Fréttir

Arne König, forseti EFJ

Litháen: Sigur í meiðyrðamáli en spurt um siðferði

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur fagnað sérsaklega sýknu í meiðyrðamáli gegn formanni Blaðamannafélags Litháen. “Þetta er mikill sigur fyrir tjáningarfrelsi fjölmiðla og fyrir fjölmiðlun í almannaþágu í Litháen,” segir Arne König forseti EFJ.  “Við fögnum því  að dómsstóllinn horfði til skyldu blaðamanna að segja frá því sem satt er, en því er ekki að neita að í tengslum við þetta mál höfum nokkrar áhyggjur af siðaferði í blaðamennsku í Litháen,” segir König ennfremur. Málið snýst um það að  Vitas Tomkus, sem er eigandi stórs fjölmiðlafyrirtækis í Litháen stefndi Dainius Radzevi?ius formanni Blaðamannafélags fyrir að hafa vitnað á persónulegri bloggsíðu sinni í upplýsingar frá WikiLeaks þess efnis að ýmsir eigendur fjölmiðla í landinu kúguðu fyrirtæki til að auglýsa hjá sér. Þetta geru útgefendur með hótunum um að ef ekki væri auglýst myndi viðkomandi miðill fara í rógsherferð gegn fyrirtækinu.   Í sumar dæmdi undirréttur Radzevi?ius til að greiða sekt og miskabætur til útgefandans.  Á dögunum sneri yfirréttur þessum úrskurði svo við og sagði að formaður Blaðamannafélagsins hefði ekki gert neitt sem í raun stangaðist á við lög. Radzevi?ius sagði eftur úrskurðinn að  með þessu hafi “blaðamenn endurheimt heimildina til að segja frá vandamálum í landinu. En stóra málið í þessu öllu hefur ekkert að gera með útgefandann Tomkus, heldur  snýst málið um siðferði í blaðamennsku.”  Talsmenn EFJ hafa tekið undir þetta sjónarmið og segja óásættanlegt ef hægt er að nota blaðamenn til að hóta rógsherferðum. Hins vegar sé málið sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að í Evrópu eru nú víða gerðar tilraunir til a herða á meiðyrðalögjöfinni, nú síðast á Ítalíu.
Lesa meira
Tilkynning

Erindi um kosningarnar í BNA

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands í samstarfi við bandaríska sendiráðið býður til opins fundar með Dr. James A. Thurber, mánudaginn 5. nóvember kl. 12 í Lögbergi 101. Dr. Thurber er prófessor við American University í Washington D.C. og forstöðumaður Center for Congressional and Presidential Studies. Í erindi sínu mun Dr. Thurber skoða þau málefni sem helst standa upp úr í lok kosningabaráttunnar og spá í spilin degi fyrir kosningarnar vestanhafs. Meðal þess sem Thurber veltir upp er hvort Obama takist að halda forsetaembættinu eða von sé á nýjum íbúum í Hvíta húsið? Þá spyr hann hvaða málefni hafa staðið upp úr í kosningabaráttunni, og hversu miklu máli frammistaða í kappræðum skipti í raun? Hversu erfitt er að vinna annað kjörtímabil fyrir Obama í ljósi bágs efnahagsástands vestanhafs? Dr. James A. Thurber er einn þekktasti fræðimaður Bandaríkjanna á sínu sviði. Hann hefur skrifað fjölda bóka og meira en 75 fræðigreinar um bandaríska þingið, kosningar og kosningaframboð. Hann er tíður gestur fjölmiðla vestanhafs, vinsæll fyrirlesari víða, þar á meðal hér á landi en hann hélt erindi á vegum Alþjóðamálastofnunar í tengslum við kosningarnar 2008. Fundurinn fer fram á ensku og fundarstjóri er Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Allir eru velkomnir.
Lesa meira
Costas Vaxevanis

Gríski blaðamaðurinn sýknaður

 Gríski blaðamaðurinn Costas Vaxevanis sem birti nöfn rúmlega 2000 landa sinna sem áttu háar upphæðir á svissneskum bankareikningum og hafði verið ákærður fyrir brot á friðhelgi einkalífs þessa fólks, hefur verið sýknaður fyrir dómi.  Listinn sem hann birti hafði áður verið birtur í Frakklandi af þáverandi fjármálaráðherra, Lagarde, og var listinn jafnan kenndur við hann og kallaður Lagarde-listinn.  Mikilvægi listans felst í því að hann er mikilvæg vísbending um stórfelld skattaundanskot, en stjórnvöld í Grikklandi hafa ekki fylgt þessum upplýsingum eftir að heitið geti þrátt fyrir mjög erfiðan fjárhag ríkisins. Í síðustu viku samþykkti Evrópusamband blaðamanna ályktun þar sem mótmælt var ákæru á hendur Vaxevanis og skorað á dómstólinn að sýkna hann af þessari ákæru, eins og greint var frá hér á síðunni.  Sjá einnig hér
Lesa meira
Tilkynning

Konur í stjórnmálum – brýnt erindi eða ljótur jakki?

