Fréttir

Tilkynning

Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga

Upplýsingaréttur almennings: Framkvæmd og túlkun upplýsingalaga nr. 50/1996. Fimmtudaginn 22. nóvember kl. 13-17. Kennari Kjartan B. Björgvinsson lögfræðingur við EFTA dómstólinn í Luxemburg. Þátttökugjald kr. 11.800.-. Skráning á námskeiðið. Frekari upplýsingar og lýsing á námskeiðinu HÉRStaðsetning: Húsnæði Endurmenntunarstofnunar HÍ við Dunhaga Markhópur námskeiðsins eru: Stjórnendur hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga, sem þurfa að skipuleggja öðlast yfirsýn um það hvernig ber almennt að vinna úr beiðnum sem berast á grundvelli laganna og hvaða kröfur slíkt gerir til stofnunar þeirra.Starfsmenn stjórnsýslunnar sem leysa þurfa úr álitaefnum um hvort veita eigi aðgang að upplýsingum.Fjölmiðlamenn, fræðimenn og allir aðrir sem áhuga hafa á að nýta sér lögin til að kynna sér gögn og upplýsingar í vörslum stjórnvalda.
Lesa meira
BBC 90 ára í dag

BBC 90 ára í dag

Í dag fagnar BBC útvarpið því að 90 ár eru liðin frá fyrstu útsendingu þess. Af því tilefni munu allar útvarpsrásir BBC sameinast í útsendingu kl 17:33.  Hér er um 60 útvarpsrásir  að ræða, staðbundnar í Bretlandi og á landsvísu og svo útvarp sem starfar í alþjóðlegu samhengi. Alls verður sameiginleg útsending í um 3 mínútur þar sem brotum úr sögulegu efni verður útvarpað. Sjá meira hér
Lesa meira
Baráttudagur fyrir atvinnu

Baráttudagur fyrir atvinnu

Í dag, 14. nóvember, er  evrópskur baráttudagur fyrir atvinnuöryggi og samstöðu um réttinn til vinnu sem Samband stéttarfélaga í Evrópu, ETUC, stendur fyrir. Evrópusamband blaðamanna, EFJ, er þátttakandi í þessum degi og styður heilshugar þær kröfur og þau sjónarmið sem þessi baráttudagur snýst um. Líkt og á við um fjölmargar atvinnugreinar á fjölmiðlun og blaðamennska undir högg að sækja í yfirstandandi kreppu á vinnumarkaði  og að mati EJC byrjuðu ekki þessir erfiðleikar á vinnumarkaði árið 2008, heldur miklu fyrr.  Útgefendur voru löngu áður farnir að reyna að kreista meira út úr starfsmönnum sínum með því að krefjast meira ritstjórnarefnis á tæknilegra og flóknara formi af sífellt færra fólki. En á síðustu þremur árum hefur ástandið orðið enn skelfilegra segir í frétt frá EFJ í tilefni dagsins. Vítt um Evrópu eru nú blikur á lofti í atvinnumálum fjölmiðlafólks of full ástæða til að grípa til varna og sýna samstöðu. Meðal þeirra landa sem ástandið er erfitt eru Portúgal þar sem einkavæða á almenningsmiðla;, Grikkland þar sem stórfelldur niðurskurður blasir við á ölllum sviðum, uppsagnir og launalækkanir;  Spánn þar sem uppsagnir blasa við þriðjungi starfsmanna á hinu gamlagróna El Pais; og svo í löndum einsog Noregi, Frakklandi og Bretlandi þar sem stórfelld „hagræðing“ stendur fyrir dyrum á fjölmiðlum. Sjá einnig hér
Lesa meira

