Fréttir

Eirik Hoff Lysholm

Noregur: Staðbundið, landsdekkanki og alþjóðlegt allt í sama blaði

Rekstrargrundvöllur fjölmiðla, ekki síst dagblaða, hefur sjaldan eða aldrei verið eins brothættur og nú. Þetta á við um um dagblaðastarfsemi víða um heim og hafa menn í óða önn verið að leita að leiðum til að treysta reksturinn með misjöfnum árangri. Í Noregi er nú að fara af stað athyglisverð tilraun um rekstur á prentmiðli þar sem Dagsavisen hyggst nú samaeina undir einum hatti nokkur staðbundin blöð og bjóða upp á heilstætt dagblað undir merkjum Dagsavisen Östfold.  Dagsavisen hefur nú þegar undir sínum merkjum nokkur staðbundin blöð og er raunar þekkt fyrir sínar staðbundnu útgáfur. Nú hefur aðalritstjórinn Eirik Hoff Lysholm semsagt tilkynnt um nýtt átak og nýja sýn þar sem hann sér fyrir sér að blaðið – í mismunandi útgáfum eftir stöðum - muni nú „færa lesendum sínum allt það mikilvægasta sem er að gerast alþjóðlega, á landsvísu og staðbundið heim í póstkassann í einu og sama blaðinu.“   Hann kveðst hafa trú á að blaðamennska eigi framtíð fyrir sér og með því að setja saman í einn pakka bæði staðbundið, landsdekkandi og alþjóðlegt efni skapist sóknarfæri fyrir prentmiðilinn.  Fólk sem ekki hafi áhuga á landsdekkandi efni  geti þá bara flett yfir í staðbundna efnið á meðan þeir sem ekki hafa hug á staðbundnu geti sleppt því og farið beint í landsdekkandi og erlent efni.  semsagt tilkynnt um nýtt átak og nýja sýn þar sem hann sér fyrir sér að blaðið – í mismunandi útgáfum eftir stöðum - muni nú „færa lesendum sínum allt það mikilvægasta sem er að gerast alþjóðlega, á landsvísu og staðbundið heim í póstkassann í einu og sama blaðinu.“  Hann kveðst hafa trú á að blaðamennska eigi framtíð fyrir sér og með því að setja saman í einn pakka bæði staðbundið, landsdekkandi og alþjóðlegt efni skapist sóknarfæri fyrir prentmiðilinn.  Fólk sem ekki hafi áhuga á landsdekkandi efni  geti þá bara flett yfir í staðbundna efnið á meðan þeir sem ekki hafa hug á staðbundnu geti sleppt því og farið beint í landsdekkandi og erlent efni. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Fimmtudagsþögn á ljósvakanum

Fimmtudagsþögn á ljósvakanum

Næstkomandi fimmtudagskvöld verður þögn verður í sjö mín­út­ur frá klukkan 21:00  á nokkrum einka­reknum  ljósvakamiðlum. Með þessu vilja miðlarnir undirstrika með táknrænum hætti  mik­il­vægi þess að sam­keppn­is­staða sé jöfnuð á ís­lensk­um fjöl­miðlamarkaði. Á dögunum sendu fjölmiðlarnir Hring­braut­, 365 miðlar, ÍNN, Útvarp i Saga og Sjón­varp Símanns, frá sér áskorun um þetta efni og hvöttu til að RÚV yrði tekið af auglýsingamarkaði strax um næstu áramót. Í tilkynningu frá þessum sömu miðlum  seg­ir að þeir fagni „já­kvæðum viðbrögðum þing­manna þvert á flokka sem birt­ust í kjöl­far ákalls þeirra um að fjöl­miðlalög­um yrði breytt til þess að jafna sam­keppn­is­stöðu þeirra á ís­lensk­um fjöl­miðlamarkaði.“   Síðan segir vegna þagnarinnar sem verður á miðlunum á fimmtudagskvöld: „Afar mik­il­vægt er að einka­rekn­ir fjöl­miðlar sitji við sama borð og er­lend­ir keppi­naut­ar sem nú herja bæði á áskrift­ar- og aug­lýs­inga­markað á sama tíma og þeir greiða hér hvorki skatta né gjöld. Þess­ir miðlar lúta ekki íþyngj­andi regl­um um meðhöndl­un efn­is sem inn­lend­ir fjöl­miðlar regl­um gera. Einka­rekn­ir miðlar treysta á tekj­ur af aug­lýs­inga­sölu til að standa und­ir starf­sem­inni og því væri öll­um til hags­bóta væru op­in­ber­ir fjöl­miðlar ekki á þeim markaði,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ing­unni. Eng­ar út­send­ing­ar verða frá eft­ir­töld­um fjöl­miðlum: Útvarp Saga, ÍNN, Stöð 2, Stöð 3, Bíórás­in, Bylgj­an, Létt­Bylgj­an, Gull­Bylgj­an, FM Extra, FMX, 80’s Bylgj­an, FM957, X-ið, Sjón­varp Sím­ans, K100, Retro, Sjón­varp Hring­braut­ar, Útvarp Hring­braut­ar FM89,1.      
Lesa meira
Umræður um ritskoðun Facebook

