Fréttir

Ritstjórnarefni kostað eingöngu af framlögum lesenda

Ritstjórnarefni kostað eingöngu af framlögum lesenda

Hinn þekkti bloggari, Andrew Sullivan, sem hefur ásamt nokkrum starfsmönnum sínum verið með hina geisivinsælu bloggsíðu “The Dish” og haldið henni úti í tengslum við vefsíðuna “The Daily Beast”, hyggst nú gera áhugaverða tilraun varðandi framleiðslu á ritstjórnarefni á vefnum. Hann og félagar hans hafa stofnað sérstakt fyrirtæki um bloggsíðuna, og “The Dish” verður frá og með febrúar sjálfstæður miðill án auglýsinga og án endurgjalds fyrir notendur en fjármagnaður alfarið með framlögum frá lesendum. Sullivan hefur sagt að hann þurfi um 900 þúsund dali til að fjármagna síðuna á ári, og á tveimur dögum var hann kominn með rúmlega helminginn af því í fyrirframframlög frá lesendum. Þessi tilraun er mikið rædd meðal fjölmiðlaáhugafólks, einkum vestan hafs, enda hafa margir velt fyrir sér hvernig hægt verði að halda úti sjálfstæðum og óháðum ritstjórnarskrifum í framtíðinni þegar tekjustofnar eru þverrandi fyrir slíka starfsemi. Andrew Sullivan er vissulega “stjörnubloggari” og höfðaði persónulega til lesenda um stuðning þannig að óvíst er hvort aðrir geti leikið þetta eftir. Sumir virðast telja að þetta sé upphafið að endalokum stórbloggara á meðan aðrir telja líkur á að þetta sé skref í átt til framtíðar þar sem hið einfalda samband milli lesanda og blaðamanns (bloggara) er endurvakið – þ.e. að menn borgi einfaldlega fyrir það sem skrifað er og það sem skrifað er sé skrifað með hagsmuni lesandans í huga. Andrew Sullivan segir sjálfur að þetta sé málið, miðillinn verði engum háður nema lesendum – ekki auglýsindum, eigendum eða örum. Hann rifjar upp spakmælið sem segir að ef þú sért ekki að borga fyrir vöruna sem verið er að selja, þá sértu í raun sjálf(ur) varan sem verið er að selja. Sjá umræðu um málið hér
Lesa meira

Upplýsinga aflað í Brussel

Það er sérkennilegt að sjá allt það pappírsflóð sem flæðir um ganga stjórnsýslubygginga Evrópusambandsins í Brussel. Svo virðist sem hver einasta tilkynning sé prentuð út og fjölmiðlaúrklippur liggja í haugum að morgni dags um alla ganga. Hvort þetta bætir upplýsingastreymið skal ósagt látið en svo virðist sem engu sé til sparað. Hægt er að nálgast aðgengi að fréttaherbergi ESB í gegnum slóðina:http://europa.eu/newsroom/press-contacts/index_en.htmEvrópusambandið leggur sig fram við að auðvelda blaðamönnum störf sín. Í nýlegri blaðamannaferð til Brussel heimsóttu blaðamenn þjónustumiðstöð framkvæmdastjórnarinnar (Audiovisual Services of the European Commission). Þar var kynnt hvaða þjónusta stendur til boða en óhætt er að segja að hún sé nokkuð víðtæk. Fréttamenn geta þannig unnið nokkuð ítarleg fréttainnslög í fullkomnum tækniverum og það án þess að þurfa að greiða fyrir það. Miðað er þó við og áskilið að fréttirnar tengist Evrópusambandinu og málefnum þess.Sem dæmi um þjónustu má nefna: - EBS (Europe by Satellite) býður upp á myndefni frá öllum helstu viðburðum ESB, hægt er að nálgast þær beint en einnig eru upptökur tiltækar. Upptökurnar standa til boða á allt að 23 tungumálum á tveimur útsendingarásum, annars vegar í gegnum gervihnött og hins vegar í gegnum netið. Sjá nánar:http://ec.europa.eu/avservices/ebs/schedule.cfm - Myndefni er tengist öllum helstu fréttum og viðburðum ESB er tiltækt. Einnig er hægt að nálgast margskonar myndefni, hvort sem menn vilji nota það við fréttir eða tilfallandi greinarskrif. Hægt er þannig að hlaða niður myndefni í ítrustu gæðum ef eftirfarandi vefsíðu:http://ec.europa.eu/avservices/photo/index.cfm - Ítarlegt safn af myndböndum, ljósmyndum og hljóðskrán um allt er varðar sögu og þróun ESB. Safnið er allt frá 1945 til dagsins í dag. Sjá nánar á:http://ec.europa.eu/avservices/index.cfm - Aðgangur að bestu fáanlegum upptökutækjum til sjónvarps- og hljóðvinnslu. Hægt er meira að segja að senda inn spurningalista, bóka viðkomandi viðmælanda í upptökuver og þá er boðið uppá uppstilltu viðtali. Upptökuverið er staðsett í Berlaymont byggingunni (byggingu framkvæmdastjórnarinnar) í Brussel og er tiltækt til upptöku eða lifandi útsendinga. Vilji menn skrá sig geta þeir farið inn á:http://ec.europa.eu/avservices/2010/myav/index.cfm Fyrir þá sem vilja skrá sig til að geta fylgst með nýjustu viðburðum þá er slóðin hér: http://ec.europa.eu/avservices/login/createAccount_en.cfm Sigurður Már Jónsson
Lesa meira
Þrjú áhugaverð námskeið hjá NJC