Konur í stjórnmálum – brýnt erindi eða ljótur jakki? Er yfirskrift erindis sem Guðbjörg Hildur Kolbeins mun flytja á fundi hjá Femínistafélagi Íslands nú á fimmtudaginn,1. nóvember. Erindið fjallar um umfjöllun fjölmiðla um konur í kosningabaráttu og hlutfall kynjanna í kosningaumfjöllun fjölmiðla. Hin óvenjulega yfirskrift er sótt í umræðu sem orðið hefur um grænan jakka sem Angela Merkel klæddist í sumar og vakti mikla athygli. Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Horninu í Hafnarstræti 5 og hefst kl. 20:00
Lesa meira
Nurembergyfirlýsing um öryggismál

Nurembergyfirlýsing um öryggismál

Spurningin um hvernig hægt sé að gera blaðamennsku að öruggari starfsgrein á tímum sívaxandi ofbeldis gegn fjölmiðlafólki var á dagskrá hjá yfirstjórn Alþjóða blaðamannasambandsins á fundi í Nuremberg í Þýskalandi í síðustu viku. Á fundinum sagði Jim Boumelha, formaður IFJ, meðal annars að þörf væri á einhvers konar áætlun sem gengi lengra en einfaldlega að mótmæla ofbeldi gegn fjölmiðlafólki, til þess að snúa við því skelfingarástandi sem nú væri til staðar. Hann benti á að ástandið í dag væri ekki eingöngu ógn við blaðamennina sjálfa, heldur væri verið að vega að rétti fólks til að fá nákvæmar og réttar upplýsingar. “Of margir blaðamenn deyja í dag á meðan þeir eru að afla frétta úr umhverfi sínu og samfélagi á friðartímum,” sagði Boumelha. Hann bætti því við að um allan heim ætti fólk að eiga rétt á óritskoðuðum upplýsingum og frelsi fjölmiðla væri mikilvæg mannréttindaspurning. Forusta IFJ fékk til liðs við sig á fundinn fjölda sérfræðinga í öryggismálum og voru öryggismál blaðamanna rædd og skoðuð út frá ýmsum hliðum. Niðurstaðan verður síðan birt í sérstakri yfirlýsingu sem gefin verður út á næstunni og þar mun að finna tillögur og áætlun til úrbóta. Yfirlýsingin mun fá yfirskriftina “Nurembergyfirlýsingin”
Lesa meira
Hörð viðbrögð við meiðyrðafrumvarpi á Ítalíu

Hörð viðbrögð við meiðyrðafrumvarpi á Ítalíu

Frumvarp að nýrri meiðyrðalöggjöf sem kynnt var í efri deild ítalska þingsins í síðustu viku hefur kallað á hörð viðbrögð frá ítlaska blaðamannafélaginu Federazione della Stampa Italiana (FNSI). Samkvæmt frumvarpinu sem ræða á í þinginnu í þessari viku verður fangelsisrefsingu hætt sem refsingu í meiðyrðamálum, en hins vegar eiga í staðinn að koma mjög þungar sektir og réttur þeirra sem telja sig hafa beðið skaða á æru sinni aukinn til muna, m.a. með því að þei fái sjónarmið sín birt mjög fljótt í miðli hins kærða,  án endurgjalds og án þess að viðkomandi miðill geti nokkuð ritstýrt því sem þar kemur fram. „Það er vissulega ekki gott að hafa slæm lög þar sem blaðamenn geta lent í fangelsi vegna ærumeiðinga,“ segir Arne König formaður EFJ.  „En það er ekki heldur ásættanlegt að fá í staðinn nýja löggjöf sem ógnar miðlunum, einkum þeim smærri og gæti þvingað blaðamenn út í umfangsmikla sjálfsritskoðun. Þetta er sérstaklega viðkvæmt á krepputímum þegar hætta stafar að bæð fjölmiðlum og lýðræðinu,“ segir hann enn fremur. Upphæðirnar sem verið er að tala um í nýja frumvapinu að blaðamenn sem dæmdir eru fyrir ærumeiðingar þyrftu að borga geta verið á bilinu 5.000 til 100.000 evrur eða frá rúmum 800 þúsund krónum og upp í 16,2 milljónir króna. Sjá einnig hér
Lesa meira
EFJ Mótmælir ákæru gegn blaðamanni

