Fréttir

"Staðreyndavalkostir"

  “Staðreyndavalkostir” (alterenative facts) er orð sem Kellyanne Conway, ráðgjafi úr herbúðum Donalds Trump notaði um þá yfirlýsingu Sean Spicer blaðafulltrúa Hvíta hússins að fjölmiðlar hefðu farið rangt með stærð mannfjöldans sem fylgdist með innsetningarathöfn Trumps sl. föstudag og að fjölmiðlar væri í herferð gegn forsetanum.  Ummæli Conway í þættinum “Meet the Press”  þess efnis að framlag Spicer bæri að skoða sem staðreyndavalkost, hafa vakið upp talsverða umræðu í röðum bandarískra blaðamanna of hjá fjölmiðlaáhugafólki og m.a. talað um að hér sé gengið svo langt að reynt sé að draga í efa möguleikann á að tala um hlutlægan sannleika eða staðreyndir – sem þó er kjarninn í hugmyndum um eðli blaðamennsku þar í landi. Þetta er t.d. það sem kemur fram í áhugaverðum og gagnrýnum pistli sem David Uberti, fastur penni hjá Columbia Journalism Review. Sjá pistil Uberti hér  
Lesa meira
Itar, TASS/Polfoto

Rússland í dönskum fréttum

Rússland og Pútín forseti þess eru fréttaefni sem fá forgang í dönskum fjölmiðlum, janft í tengslum við ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs, Úkraínumál og njósna- og tölvuhakkaramál í Bandaríkjunum. En Rússland og Pútín eru líka fréttaefni í Danmörku vegna stöðu sinnar sem helstu andstæðingar NATO, ESB og Danmerkur.  Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um Rússland í dönskum fjölmiðlum sem Norræni blaðamannaskólinn í Árósum hefur sent frá sér og er hluti af stærra verkefni sem enn er í gangi og miðar að því að kortleggja umfjöllun á Norðurlöndum um Rússland og umfjölun í Rússlandi um Norðurlönd. Þrátt fyrir daglega og oft á tíðum viðamikla umfjöllun um Rússland er það niðurstaða skýrslunnar að fjölmiðlanotendur sitji uppi með að takmarkaða mynd af stöðu mála þar og að Danir eigi því erfitt með að sikilja Rússland nútímans. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Blaðamannaverðlaun: Tilnefningarfrestur til 27. janúar

Blaðamannaverðlaun: Tilnefningarfrestur til 27. janúar

Verðlaunanefnd Blaðamannaverðlauna BÍ óskar eftir tilnefningum til verðlauna fyrir árið 2016, en verðlaunin verða veitt í 14. skipti þann 3. mars næstkomandi. Tilnefningar dómnefndar verða kynntar viku fyrir afhendingu en skilafrestur tilnefninga til dómnefndar er kl. 12 á hádegi föstudaginn  27. janúar 2017. Eins og síðustu ár verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum: • Besta umfjöllun ársins 2016  • Viðtal ársins 2016 • Rannsóknarblaðamennska ársins 2016  • Blaðamannaverðlaun ársins 2016 Hægt er að senda inn tilnefningar til verðlaunanna til skrifstofu Blaðamannafélagsins í Síðumúla  23 á auglýstum skrifstofutíma ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Jafnframt er hægt að senda tilnefningar inn rafrænt. Tilnefningar dómnefndar verða gerðar kunnar föstudaginn 24. febrúar. Viku síðar, þann 3. mars, verða verðlaunin sjálf afhent.  Sjá reglugerð um Blaðamannaverðlaun B.Í.  
Lesa meira
Åse á vettvangi í Kenía
Tilkynning