Þrjú áhugaverð námskeið hjá NJC

Á árinu 2013 býður Norræni blaðamannaskólinn í Árósum, NJC, íslenskum og öðrum norrænum blaðamönnum upp á þrjú stór og spennandi námskeið. Íslenskir blaðamenn geta sótt um styrk til endurmenntunarsjóðs BÍ til að dekka hluta kostnaðar. Námskeiðin sem nú hafa verið auglýst eru þessi:   NJC meningarnámskeið: Snjallsímar og spjaldtölvur eru verkfæri sem meningarblaðamenn framtíðarinnar munu í vaxandi mæli reiða sig á. Nýjungar menningarlífsins gera fyrst vart við sig í slíkum gáttum og birtast með breyttum hætti í hinu menningarlega almannarými. Þetta verður meðal umföllunarefna á þessu námskeiði sem fer fram í London 8.-12. apríl. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar. Sjá meira hér. ??   Hið “heita” Norður-Íshafssvæði: ? Augur heimsins beinastnú að norðurskautinu vegna loftslagsbreytinga þar sem ísinn bráðnar hraðar en menn áttu von á. Þetta námskeið fjallar um staðreyndir og kenningar um þetta mikilvæga mál og fer námskeiðið fram í Tromsö og Svalbarða 26. maí – 2. júní. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar. Sjá meira hér. ?? Aðalkúrs Árósaskólans: Frá Íslandi til Bandaríkjanna Sex vikna námskeið á ferðalagi. Árósar í Danmörku (3 vikur), Ísland (1 vika), New York og Washington (1 vika), St. Petersburg og Florida (1 vika). Þema námskeiðsins er “hlutverk Norðurlanda í nýrri heimsskipan”. Samhliða verða kynnt til sögunnar aðferðir við að nota hin nýju verkfæri sem blaðamönnum stendur til boða að nýta við vinnu sína með nýrri tækni. Námskeiðið hefst 2. September 2013 og skráningarfrestur er til 4. apríl. Sjá meira hér. ? Sjá einnig hér
Lesa meira
Tilnefningafrestur til 11. febrúar

Tilnefningafrestur til 11. febrúar

Frestur til að skila inn tilnefningum til Blaðamannaverðlauna fyrir árið 2012 er til kl 12:00 mánudaginn 11. febrúar 2013.  Tilnefningar  ásamt fylgigögnum skulu annað hvort berast til skrifstofu Blaðamannafélagsins, Síðumúla 23, Reykjavík  eða vera skilað rafrænt á sérstöku tilnefningarformi sem finna má með því að smella á hnappinn "Tilnefnið hér" , sem er hér til hliðar. Í samræmi við samþykkt síðasta aðalfundar hefur verðlaunaflokkum verið fjölgað úr þremur í fjóra og hefur flokkurinn "Viðtal ársins" nú bæst við en fyrir voru verðlaunaflokkarnir "Blaðamannaverðlaun ársins"; "Rannsóknarblaðamennska ársins"; og "Besta umfjöllun árins". Í greinargerð með tillögu stjórnar fyrir aðalfund sagði meðal annars um tilefni þessarar breytingar að  næstum áratugs reynsla er nú komin á Blaðamannaverðlaun B.Í. Fram hafi komið hjá talsmönnum dómnefndar í gegnum árin að skynsamlegt kynni að vera að bæta við einum eða tveimur verðlaunaflokkum til þess að verðlaunin næðu til fjölbreyttari flóru blaðamennsku á Íslandi. Síðan segir í greinargerðinni:  " Þegar þessi mál hefur borið á góma hefur það jafnan verið ótti við að verðlaunaflokkum fjöldi of mikið. Vissulega má til sanns vegar færa að brýnt sé varlega í að fjölga flokkum. Of margir flokkar geta gengisfellt verðlaunin og gert þau ómarkvissari. Hins vegar er stjórn BÍ sammála því áliti talsmanna dómnefndar í gegnum árin að óhætt væri að fjölga um einn.  Í ljósi þess að þeir flokkar sem nú þegar er verðlaunað fyrir byggja að verulegu leyti á fréttatengdu efni, er mikilvægt að draga fram það sem vel er gert í annars konar blaðamennsku. Því er gerð tillaga um að bæta við aðeins einum flokki, “Viðtal ársins”."
Lesa meira
Jim Boumelha, forseti IFJ