Umræður um ritskoðun Facebook

Áhugaverð umræða hefur skapast að undanförnu á Norðurlöndum  um ritstýringu á Facebook og hvernig hún fer fram, hvað sé ritskoðað og á hvaða forsendum. Umræðan snýst ekki síst um ritstjórnarvald og gríðarlegt eftirlit sem fyrirtækið Facebook hefur. Tilefnið er birting í blaðamannsins og rithöfundarins  Tom Egeland á 40 ára gamalli mynd með færslu sem hann setti á Facebook.  Myndin er heimsfrægt tákn um hrylling Vietnamstríðsins og sýni hina þá 9 ára gömlu Kim Phuch  hlaupa nakta og  gátandi  í burtu undan napalmsprengjum og sjá má hvernig hold hennar brennur.  Facebook kom síðan inn og ritskoðaði birtingu myndarinnar og taldi hana ekki birtingarhæfa samkvæmt reglum fyrirtækisins um nekt.  Þetta hefur ýmsum þótt merkileg niðurstaða, enda um einstaka táknmynd úr mannkynssögunni að ræða.  Hafa ýmsir síðan kannað hversu langt Facebook gengur í ritskoðun á þessum grundvelli og setti m.a. vefsíða norska Blaðamannsins inn þessa mynd þar sem búið var að gera hana óskýra, en það gilti einu, hún var ritskoðuð. Aðrir hafa prófað að setja inn myndir af heimsþekktum listaverkum þar sem nekt kemur við sögu og virðist það á endanum flest ritskoðað líka. Sjá umræður hér og hér          
Lesa meira
Fjölmiðlaviðukenning Jafnréttisráðs

Fjölmiðlaviðukenning Jafnréttisráðs

Jafnréttisráð  sendi í dag frá sér eftirfarandi auglýsingu um tilnefningar til fjölmiðlaviðurkenningar:   „Í ár mun Jafnréttisráð, ásamt ráðherra jafnréttismála, veita sérstaka fjölmiðlaviðurkenningu aðilum sem hafa skarað fram úr þegar kemur að umfjöllun um mál sem tengjast jafnrétti kynjanna á liðnu ári. Viðurkenningu getur hlotið:  Fjölmiðill sem skarað hefur fram úr á sviði jafnréttismála, svo sem hvað varðar efnistök, umfjöllun og miðlun efnis.  Þáttur, þáttaraðir, greinar eða annað afmarkað efni þar sem jafnrétti er sérstakt viðfangsefni eða leiðarstef.  Einstaklingur sem með störfum sínum á fjölmiðli hefur unnið sérstaklega að jafnréttismálum.   Tilnefningar skulu vera rökstuddar. Til að koma til álita við veitingu viðurkenningarinnar þarf viðkomandi aðili að vera tilbúinn að veita frekari upplýsingar. Tilnefningum skal skila eigi síðar en 20. september 2016 á rafrænu formi á netfangið jafnretti@jafnretti.is (Með fjölmiðli er átt við stofnun eða fyrirtæki, lögaðila, sem safnar, metur og setur fram upplýsingar í því skyni að dreifa þeim reglulega til umtalsverðs fjölda fólks á tilteknu svæði (Menntamálaráðuneytið, apríl 2005).“  
Lesa meira
Þóra Tómasdóttir

Blaðamaður kærir hótun

Þóra Tómasdóttir, ritsjóri Fréttatímans hefur kært hótun sem hún fékk á Facebook sem hún telur að sé tengd frétt sem hún skrifaði í Fréttatímann í gær. „Ég læt hótanir ekki hafa áhrif á hvernig ég skrifa fréttir,“ segir Þóra í samtali við ruv.is Sjá frétt ruv.is  hér
Lesa meira
Tyrkland: EFJ fordæmir aðför að fjölmiðlum

Tyrkland: EFJ fordæmir aðför að fjölmiðlum

Aðgerðir gegn frjálsri fjölmiðlun í Tyrklandi halda áfram og Özgur Gündem er  það blað í landinu sem nú síðast hefur verið lokað er með valdi. Dómstóll í Istanbul fyrirskipaði lokun blaðsins, sem styður Kúrda,  í gær á þeirri forsendu að blaðið hafi dreift áráðri fyrir Verkamannaflok Kúrda PKK.  Evrópusamband blaðamanna (EFJ) fordæmir þessar árásir á fjölmiðla og hefur krafist þess að lokun blaðsins verði aftukölluð  og styður tyrknesk blaðamannafélög í baráttu þeirra gegn aðgerðum gegn frjálsri fjölmiðlun sem komið hafa í kjölfar hins misheppnaða valdaráns hersins. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Dæmi um frétt sem fjallað er um í pistlinum.