Åsa Sjöstrom með fyrirlestur í Pressuklúbbi BÍ

Åsa Sjöstrom fréttaljósmyndari verður með fyrirlestur í Pressuklúbbnum, sal Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23, föstudaginn 13. janúar kl. 18:00. Åsa er sænskur ljósmyndari sem hefur unnið til fjölda verðlauna bæði í Svíðþjóð, World Press Photo og víðar. Í fyrirlestrinum mun hún tala um hvernig er að vinna að persónulegum verkefnum og hvernig hún hefur á síðustu árum farið frá því að vera fastráðinn ljósmyndari yfir í að vera sjálfstæður ljósmyndari. Hún mun tala um áskoranir og kosti þess að vinna sem ljósmyndari í Svíþjóð sem og frá alþjóðlegu sjónarhorni. Heimasíða hennar er http://www.asasjostrom.com/ Ókeypis er á fyrirlesturinn og allir eru velkomnir. Fyrirlesturinn er í boði Blaðaljósmyndarafélag Íslands og Blaðamannafélags Íslands         Ókeypis er á fyrirlesturinn og allir eru velkomnir.   Fyrirlesturinn er í boði Blaðaljósmyndarafélag Íslands og Blaðamannafélags Íslands  
Lesa meira
Falskar fréttir vopn í alþjóðasamskiptum

Falskar fréttir vopn í alþjóðasamskiptum

Sífellt eykst þörf samfélaga fyrir áreiðanlegar og faglega unnar fréttir. Þessi vöxtur er í réttu hlutfalli við magn rangra eða villandi frétta sem komið er í umferð með ýmsum hætti til þess að hafa áhrif á almenningsálit og umræðu til hagsbóta fyrir tiltekna aðila. Til viðbótar við gríðarlegan her PR fólks og spunameistara hafa nú bæst rangar eða uppspunnar fréttir sem dreift er t.d. á Facebook. Umræðan um Facebook í þessu samhengi  á undanförnum vikum í tengslum við bandarísku forsetakosningarnar hefur orðið til þess að stjórnendur fyrirtækisins hafa sagst ætla að reyna að bregðast við. Í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter hefur verið greint frá skýrslu um það  að rangar fréttir og villandi séu orðnar að vopni í alþjóðasamskiptum og bent á gríðarlegan vöxt slíkta frétta í Svíþjóð, frétta sem eiga rætur sínar í  Rússlandi, í kjölfar átakanna í Úkraínu 2014. Sérstaklega er í þessu sambandi vísað til frétta sem tengdust atkvæðagreiðslu í sænska þinginu í fyrra um aðild Svía að NATO og sagt að þessum fréttum hafi verið ætlað að hafa áhrif á niðurstöðuna. Sjá hér
Lesa meira
2016: 12 fjölmiðlamenn drepnir í Evrópu

2016: 12 fjölmiðlamenn drepnir í Evrópu

Alls voru 93 blaðamenn og annað fjölmiðlafólk drepið við störf  á árinu 2016 og þar af 12 í Evrópu samkvæmt tölum sem Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur sent frá sér. Í Evrópu voru 9 drepnir í Rússlandi, 2 í Tyrklandi og 1 í Úkraínu. IFJ hefur einnig birt sundurliðaðan lista yfir hvar þessi dráp áttu sér stað  og til viðbótar þessum 93 sem á listanum eru fórust 29 í tveimur flugslysum. Drápin á fjölmiðlafólki voru af ýmsu tagi, bein morð, sprengjuárásir og fjölmiðlafólk varð fórnarlömb í skotbardögum stríðandi fylkinga.  Tölurnar í ár eru heldur lægri en í fyrra, en  IFJ bendir á að það varasamt sé að taka það sem vísbendingu um að ástandið sé að batna, og bendir á að ógnir og hótanir í garð fjölmiðlafólks hafi aukist og vísbendingar séu um sjálfs-ritskoðun. Þetta séu alvarleg áminning um uggvænlega stöðu tjáningarfrelsisins í heiminum. Sjá lista IFJ hér  
Lesa meira
Elfa Ýr Gylfadóttir