Ríkisstjórnir og Sþ hafa brugðist blaðamönnum

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) sakaði nú um áramótin  bæði ríkisstjórnir þjóðríkja og Sameinuðu þjóðirnar um að hafa brugðst þeirri skyldu sinni að vernda rétt blaðamanna til lífs við störf sín, en árið 2012 var það eitthvert það blóðugasta fyrir fjölmiðlafólk sem um getur. Alls var 121 starfsmaður fjölmiðla drepinn á árinu í beinum árásum á þá eða þegar þeir lentu í skothríð milli stríðandi fylkinga. “Þessi skelfilega háa tala fallinna er til marks um það hvernir ríkisstjórnir segjast í orði vilja vernda blaðamenn við störf sín en hafa kefisbundið brugðist í því að koma í veg fyrir slátrun þeirra,” segir Jim Boumelha forseti IFJ. “Það kemur því e.t.v. ekki á óvart að þessar óhugnalega háu tölur um dauðsföll blaðamanna, eru að verða viðvarandi einkenni á umliðnum arum og einu viðbrögð ríkisstjórna og Sameinuðu þjóðanna hafa verið nokkuð fordæmingarorð, málamyndarannsókn og síðan er látið eins og þetta komi þeim ekki við,” segir Boumelha ennfremur. Eins og fyrr greinir týndi á nýliðnu ári 121 blaðamaður lífi í beinum árásum á þá eða vegna þess að þeir lentu í skothríð stríðandi fylkinga, en sambærileg tala fyrir árið 2011 – sem var metár – var 107. Til viðbóar þessu dóu um 30 vegna veikinda eða slysa sem tengjast störfum þeirra.  Sjá lista yfir þá sem létust við störf sín hér
Lesa meira

Gleðilegt ár!

Blaðamannafélag Íslands óskar blaðamönnum um land allt og öðrum lesendum press.is gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári!
Lesa meira