"Newsnight málið" nær til fleiri

Ian Overton sem hefur verið ritstjóri hinnar virtu „Skrifstofu um rannsóknarblaðamennsku“ eða Bureau of Investigative Journalism (BIJ) sagði starfi sínu lausu í gær. Ástæðan er að BIJ tengist BBC hneykslinu varðandi fréttir Newsnight um barnaníðing þar sem hátt settur breskur stjórnmálamaður var ranglega tengdur við málið. Áður en Newsnight þátturinnvar sýndur hafði Overton tvítað um málið og sagt að nú væri um það bil að fara í loftir Newsnight þáttur þar sem hátt settur pólitíkus væri afhjúpaður sem barnaníðingur og byggði m.a. á rannsóknarvinnu frá BIJ. Þessu tvíti var síðan „endurtvítað“ um 1500 sinnum.  Eins og fram hefur komið hefur þeta mál allt dregið langan dilk á eftir sér og vakið upp miklar spurningar um ritstjórnarlega ábyrgð og eins um ábyrgðarkeðju á ritstjórnum. Hér má sjá gagnmerka úttekt mbl.is á málinu og frétt frá AFP. Sjá um BIJ og Overton hér
Lesa meira
EFJ styður félaga á El Pais

EFJ styður félaga á El Pais

Evrópusamband blaðamanna, (EFJ) lýsti fyrir helgi yfir stuðningi við kröfur stéttarfélaga starfsmanna við spænska blaðið El Pais, en þar eru viðræður um endurskipulegningu á rekstri  sigldar í strand. Stéttafélögin stóðu fyrir 3ja daga verfalli, og og tóku félög allra starfsmanna þátt í aðgerðum, þar á meðal félög blaðamanna. Blaðið gengur nú í gegnum mikla erfiðleika og hefur þriðjungi starfsfólks verið sat upp eða um 150 manns.  Fyrirtækið hafði gefið sér fram að helgi til að ljúka samningum við starfsfólk um endurskipulagninguna en engir samningar tókust. „Allt of of virðast stjórnendur fjölmiðla telja að laun rekstrarerfiðleika sé að segja upp fólki þó ljóst sé að slíkur niðurskurður skapar yfirleitt meiri vandamál en hann leysir því gæði blaðamennskunnar minnka óhjákvæmilega,“ segir framkvææmdastjóri EFJ Stepen Pearse. „Við höfum ekki einvörðungu áhyggjur af þeim störfum sem félagar okkar missa heldur hér um að tefla framtíð þekkra stórblaða í Evrópu, blaða eins og El Pais,“ segir hann enn fremur. Sjá einnig hér
Lesa meira

Umsögn BÍ um ný upplýsingalög

. Blaðamannafélag Íslands hefur skilað inn umsögn um nýtt frumvarp til upplýsingalaga. Umsögnina má lesa hér. 
Lesa meira

Umsögn BÍ um RÚV frumvarp

Blaðamannafélags Íslands hefur skilað inn umsögn um frumvarp til laga um Ríkisútvarpið,  194. mál. Nánar í pdf.
Lesa meira
Faðmlag sem slær öll met

Faðmlag sem slær öll met

Mynd af Obama að faðma konu sína Michelle þar sem undir yfir stendur: „Fjögur ár í viðbót“, hefur slegið öll met á samfélagsvefum og er því kominn í sögubækurnar. Þetta er sú einstaka mynd sem flestir hafa sagt að þeim líki („like“) og sem oftast hefur verið „tvítuð“ í tiltölulega stuttri sögu samfélagsmiðla. Obama hlóð þessari mynd upp á vefinn upp úr kl 04 á kosninganóttina þegar sigur hans blasti við.  Í gær hafði þessari mynd verið „tvítað“ um 700 þúsund sinnum. Meira en 3,2 milljónir manna höfðu sagt að sér líkaði myndin á Facebook og yfir 400 þúsund manns  höfðu deilt henni. Í gær, miðvikudag, vou á tímabili um 100 þúsund manns að gefa merki um að sér líkaði myndin á hverjum einasta klukkutíma. Ýmsir telja að þessi mikla deiling og skoðun á einni mynd sé í raun til marks um að samfélagsmiðlarnir hafi skipt mjög miklu máli í þessum kosningum. Í því sambandi má benda á að yfirleitt hefur ekki verið litið svo á að niðurstaða sé komin í forsetakosningar fyrr en sá sem tapar hefur hringt til sigurvegarans og viðurkennt tap sitt. Obama setti myndina á vefinn strax eftir að ljóst var að hann hefði unni í hnum miklivæga fylki Ohio, en þá voru enn næstum tveir og hálfur tími þar til Rimney viðurkenndi ósigur sinn. Sjá einnig hér
Lesa meira
Frelsi fjölmiðla minnkar í Evrópu

