Fréttir

Danmörk: Áhyggjur af breyttri stefnu gagnvart DR

Danmörk: Áhyggjur af breyttri stefnu gagnvart DR

 Ný ríkisstjórn í Danmörku, sem áfram er undir forsæti Lars Løkke Rasmussen, hefur kynnt stjórnarsáttmála og þar kemur fram ákveðin stefnubreyting gagnvart danska ríkisútvarpinu Danmarks Radio (DR).  Hugmyndin er að lækka afnotagjöldin og straumlínulaga dagskrárgerðina auk þess sem stefnt er að því að fækka rásum sem sent er út á.  Þessi áform hafa valdið áhyggjum, meðal annars hjá talsmanni DR og hjá Blaðamannafélagi Danmerkur (DJ). Meðal þess sem bent er á, er að þetta muni veikja mjög almannamiðilinn sem fyrst og fremst muni gagnast erlendum keppinautum.  Lars Werge, formaður Blaðamannafélagsins segir að ef reka eigi DR fyrir minna fé en nú er gert sé erfitt að sjá hvernig það verði gert án uppsagna og það sé nokkuð sem ekki sé hægt að sætta sig við. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Skýrsla: Frelsi  á Internetinu minnkaði 2016

Skýrsla: Frelsi á Internetinu minnkaði 2016

Samkvæmt árlegri skýrslu um frelsi á Internetinu sem Freedom House birtir var meira um takmarkanir á tjáningu á netinu í ár en í fyrra og er þetta sjötta árið í röð sem netfrelsi minnkar.  Um 2/3 þeirra sem á annað borð nota Internetið (67%) búa í ríkjum þar sem gagnrýni á stjórnvöld, her eða ráðandi fjölskyldur er háð ritskoðun.  Þá kemur í ljós að fólk sem notar samfélagsmiðla getur nú víða átt von á áður óþekktum refsingum, en stjórnvöld í 38 ríkjum hafa handtekið fólk á grundvelli einhvers sem viðkomandi setti fram á samfélagsmiðli.  Á heimsvísu búa um 27% netnotenda í ríkjum sem hafa handtekið fólk fyrir að hafa „póstað“, deilt, eða sett hlekk á efni á Facebook Þá virðist sem stjórnvöld víða séu í vaxandi mæli að beina athyglinni að skilaboðasmáforritum s.s. WhatsApp og Telegram, en hægt er að dreifa upplýsingum með skjótum hætti eftir þessum leiðum.  Sjá meira hér  
Lesa meira
Pressukvöld um skoðanakannanir

Pressukvöld um skoðanakannanir

Pressukvöld þar sem yfirskriftin verður „Skoðanakannanir – framkvæmd, framsetning, áreiðanleiki“ mun verða haldið fimmtudaginn 24. nóvember kl. 20 – 22 í  Blaðamannaklúbbnum, veislusal Blaðamannafélagsins, Síðumúla 23. Flutt verða tvö stutt erindi: Þorlákur Karlsson, rannsóknarstjóri Maskínu og dósent í HR Eva Heiða Önnudóttir, stjórnmálafræðingu og nýdoktor við HÍPáll Ásgeir Guðmundsson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup       Að því loknu verða pallborðsumræður en í pallborði verða auk Þorláks og Evu Heiðu þeir Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttamaður á RÚV og Jón Hákon Halldórsson, fréttamaður á 365 Fundarstjóri verður  Jóhann Hlíðar Harðarson fréttamaður. Pressukvöldið er öllum opið og eru blaðamenn og fjölmiðlaáhugafólk hvatt til að koma.    
Lesa meira
Fjölmiðlun í almannaþágu