Ábyrð blaðamanna í umræðu um flóttamenn

„Þegar kemur að umfjöllun um flóttamenn virðast fjölmiðlar vera að komast upp með gróf brot á faglegum og siðlegum viðmiðum. Á tímum þegar útlendingafælni fer vaxandi í almenri stjórnmálaumræðu vex sú skylda blaðamanna að segja vandaðar fréttir.“ Þetta segir blaðakonan Federica Marsi, sem skrifar áhugaverðan og umhugsunarhvetjandi pistil á vefsíðu Middle East Eye, en hún hefur skrifað um málefni Mið-Austurlanda fyrir marga helstu miðla á Vesturlöndum.  Hún rekur í pistlinum hvernig efnistökin hjá mörgum miðlum valda því að umræðan um flóttamenn er iðulega á villigötum og staðan almennt verri en hún þyrfti að vera.  Pistillinn er áhugaverður m.a. vegna þeirra dæma sem hún tekur um það hvaða sjónarhorn virtir miðlar setja á fréttir (frameing).  Pistillinn er innlegg í stærri umræðu sem m.a. var ýtt af stað af Siðaneti blaðamanna (Journalism Ethical Network), sem gaf út stóra skýrslu um umfjöllun fjölmiðla um flóttamannamál í desember síðastliðnum. Sjá pistilinn hér  
Lesa meira
Mogens Blicher Bjerregard, formaður EFJ

EFJ lýsir áhyggjum af LuxLeak máli

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur lýst verulegum áhyggjum  af þeirri ákvörðun saksóknara í Lúxemborg að gagnáfrýja málarekstri gegn uppljóstrurunum Antoine Deltour og Raphaël Halet blaðamanninum Edouard Perrin í hinu svokallaða „LuxLeaks“ máli, sem snerist um uppljósrtun á gögnum frá PwC endurskoðunarskrifstofunni sem sýndi víðtæk skataundanskot. Mogens Blicher Bjerregard, formaður EFJ segir það ótrúlegt að stjórnvöld hyggist nota meira af almannafé til að eltast við Perrin og félaga „sem hafi unnið í almannaþágu. Það verði einfaldlega að falla niður þessa áfrýjun.“    Í undirrétti fengu þeir skilorðsbundna dóma og áfrýjunðu þeir  niðurstöðunni og nú hefur ákæruvaldið einnig gert það. Sjá nánar hér  
Lesa meira
Starfsmenn senda frá sér ályktun

Starfsmenn senda frá sér ályktun

Eftirfarandi álktun var samþykkt einróma á fundi starfs­manna Frétta­blaðs­ins og Vís­is í gær, 8. ágúst 2016, en umtalsverð óánægja er vegna uppsagnar Pjeturs Sigurðssonar yfirmanns ljósmyndadeildar: "Til stjórn­ar­for­manns 365, for­stjóra og aðal­rit­stjóra. Við, starfs­menn Frétta­blaðs­ins og Vís­is, mót­mælum harð­lega óverð­skuld­aðri upp­sögn yfir­manns ljós­mynda­deildar 365, Pjet­urs Sig­urðs­son­ar. Jafn­framt eru hörmuð óásætt­an­leg vinnu­brögð aðal­rit­stjóra og yfir­stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins í aðdrag­anda upp­sagnar Pjet­urs og við kynn­ingu á henni til sam­starfs­manna hans.  Við beinum því til stjórnar og stjórn­enda 365 að tryggja að slík fram­ganga, sem grefur undan fag­legum grunni og trú­verð­ug­leika frétta­stof­unn­ar, geti ekki end­ur­tekið sig.  Pjetur Sig­urðs­son hefur þriggja  ára­tuga reynslu sem blaða­ljós­mynd­ari. Þar af þrettán ára starfs­feril hjá Frétta­blað­inu og Vísi. Hann á að baki far­sælan feril og hefur reynst góður sam­starfs­mað­ur.  Við teljum að öll með­ferð máls­ins hafi skaðað alvar­lega það traust sem verður að ríkja innan rit­stjórn­ar­inn­ar."  
Lesa meira
Fleet Street um 1890

Síðustu blaðamennirnir flytja úr Fleet Street

Þegar blaðamennirnir Gavin Sheriff og Darryl Smith, sem báðir vinna fyrir skoska vikublaðið The Sunday Post, lokuðu  ritstjórnarskrifstofudyrnum á eftir sér á dögunum, var lokið meira en 300 ára sögu blaðamennsku á Fleet Street í London. Þeir voru síðustu blaðamennirnir sem höfðu aðstöðu í þessari fornfrægu dagblaðagötu.  Báðir gerðu þeir sér grein fyrir því að um sögulega stund var að ræða  og sagði Sheriff að nafn götunnar og breskrar blaðamennsku myndu ávallt tengjast  í breskri blaðasögu,  sögu þar sem þeir tveir væru í raun síðustu geirfuglarnir. Dagblaðaútgáfa í götunni hófst árið 1702 með útgáfu blaðsins Daily Courant og blöðunum átti eftir að fjölga þarna og á blómatíma götunnar iðaði hún af fréttaþyrstum blaðamönnum. Sjá einnig hér  
Lesa meira