Fréttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: Mikilvægt að blaðamenn auðkenni sig rækilega!

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu: Mikilvægt að blaðamenn auðkenni sig rækilega!

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill minna íslenska blaðamenn sem eru að vinna á vettvangi fjölmennra mótmæla eða sinna atburðum þar sem aðgangur almennings er á einhvern hátt takmarkaður að tilteknum svæðum á mikilvægi þess að vera rækilega auðkenndir sem blaðamann. Í því sambandi er mikilvægt að vera t.d. í þar til gerðum gulum vestum og með blaðamannaskírteini á sér.  Slíkt tryggir betur að unnt sé að auðvelda þeim aðgengi og kemur í veg fyrir óþarfa vandamál. Þá eru það tilmæli lögreglu til íslenskra blaðamanna að nefna þetta við erlenda kollega sína líka, þ.e. að benda þeim á mikilvægi þess að vera rækilega auðkenndir.  
Lesa meira
Gildi alþjóðlegs tengslanets blaðamanna

Gildi alþjóðlegs tengslanets blaðamanna

Panamaskjölin sem birt voru í gær afhjúpa starfsemi eins helsta fyrirtækisins í heiminum á sviði aflandsviðskipta, Mossack-Fonseca í Panama, byggja á leka sem upphaflega kom til Suddeutse Zeitung.  Um var að ræða um 2,6 terabita af gögnum sem Suddeutse Zeitung síðan fékk Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna (ICIJ) í lið með sér ásamt um 100 fjölmiðlum  til að skoða ítarlega.  Segja má að þetta verkefni – eins og raunar önnur sem ICJI hefur stýrt - sýni gildi alþjóðlegs samstarfs og tengslaneta í blaðamennsku. Hér á landi var samstarfsaðilinn Reykjavík Media, eins og fram hefur komið.  Á heimasíðu ICJI er að finna ýmsar upplýsingar um þetta verkefni og meðal annars má finna þar yfirlit yfir  ýmsa tölfræði sem unnin hefur verið upp úr gögnunum. Þar kemur m.a.fram að Landsbankinn í Luxemborg var meðal þeirra 10 banka sem hvað óskaði eftir að fá skráð aflandsfyrirtæki hjá panamska þjónustuaðilanum eða rúmlega 400. Sjá nánar hér  
Lesa meira
Launatafla og samningar

Launatafla og samningar

Að gefnu tilefni er félögum bent á að hægt er að nálgast nýja launatöflu og endurbætta samninga  frá í mars hér á síðunni  Samningar í heild  Launatafla 
Lesa meira
Usókn um orlofshús

Usókn um orlofshús

Vakin er athygli  á að umsóknarfrestur vegna sumardvalar í orlofshúsum BÍ rennur út föstudaginn 15. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar um húsin, úthlutunartímabil, kostnað og umsóknir er að finna í nýju tölublaði af Blaðamanninum sem ætti að hafa borist ykkur en er einnig á rafrænu formi hér á síðunni.  Veiðikortin eru áfram til sölu á BÍ á sama verði og verið hefur undanfarin ár.  Þá eru einnig til sölu Flugleiðabréf til þeirra sem eru fullgildir félagar í BÍ. Bréfin kosta 23 þús og gilda sem 30 þús. kr. greiðsla upp í millilandaflug með Flugleiðum.  
Lesa meira
Aðalfundur 28. april
Tilkynning

Aðalfundur 28. april

Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2016 verður haldinn fimmtudaginn 28. apríl n.k. að Síðumúla 23 3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00 Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörf  Skýrslur frá starfsnefndum  Kosningar*  Lagabreytingar  Önnur mál BÍ-félagar eru hvattir til að mæta    *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund.  
Lesa meira
Blaðamaðurinn á leið til félaga

Blaðamaðurinn á leið til félaga

Nýr Blaðamaður er nú á leiðinni til félagsmanna BÍ í pósti. Í þessu tölublaði er sjónum beint að húsakynnum BÍ og heiðursmerki félagsins auk þess sem ítarleg og áhugaverð grein er um fjölmiðlamótið í fótbolta. Þá er umfjöllun um Myndir ársins og Blaðamannaverðlaunin svo eitthvað sé nefnt. Þeir sem vilja taka forskot á prentútgáfuna geta skoðað blaðið á pdf formi hér.
Lesa meira
Breytingar á samningi samþykktar