EFJ Mótmælir ákæru gegn blaðamanni

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur krafist þess að grísk stjórnvöld felli niður ákæru á hendur blaðamanninum Kostas Vaxevanis, sem eigi ekki að þurfa að sæta ákæru fyrir að vinna vinnuna sína. Eftir að dómstóll í Aþenu hafði fjallað um málið var Kostas Vaxevanis handtekinn og tekinn til yfirheyrslu vegna þess aðhann hafí birt í tímaritinu HOTDOC lista yfir 2059 auðmenn sem geyma fé á bankareikningum í Sviss, en sem kunnugt er hefur efnahagsástandið í landinu verið mjög erfitt og mikil umræða um hvernig skipta beri þeim byrðum sem Grikkir þurfa að axla. Listinn sem hér um ræðir er kenndur við  fyrrum fjármálaráðherra Frakka, frú  Lagarde, og birtist fyrst 2010 þar í landi. Eftir yfirheyrslurnar var Vaxevanis sleppt en hann var ákærður og á að mæta fyrir rétti nú á fimmtudag til að svara til saka fyrir að hafa rofið friðhelgi einkalífs einstaklinganna á listanum.   „Við erum á þeirri skoðun aðbirting lista af þessu tagi sem þegar hefur verið birtur opinberlega árið 2010 sé eingöngu spurning um að veita almenningi aðgang að upplýsingum. Vaxevanis var því eingöngu að vinna vinnuna sína sem blaðamaður í almannaþágu, ekki bara með því að birta listann sem slíkan hledur líka með því því að benda  á að yfirvöld hafa ekki brugðist við þessum upplýsingum um hugsanlega stórfellan skattaundandrátt,“ segir Dimitris Trimis, formaður  gríska Blaðamannafélagsins, JUADN, sem er aðili að EFJ. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Guðbjörg Hildur Kolbeins

Brýnt erindi eða ljótur jakki?

“Konur í stjórnmálum – brýnt erindi eða ljótur jakki?” er yfirskrift erindis sem Guðbjörg Hildur Kolbeins mun flytja á fundi hjá Femínistafélagi Íslands nú á fimmtudaginn,1. nóvember. Erindið fjallar um umfjöllun fjölmiðla um konur í kosningabaráttu og hlutfall kynjanna í kosningaumfjöllun fjölmiðla. Hin óvenjulega yfirskrift er sótt í umræðu sem orðið hefur um grænan jakka sem Angela Merkel klæddist í sumar og vakti mikla athygli. Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Horninu í Hafnarstræti 5 og hefst kl. 20:00 Sjá einnig hér
Lesa meira
Fjölmiðlar breyttust eftir hrun

Fjölmiðlar breyttust eftir hrun

„Breyttust fjölmiðlar eftir hrun?“ Þetta er spurning sem þær Valgerður Anna Jóhannsdóttir umsjónarmaður meistaranáms í Blaða- og fréttamennsku við HÍ og María Elísabet Pallé svöruðu í erindi á Þjóðarspegli fyrir helgi. Erindið byggði á meirstararitgerð Maríu. Í stuttu máli er svar þeirra já, fjölmiðlar breyttust eftir hrun hvað varðar umfjöllun þeirra um bankana. Rannsóknin byggði á því að bera saman umfjöllun árið 2011 við það sem var á árunum 2006-2008 en í fylgiriti með Rannsóknarskýrslu Alþingisvar gerð grein fyrir rannsókn á umfjöllun fjölmiðla um fjármálastofnanir fyrir hrun. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ritstjórnir prentmiðla hafi gefið þessum fréttaflokki meira vægi á árinu 2011 heldur en á árunum 2006-2008 þar sem þess konar fréttir birtast hlutfallslega oftar á forsíðum og eru burðarfréttir á innsíðum. Sjálfstæð efnisöflun og greinandi umfjöllun hefur einnig aukist hlutfallslega milli tímabilanna sem borin voru saman. Niðurstöðurnar benda til þess að vinnubrögð prentmiðla hafi tekið jákvæðum breytingum eftir hrun íslenska fjármálakerfisins árið 2008. Sjá einnig hér
Lesa meira
Mannrétt

Staða íslenskra blaðamanna styrkist

Eiríkur Jónsson, formaður Fjölmiðlanefndar segir að nýlegur sýknudómur Hæstaréttar í máli gegn blaðamanni DV, sé til marks um að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu yfir íslenska ríkinu í sumar sé farinn að hafa áhrif og búast megi við að tjáningarfrelsi aukist í kjölfarið. Eiríkur var annar tveggja framsögumanna á síðdegisfyrirlestri LOGOS á dögunum þar sem fjallað var um áhrif dóma Mannréttindadómstóls Evrópu í málum íslenskra blaðakvenna gegn ríkinu.  Eiríkur segir að dómar Mannréttindadómstólsins og nú fjölmiðlalög styrki stöðu íslenskra blaðamanna. Sjá frétt RÚV um málið hér
Lesa meira