Brussel: Stærsta blaðamannamiðstöðin

Talið er að í Brussel starfi ríflega 900 blaðamenn, hvaðanæva að úr Evrópu. Þar eru að jafnaði fleiri blaðamenn en í Washington sem til þessa hefur verið ein helsta valdamiðja heimsins. Blaðamenn bera gjarnan saman á hvorum staðnum fleiri kollegar eru staðsettir. Fjöldi blaðamanna gefur vísbendingar um mikilvægi Brussel sem stjórnsýslumiðstöðvar Evrópu. Sem gefur að skilja getur verið erfitt fyrir blaðamenn að afla sér upplýsinga meðal allra þeirra sem starfa í Brussel og það tekur talsverðan tíma að átta sig á aðstæðum. Það auðveldar þó störfin að byggingar Evrópusambandsins (ESB) eru flestar á til þess að gera afmörkuðu svæði og mikið er gert af hálfu ESB til að auðvelda blaðamönnum störfin eins og greint verður frá í annari grein hér á press.is. Í nýlegri ferð íslenskra blaðamanna til Brussel áttu við þess kost að ræða við tvo reynda blaðamenn í Brussel, þá Philippe Richard frá Le Monde og Luke Baker frá Reuters fréttastofunni. Þeir lýstu með skýrum hætti hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í Brussel og sögðu að hverjum blaðamanni væri mikilvægt að byggja upp tengslanet. Á þeim mátti skilja að það gæti tekið allt að tvö ár að komast almennilega inn í málin og vita hvar og hvernig best er að afla upplýsinga. Luke Baker var búinn að starfa í þrjú ár í Brussel en hann hafði áður verið staðsettur í Írak. Hann sagði að það hefði tekið hann tvö ár að ná almennilega utan um hlutina. Hann sagðist hafa notið þess að hjá Reuters starfa 16 manns í Brussel þannig að nýir menn fengju nokkurn tíma til að aðlagast. Sem gefur að skilja hafa stærstu fjölmiðlarnir bestu aðstæðurnar til að afla frétta og vitaskuld fá blaðamenn athygli í hlutfalli við stærð miðilsins. Þeir Philippe og Luke tóku fram að allir ættu möguleika og nefndu dæmi um blaðamenn smærri miðla sem hefðu náð ótrúlegum árangri við að afla sér frétta. Fróðlegt var að hlusta á þá lýsa aðstæðum og sérstaklega þeirra ólíku viðhorfa sem ríkja til upplýsingagjafar eftir löndum. Þannig munu finnskir stjórnmálamenn og embættismenn vera duglegir að afhenda gögn enda í samræmi við þá hefð sem er í Finnlandi. Franskir embættismenn afhenda hins vegar engin gögn en það getur kjaftað á þeim hver tuska. Sem gefur að skilja geta menn náð tengslum víða í stjórnkerfinu og byggt upp traust með tímanum. Það er sem gefur að skilja viðkvæmt að nefna áreiðanleika miðla þegar kemur að umfjöllun um ESB. Viðmælendur í Brussel bentu þó gjarnan á að bresku blöðin og þá sérstaklega götublöðin gerðu mikið úr ágreiningsmálum og flyttu gjarnan nokkuð ýktar frásagnir af lagasetningu ESB. Undantekningar frá þessu væru The Economist og Financial Times þó þau væru vissulega gagnrýnin. Þýsku blöðin væru þó almennt áreiðanlegust og voru Frankfurter Zeitung og Die Welt nefnd til sögunnar.   Sigurður Már Jónsson
Lesa meira
Norskir blaðamenn telja niðurskurð bitna á gæðum

Norskir blaðamenn telja niðurskurð bitna á gæðum

Mikill meirihluti blaðamanna (tæp 89%) sem vinna á þeim fjórum landsdekkandi blöðum í Noregi sem útgáfufyrirtækið Schibsted á og rekur, telja að sparnaðaraðgerðir sem fyrirtækið hefur gripið til muni koma illa við gæði blaðamennsku á viðkomandi miðlum. Norski Blaðamaðurinn gerði könnun á viðhorfum rúmlega 600 blaðamanna á Schibsted blöðunum Aftenposten, Bergens Tidende, Stavanger Aftenblad og Fædrelandsvennen til sparnaðaraðgerðanna og útfærslu þeirra og kom fram nokkur munum á viðhorfum blaðamanna eftir blöðum, en almennt voru blaðamenn ósáttir við hvernig að sparnaðinum var staðið og margir hafa litla tiltrú á framtíðarrekstri blaða sinni, þó vissulega séu líka margir þokkalega bjartsýnir. Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar
Lesa meira
Assangeflytur ávarp sitt á svölum sendiráðsins

WikiLeaks hyggst birta um milljón skjöl 2013

WikiLeaks mun birta um eina milljón skjala á komandi ári og munu þessi skjöl snerta öll lönd í heiminum, samkvæmt því sem Julian Assange sagði í jólaræðu sem hann hélt á svölum sendiráðs Ecuador í London í rétt fyrir jól. Ræðan var haldin í tilefni af því að halft ár er liðið frá því að hann leitaði hælis í sendiráðinu til að forðast framsal til Svíþjóðar þar sem hans bíða ákærur vegna kynferðisglæpa. Assange sagði um 100 fagnandi stuðningsmönnum að þrátt fyrir að hann hafi verið nánast hálft árið 2012 í stofufangelsi, þá hafi þetta verið “stórt ár” þar sem leyndarhjúp hafi verið aflétt af fjölmörgum málum á WikiLeaks m.a. sem snertu Sýrland og fleiri lönd. “Á næsta ári verður annríkið ekki minna. WikiLeaks hefur nú þegar meira en eina milljón skjala sem verið er að undirbúa til birtingar, skjöl sem snerta sérhvert land í heiminum – öll lönd í þessum heimi,” sagði Assange undir fagnaarlátum stuðningsmanna. Sjá meira hér
Lesa meira
Gleðileg jól!

Gleðileg jól!

Press.is óskar blaðamönnum um land allt og öðrum lesendum gleðilegrar jólahátíðar!
Lesa meira