Breytingar á samningi samþykktar

Breytingar á kjarasamningi Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins dags 15. mars 2016 voru bornar undir atkvæði félagsmanna BÍ í dag föstudaginn 18. mars og voru samþykktar þar samhljóða og án nokkurra mótatkvæða.   Kjarasamningurinn svo breyttur hefur því verið staðfestur og gildir samkvæmt ákvæðum sínum. Jafnframt hafa í dag verið samþykktar samhljóða og án mótatkvæða sambærilegar breytingar á samningi BÍ og DV sem hafa einnig tekið gildi.      
Lesa meira
Atkvæðagreiðsla á föstudag

Atkvæðagreiðsla á föstudag

Akvæðagreiðsla um breytingarnar á samningi BÍ við SA fer fram í húsnæði Blaðamannafélags Íslands á föstudaginn kemur 18. mars 2016.  Kjörfundur verður opinn milli klukkan 10-16 .  Eins og fram kom hér á síðunni í gær hafa Blaðamannafélag Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa náð samkomulagi um breytingar á gildandi kjarasamningi aðila sem felur í sér að laun hækka um 6,2% afturvirkt frá 1. janúar síðastliðnum.  Sú hækkun kemur í stað fyrirhugaðrar 5,5% hækkunar 1. maí næstkomandi.  Að auki munu öll laun hækka um 4,5% 1. maí  2017 og um 3,0% til viðbótar 1. maí 2018.  Þá fela breytingarnar í sér hækkun á lífeyrisframlagi atvinnurekenda um 3,5 prósentustig á samningstímanum í 11,5% þegar það er að fullu komið til framkvæmda 1. júlí 2018. Að sögn Hjálmars Hónssonar formanns BÍ eru þessar breytingar ívilnandi og mjög ánægjulegar fyrir félaga í Blaðamannafélagi Íslands. Samninginn í heild sinni má sjá hér           
Lesa meira
Breyttir kjarasamningar

Breyttir kjarasamningar

Gengið hefur verið frá breytingum á kjarasamningum milli Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins í samræmi við það sem ASÍ og SA gerðu á dögunum. Þetta felur í sér að launahækkunin verði 6,2% frá 1. janúar í stað þess að verða 5,5% frá 1. maí.  Þá verður almenn launahækkun  4,5% 2017 og 3% 2018.  Samningur mars 2016.pdf  
Lesa meira
Sigurlið SkjásEins og silfurlið DV

SkjárEinn vann fjölmiðlamótið

SkjárEinn sigraði á fjölmiðlamótinu í knattsprnu semhaldið var í Víkurhvarfi í gærkvöldi.  SkjárEinn sigraði DV í úrslitaleik.   DV fékk því silfur en Sport TV fékk bronsið eftir að hafa unnið mbl.is í leik  3.sætið. Á facebooksíðu sini segir hinn margreyndi íþróttafréttamaður og Víðir Sigurðsson svo frá uplifun sinni hugleiðingum eftir mótið í gær: „......að vanda stjórnaði Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands því (fjölmiðlamótinu) af stakri snilld. Hann á miklar þakkir skildar fyrir að halda þessum skemmtilega viðburði gangandi frá ári til árs. Árvakur sendi lang-fjölmennustu sveitina, þrjú af þeim tíu liðum sem tóku þátt, sem sagt Morgunblaðið, mbl.is og Áttuna. Við þessir eldri og reyndari lékum fyrir hönd Morgunblaðsins en þeir ungu og spræku voru í liði mbl.is sem varð að láta sér fjórða sætið duga. Skjár 1 vann, DV varð í öðru sæti og Sporttv í þriðja. Við enduðum frekar neðarlega, Áttan eitthvað ofar....!  Ég spilaði á mótinu þegar það fór í fyrsta skipti fram árið 1988 og vann það oft með DV og síðan Mogganum, en nú er sigurinn fólginn í því að vera með einu sinni enn. Held að ég hafi verið aldursforseti mótsins, og Guðmundur Hilmarsson vinur minn og samstarfsmaður í bráðum 27 ár næstur þar á eftir. Margir í sigurliðinu í kvöld, og margir þátttakenda, voru ekki fæddir þegar við unnum fyrsta mótið!“  
Lesa meira