Fjölmiðlun í almannaþágu

Á vegum ReykjavíkurAkademíunnar, Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri og AkureyrarAkademíunnar, verða haldin tvö málþing um fjölmiðlun í almannaþágu. Fyrra málþingið verður haldið laugardaginn 19. nóvember næstkomandi kl. 10:30-15:00 í Iðnó, Vonarstræti 3 og í stofu M102 í Háskólanum á Akureyri.   Dagskrá málþingsins 10:30 Setningarorð – Ingunn Ásdísardóttir, formaður stjórnar ReykjavíkurAkademíunnar  10:35 Ávarp Illuga Gunnarssonar, mennta- og menningarmálaráðherra  Fyrri hluti: Áskoranir í almannafjölmiðlun10:45 Dr. Michael Tracey – Prófessor við háskólann í Colorado, Boulder  The Challenges of Public Service Broadcasting – The Battle of Values 11:15 Dr. Gauti Sigþórsson – fagstjóri í miðlun við háskólann í Greenwich, London Refrains of the Everyday: Notes on the Valuation of Public Service Media 11:45 Spurningar úr sal12:00 Hádegisverður (gestir geta keypt léttan hádegisverð í Iðnó) Seinni hluti: Almannafjölmiðlun á Norðurlöndunum 12:45 Dr. Henrik Søndergaard – Dósent við Kaupmannahafnarháskóla Building Scenarios for Public Service Media in Denmark: What are the Options for Media Policy and how Does it Affect Society? 13:15 Dr. Gunn Enli – Prófessor við Oslóarháskóla  The Media Welfare State: Public Service Broadcasting in the Nordic Region 13:45 Spurningar úr sal  14:00 Pallborðserindi og umræður  Elísabet Indra Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri Mengis, Björn Bjarnason, fyrrverandi menntamálaráðherraJón Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands.Þorbjörn Broddason, prófessor emeritus við Háskóla Íslands 14:25 Spurningar úr sal og umræður 15:00 Dagskrárlok Fundarstjóri: Arna Schram, forstöðukona menningarmála í Kópavogi  Sjá einnig hér
Lesa meira
Falsfréttir á Facebook

Falsfréttir á Facebook

Mark Zukerberg stofnandi og eigandi Facebook segir það „brjálæðislega hugmynd“ að upplognar fréttir sem deilt hafi veirð á Facebook fyrir bandarísku forsetakosningarnar hafi haft áhrif á kjósendur.  Engu að síður er umræðan um áhrif, áreiðanleika og ábyrgð Facebook og raunar annarra samfélagsmiðla umfangsmikil síðustu daga. Margir Íslendingar deildu t.d. „frétt“ um viðtal við  Donald Trump sem sagt var hafa birst  í People tímaritinu árið 1998 og hljóðaði á þessa leið:  “If I were to run, I’d run as a Republican. They are the dumbest group of voters in the country. They believe anything on Fox News. I could lie and they’d still eat it up. I bet my numbers would be terrific.” Gallinn við þessi ummæli er sá að þau féllu aldrei, ekki í viðtali við People né annars staðar og eru dæmi um miknn fjölda tilbúinna pólitískra frétta sem dreift var á Facebook fyrir kosningarnar.  Eftir kosningarnar hafa þær raddir orðið háværari að Facebook takist á við vandamál af þessu tagi og reyni að fina leiðir til að hafa pólitíska umræðu heilbrigðari en hún hefur verið.  Svo virðist sem öfugt við víðfrægt slagorð Facebook um að síðan tengi saman fólk, þá hafi hún með áberandi hætti skipti hún fólki í andstæðnar fylkingar í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum, og raunar hafa þessi áhrif komið fram á smærri skala áður og í öðrum löndum. „Fólk hefur tekið vini af vinalista sínum, bæði vini og vandamenn vegna þess hve umræðustíllinn er orðinn grimmur,“ segir Clare Wardle sem stýrir rannsóknum að Tow Center sem sérhæfir sig í rannsóknum í netblaðamennsku. „Facbook haslaði sér völl í fréttum án þess að hafa nein verkfæri, ritstjórnarviðmið eða ramma og er núna að reyna að bregðast við þeirri stöðu,“ segir Clare Wardle ennfremur. Þessi umræða dregur enn einu sinni fram mikilvægi faglegrar blaðamennsku þar sem þær upplýsingar sem settar eru út í almannarýmið hafa farið í gegnum þá síu sem hefðbundin vinnubrögð blaðamanna tryggja. Það er, þegar allt kemur til alls, mikill munur á gildi þeirra upplýsinga sem koma úr smiðju faglegrar blaðamennsku og þeirra sem settar eru fram á samfélagsmiðlum. Sjá einnig hér          
Lesa meira
Staða blaðamanna í EU ekki ásættanleg

Staða blaðamanna í EU ekki ásættanleg

 Fulltrúar Evrópusambands blaðamanna (EFJ) voru meðal þeirra sem sóttu ráðstefnu um vöktun á fjölbreytni í fjölmiðlum (Media Pluralism monitor, MPM 2016) sem var haldin í Flórens á Ítalíu í síðustu viku.  Á ráðstefnunni voru kynntar fyrstu niðurstöður úr þessu verkefni sem nær til allra Evrópusambandsríkja auk umsóknarríkjanna tveggja, Svartfjallalands of Tyrklands.  Það er mat EFJ að fjölbreytni fjölmiðla og þá sérstaklega staða blaðamanna sé langt frá því að vera ásættanleg. Á það við almenn starfsskilyrði, stöðu stéttarfélaga gagnvart því að tryggja öryggi félagsmanna sinna, og möguleika til að tryggja og gæta heimildamanna. Vissulega eru aðstæður misjafnar í álfunni en verst er ástandið í  suður og suð-austur hluta álfunnar. Sjá einnig hér
Lesa meira
Siðanefnd BÍ: Fréttatíminn ekki brotlegur