Stjórnvöld taki af skarið áður en það er of seint

„Nauðsynlegt er að stjórnvöld taki af skarið og marki stefnu um það hvernig unnt er að treysta stöðu og framtíð íslenskra fjölmiðla áður en það er orðið of seint. Íslenskir fjölmiðlar eru grunnurinn að því að viðhalda lýðræði, menningu og samheldni íslenskrar þjóðar.“  Þetta segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar í pistli sínum í ársskýrslu stofnunarinnar sem birt var nú fyrir jólin.  Elfa  bendir á að fjölmiðlar um víða veröld standi ný á tímamótum og fjárhagsstaða þeirra, jafnt einkarekinna miðla sem ríkismiðla, sé erfið. Á sama tíma segir hún hlutverk þeirra sérstaklega mikilvægt  mikilvægt í nútíma samfélagi. Um það segir hun: „Á sama tíma hafa fjölmiðlar sem hafa gildi faglegrar blaðamennsku að leiðarljósi, hvort heldur einkareknir eða ríkisreknir, sjaldan verið eins mikilvægir og á öld hinna röngu og misvísandi upplýsinga. Ábyrgð þeirra við að miðla hlutlægum fréttum og menningartengdu efni er mikil. Fjölmiðlar eiga að miðla efni sem upplýsir og stuðlar að samfélagslegri umræðu, efni sem menntar, fræðir og hvetur til gagnrýninnar hugsunar. Þeir eiga jafnframt að miðla sögu, listum og menningu og ýmiskonar afþreyingu.“ Sjá einnig hér  
Lesa meira
Færri bera traust til fjölmiðla

Færri bera traust til fjölmiðla

Færri treysta  fjölmiðlum í dag heldur en fyrir tveimur árum ef marka má könnun MMR á trausti til fjölmiðla sem lauk þann 14. desember síðastliðinn.  Ríkisútvarpið ber höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla en traust til Fréttastofu RÚV mælist 69%  og til ruv.is  67%.  Í frétt frá MMR segir að í flokki netfréttamiðla naut mbl.is næst mest trausts meðal almennings (á eftir ruv.is). Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 41% bera mikið traust til mbl.is. Traust til mbl.is hefur þó dregist nokkuð töluvert saman frá nóvember 2013 þegar 50% aðspurðra sögðust bera mikið traust til mbl.is. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 33% bera mikið traust til visir.is, 31% sögðust bera mikið traust til kjarninn.is, 28% til stundin.is, 17% til vb.is og 8% til dv.is. Sá prentmiðill sem flestir báru mikið traust til var Morgunblaðið (37%). Þar á eftir fylgdi Fréttablaðið (30%), en þeim sem sögðust bera mikið traust til Fréttablaðsins hefur fækkað um 9% síðan árið 2013. 27% svarenda sögðust bera mikið traust til Viðskiptablaðsins, 26% sögðust bera mikið traust til Stundarinnar og 25% til Fréttatímans. 7% svarenda sögðust bera mikið traust til DV Sjá einnig hér  
Lesa meira
Jólakveðja!

Jólakveðja!

  .
Lesa meira
EFJ: Átak gegn hatri

EFJ: Átak gegn hatri

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) í félagi við nokkur samtök sem láta sig tjáningarfrelsi og mannréttindi varða ýtti i vikunni af stað átaki gen hatri og mismunun í fjölmiðlum.  Það er mat EFJ að vegna gríðarlega mikilvægs hlutverks fjölmiðla í opinberri stefnumörkun og á skoðanamyndun almennings sé vert að vekja athygli á hættunni sem skapast hefur með vaxandi tilhneiginu í opinberri umræðu til að kenna flóttafólki, hælisleitendum og ýmsum minnihlutahópum um hvaðeina sem miður fer.  Bendir sambandið á að þrátt fyrir mjög góða blaðamennsku og hetjulega framgöngu margra blaðamanna sé þörf á átaki til að gera slíkum siðferðilegum viðmiðum blaðamennskunnar enn hærra undir höfði. Sjá einnig hér  
Lesa meira