar í þremur flokkum. 1) Til fjölmiðlis sem skarað hefur fram úr á sviði jafnréttismála.  2) Vegna þáttar, þáttaraðar, greinar eða annars afmarkaðs viðfangsefnis. 3) Til einstaklings sem með störfum sínum á fjölmiðli hefur unnið sérstaklega að jafnréttismálum. Framhaldsskólablaðið er sá fjölmiðill sem Jafnréttisráð telur hafa skarað fram úr, en blaðið kemur út ársfjórðungslega.  Í umsögn dómnefndar segir: „Á undanförnum misserum hafa birst langar og ítarlegar greinar og viðtöl um kvenréttindi og femínisma, kynjakvóta, #freethenipple hreyfinguna, kvennasögu og kosningarétt kvenna, kynjafræðikennslu á framhaldsskólastigi, druslugönguna, kynbundið kynferðislegt ofbeldi, réttindi fólks með fötlun, hinsegin fólks og flóttafólks. Framhaldsskólablaðið er öflug rödd í jafnréttisbaráttu samtímans, rödd sem vísar okkur veginn til bjartrar framtíðar.“ Halla Kristín Einarsdóttir fékk verðlaun fyrir heimildamyndina „Hvað er svona merkilegt við það?“  Í umsögn dómnefndar segir að í myndinni segi „frá mikilvægu tímabili íslenskrar stjórnmálasögu og er afbragðskynning og hvatning fyrir þær kynslóðir sem nú vaxa upp og lifðu ekki þessa tíma, og fyrir hina eldri er myndin ekki síður stórskemmtileg upprifjun á merkilegum tímum“. Sigrún Stefásdóttir fyrrum fréttakona og núverandi sviðsforseti hug- og félagsvísindasviðs við Háskólann á Akureyri fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu jafnréttis á fjölmiðlum.  Í umsögn dómnefndar segir m.a. að Sigrún hafi átt farsælan feril í íslenskum fjölmiðlum, fyrst sem blaðamaður og ritstjóri og síðar sem fréttamaður, dagskrárgerðarkona og sem yfirmaður í útvarpi og sjónvarpi.  Þá segir að Sigrún hafi lengi fengist við kennslu og að „í kennslu sinni hefur Sigrún ávallt lagt áherslu á að opna augu nemenda sinna fyrir ójöfnu hlutskipti kynjanna í fjölmiðlum. Viðurkenningin var afhent á Jafnréttisþingi en hér má sjá meira um þingið.  
Lesa meira
Jafnréttisþing: Fjölmiðlar og konur
Tilkynning

Jafnréttisþing: Fjölmiðlar og konur

Á miðvikudaginn verður haldið Jafnréttisþingi 2015 og  verður þar lögð áhersla á stöðu kvenna og kynjaðar birtingarmyndir á opinberum vettvangi. Þingið er haldið á Hilton Nordica hóteli í Reykjaví og stendur frá því kl. 8.30 – 16.45.  Þeir sem vilja mæta þurfa að skrá sig á http://asp.artegis.com/jafnretti Markmiðið er að varpa ljósi á ólíka stöðu kvenna og karla í fjölmiðlum og kvikmyndum annars vegar og hins vegar að fjalla um umfang og eðli kynbundinnar hatursorðræðu. Jafnréttisþingið er haldið á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi og markar upphaf 16 daga átaksins sem lýkur 10. desember á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna. Aðalfyrirlesarar þingsins eru Maria Edström, lektor við Fjölmiðladeild Háskólans í Gautaborg og verkefnisstjóri Nordicom–verkefnis Norrænu ráðherranefndarinnar um aukið jafnrétti í fjölmiðlum, og Anna Serner, forstöðumaður sænsku kvikmyndamiðstöðvarinnar. Kynntar verða niðurstöður nýrra rannsókna um hlut kvenna og karla í íslenskum fjölmiðlum.  Jafnréttisþing er að þessu sinni haldið í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og fjölmiðlanefnd. Þingstjóri verður Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri. Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs verður veitt að lokinni dagskrá þingsins. Á jafnréttisþingi leggur félags- og húsnæðismálaráðherra fram skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2013–2015. Hlutverk þingsins er að efna til umræðu milli stjórnvalda og þjóðar um málefni kynjajafnréttis og gefa áhugasömum kost á að hafa áhrif á stefnumótun í jafnréttismálum. Jafnréttisþing er öllum opið og aðgangur ókeypis en boðið verður upp á hádegsiverð gegn vægu gjaldi.
Lesa meira