Siðanefnd BÍ: Fréttatíminn ekki brotlegur

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur úrskurðað að Fréttatíminn hafi ekki gerst brotlegur við siðareglur félagsins  í umfjöllun sinni um málefni Ferðamálaskóla Íslands í júní síðast liðinn.  Kærð voru f.h. Fréttatímans, þau Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir, en kærandi var Friðjón Sæmundsson f.h. Ferðamálaskólans. Sjá úrskurðinn hér  
Lesa meira
Blaðamaður drepinn fimmta hvern dag!

Blaðamaður drepinn fimmta hvern dag!

  Samkvæmt skýrslu sem undirstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO,  hefur birt  þá voru að minnsta kosti 827 blaðamenn drepnir við störf sín á árabilinu frá 2006 til 2015. Þar af voru 115 drepnir í fyrra.   Innan við einn tíundi þessara drápa hafa verið upplýst þrátt fyrir að fjölmörg lönd hafi lýst sig viljug til að berjast með virkum hætti gegn ofbeldi og drápum á blaðamönnum.  Á árunum 2014 og 2015 voru 213 blaðamenn drepnir í Arabaríkjum, 51 var drepinn í Rómönsku Ameríku og í ríkjum Karabíahafsins, 34 í Asíu, 27 í Afríku og 12 í Mið- og Austur-Evrópu.  Næstum helmingur þeirra net-blaðamanna, sem drenir hafa verið á síðustu tveimur árum voru að dekka ástandið í Sýrlandi. Sjá skýrslu hér Sjá einnig hér  
Lesa meira
EFJ: Blaðamannafélög í lykilhlutverki

EFJ: Blaðamannafélög í lykilhlutverki

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur nú gefið út handbók um störf og réttindi í blaðamennsku og er þessi útgáfa liður í átaki sem staðið hefur yfir á vegum sambandsins um nokkurt skeið. Í handbókinni er tekin dæmi af nokkrum aðferðum sem þykja til fyrirmyndar við að tryggja réttindi blaðamanna og störf í blaðamennsku.  Tilefni þessa átaks og útgáfu eru þær gríðarlegu breytingar sem orðið hafa í starfsumhverfi blaðamanna í álfunni, bæði vegna tæknibreytinga og nýrra tegunda miðlunar, m.a. með fjölbreyttum gáttum og mikilli útbreiðslu samfélagsmiðla ásamt harðnandi rekstrarumhverfis. Í inngangi handbókarinnar segir meðal annars:  „ En eitt helst óbreytt – réttidi blaðamanna og störf í blaðamennsku haldast í hendur. Ef blaðamenn njóta ekki sanngjarnra kjara og nauðsynlegra rétinda, þá verður ekki hægt að tryggja gæði í blaðamensku. Blaðamannafélög eru mikilvæg til að verja réttindi blaðamanna og gera þeim kleift að mæta þeim áskorunum sem breytingar á starfsumhverfi hafa skapað....  Þessi handbók er hluti af tveggja ára verkefni EFJ sem kallast „Rétindi og störf í blaðamennsku – sterkari  blaðamannafélög“  og er hugsað sem verkfæri til að takast á við  breytt umhverfi.“ Þess má geta að forysta Blaðamannafélags  vinnur nú að útgáfu á nýrri og uppfærðri Réttheimtu, sem er einmitt eins konar handbók fyrir félaga í BÍ þar  sem tekin hafa verið saman allar reglur og samningar sem snerta kjör og réttindi blaðamanna. Réttheimtan er hugsuð sem handhægt verkfæri sem kallast á við upplýsingar á heimasíðu BÍ og upplýsingar sem veittar eru á skrifstofu félagsins.  Hún mun einnig verða á rafrænu formi á heimasíðunni.  Stefnt er að útkomu Réttheimtunnar í nóvember. Sjá meira hér  
Lesa meira
Frá verðlaunaafhendingunni í dag. (Mynd: RÚV)

Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs

Ríkisútvarpið, Björg Einarsdóttir og Kynjabilið hlutu fjölmiðlaviðurkenningu Jafnréttisráðs. Hana hljóta aðilar sem skarað hafa fram úr þegar kemur að umfjöllun um mál sem tengjast jafnrétti kynjanna. Þetta er í annað sinn sem fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs er veitt. Sjá nánar hér
Lesa meira