Frelsi fjölmiðla minnkar í Evrópu

Ýmsir hópar sem berjast fyrir frelsi fjölmiðla hafa skorað á löggjafann í ESB að beita sér gegn þvi bakslagi sem orðið hefur varðandi frelsi og réttindi fjölmiðla í ýmsum ríkjum sambandsins að undanförnu. „Það e í raun ekki neitt ESB ríki þar sem ekki hefur orðið afturför hvað varðar frelsi fjölmiðla,“ segir Oliver Basille framkvæmdastjóri samtakanna Blaðamenn á landamæra, en þau samtök eru með höfuðstöðvar í París. Hann var einn margra ræðumanna á málþingi sem Evrópuþingið stóð fyrir í gær um stöðu mála varðandi fjölmiðlafrelsi í álfunni. Það kom fram bæði hjá Basille og mörgum fleiri sérfræðingum, að blaðamenn ættu nú mun erfiðara uppdráttar en áður m.a. vegna aukins þrýstings frá pólitískum þungavigtarmönnum sem væru að reyna að tempra gagnrýna umfjöllun. Renate Weber, sem er þingmaður frá Rúmeníu á Evrópuþinginu sagði að framkvæmdastjórn ESB gæti ekki hliðrað sé hjá því að taka afstöðu í þessu máli Það sem einkum er um að ræða í þessum efnum er að víða eru reglur um vernd heimildamanna ekki virtar og eins er vernd blaðamanna gegn meiðyrðakröfum frá hendi valda- og auðmanna meðal þess sem sérstök átæða er til að hafa áhyggjur af. Auk þess er ljóst að í ýmsum löndum – s.s. Grikklandi, Rúmeníu og Búlgaríu - eru blaðamenn beinlínis ofsóttir og gerðar beinar tilraunir til að hræða þá frá skrifum. Sjá einnig hér
Lesa meira
Dreifa

Dreifa "handteknum tíðindum"

Í gær, 5. nóvember, var baráttudagur Evrópusambans blaðamanna(EFJ) sem kallaður er “Til varnar blaðamennsku”.  Aðildarfélög sambandsins um alla Evrópu hafa iðulega gert eitthvað þennan dag, en um er að ræða árlegan baráttudag fyrir gildum og hefðum sígildrar blaðamennsku. Þetta átak hófst árið 2007 og hefur kastljósinu verið beint að ýmsum málum á þessum degi. Haldin hafa verið málþing eða mótmælaaðgerðir, allt eftir því hvað hefur verið talið henta hverju sinni.  Að þessu sinni eru megin aðgerðirnar haldnar í Brussel í dag, 6. nóvember, en þar eru félagar úr belgíska blaðamannafélaginu og frá EFJ að dreifa blaði þar sem minnt er á slæmar aðstæður og kúgun blaðamanna í Tryklandi eins og greint var frá hér á síðunni á dögunum.  Þessar aðgerðir hófust nú að afloknu  málþingi um fjölmiðlafrelsi sem Evrópuþingið stóð fyrir. Þar var Arne König forsti EFJ meðal ræðumanna.  Plaggið sem blaðamenn eru að dreifa í Brussel í dag kalla þeir „Arrested Gasette“ sem þýða mætti sem hin „Handteknu tíðindi“. Í því dreifibréfi verða birtir útdrættir úr ýmsum skrifum þeirra blaðamanna sem nú sitja í fangelsi í Tyrklandi. Hér má sjá á ensku hin „Handteknu tíðindi“
Lesa meira