Fréttir

Pew í BNA: Hvítir, karlar og repúblikanar líklegri til að telja birtingu skopmyna í lagi

Pew í BNA: Hvítir, karlar og repúblikanar líklegri til að telja birtingu skopmyna í lagi

Samkvæmt skoðanakönnun sem Pew rannsóknarstofnunin gerði í lok janúar í Bandaríkjunum höfðu um þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum (76%) heyrt um árásina á í París.  Af þeim sem höfðu heyr um árásina taldi ríflegur meirihluti eða um 60% svarenda að það hefði verið í lagi hjá tímaritinu að birta skopmyndir af Múhameð spámanni  en næstum þrír af hverjum tíu (28%) töldu að það hefði ekki verið í lagi. Um 12% neituðu að svara.   Í umfjöllun um könnunina segja aðstandendur að í henni endurspeglist aukin spenna í BNA  milli sjónarmiða tjáningarfrelsis og umburðarlyndis gagnvart trúarbrögðum.Athygli vekur að hvítir karlar og repúblikanar eru líklegri en aðrir til að telja birtingu skopmyndanna í lagi, en konur og litað fólk er síður líklegt til að telja birtinguna í lagi.Næstum helmingur Bandaríkjamanna (48%) telur – samkvæmt könnuninni – ekki líklegt að árásin á  Charlie Hebdo muni hafa nokkur áhrif á það hvort fjölmiðlar þar vestra birti efni sem telst mógandi fyrir trúarbrögð. Um það bil fjórðungur segir þó (24%) að líklegt sé að árásin munu verða til þess að fjölmiðla birti síður efni sem sé talið er trúarlega móðgandi. Nokkru færri eða um 16% telja að áhrifin muni verða þveröfug og að fjölmiðlar verðir viljugri til að birta slíkt efni.Sjá einnig hér  
Lesa meira
Egill Ólafsson

Andlát: Egill Ólafsson

Egill Ólafsson, gjaldkeri stjórnar Blaðamannafélags Íslands og blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is, varð bráðkvaddur síðastliðinn miðvikudaginn 28. janúar, 52 ára að aldri. Egill fæddist 16. nóvember 1962, sonur hjónanna Ólafar Guðmundsdóttur og Ólafs Egilssonar. Hann ólst upp í Borgarnesi og á Mýrum, gekk í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lauk BA-prófi í sagn­fræði frá HÍ árið 1989. Að námi loknu hóf Egill feril sinn sem sem blaðamaður, fyrstu árin  á Tímanum. Eg­ill hóf síðan störf á Morgunblaðinu árið 1993 og starfaði þar til dánardags, aðallega á mbl.is seinni árin. Hann gegndi um hríð starfi fréttastjóra Morgunblaðsins. Í ársbyrjun árið 2014 fór hann í tveggja ára leyfi til að skrifa sögu Borgarness og var kominn vel á veg með það verk er hann féll frá. Egill var á námsárum sínum formaður nemendafélags FB, formaður félags sagnfræðinema við HÍ, sat í stjórn Sagnfræðinga­félags Íslands um tíma og sat um árabil í stjórn Blaðamannafélags Íslands. Hann var afkastamikill og sérstaklega vandaður blaðamaður og vel liðinn samstarfsmaður. Egill var kvæntur Unni Lárusdóttur, upplýsingafræðingi hjá innanríkisráðuneytinu, og eignuðust þau tvö börn; Ólaf Lárus sem starfar í veitinga­rekstri og sinnir myndlist og Urði menntaskólanema. Stjórn og aðrir félagar Egils í Blaðamannafélagi Íslands senda aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur.  
Lesa meira
Silenced sýnd annað kvöld!

Silenced sýnd annað kvöld!

Ástæða er til að minna á að annað kvöld, laugardagskvöldið 31. janúar (20:00) mun IMMI standa að sérstakri frumsýningu heimildarmyndarinnar Silenced í Tjarnarbíói. Myndin fjallar um þrjá uppljóstrara – þau Jesselyn Radack, áður hjá dómsmálaráðuneyti BNA, Thomas Drake, áður hjá NSA og John Kiriakou, áður hjá CIA, en Kiriakou var fyrstur til að opinberlega greina frá vatnspyntingum CIA og afplánar nú fangelsisdóm í kjölfar þessa. Athyglinni er beint að þeim breytingum sem átt hafa sér stað í Bandaríkjunum í kjölfar árásanna 11. september 2001 og stöðu uppljóstrara þar í landi. Myndin er eftir leikstjórann James Spione sem áður hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir mynd sína An Incident in New Baghdad. Sjá trailer hér
Lesa meira
Gvozden Srećko Flego, þingmaður á Evrópuráðsþinginu

EFJ fagnar samþykkt Evrópuráðs um réttindi fjölmiðla

 Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur fagnað tilkomu skýrslu þings Evrópuráðsins um  „Vernd réttinda fjölmiðla í Evrópu“, en lýsir um leið yfir áhyggjum vegna þróunar fjölmiðlafrelsis víða um álfuna.  „Þó svo að við fögnum samþykkt þessarar skýrslu, þá verður að hafa í huga að þar er athyglinni líka beint að þróun í Evrópu sem ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af. Sérstaklega á þetta við um lönd þar sem alvarleg brot gegn fjölmiðlaréttindum eru ekki óalgeng,“ segir Mogens Blicher Bjerregård, forseti EFJ. Hann bætir við að lönd sem sérstaklega séu nefnd í skýrslunni, þar á meða Azerbajan, Ungverjaland, Rússland, Tyrkland og Úkraína þurfi að gera átak í sínum málum og koma réttindamálum fjölmiðla í lag. Gvozden Sre?ko Flego, þingmaður á Evrópuráðsþinginu og talsmaður nefndarinnar sem stóð að skýrsluni er frá Króatíu og hefur han n tekið mjög einarða afstöðu í þessum málum og gagnrýnt harðlega tilraunir fulltrúa nokkurra ríkja til að neita því að fjölmiðlafrelsi sé skert í löndum þeirra.  Hann bendir á að skýrslan sé byggð á staðreyndum sem aflað hafi verið af sérfræðingum og öðru fólki sem sé á staðnum og að vinna í því umhverfi sem um ræðir.  Sjá frumvarp og skýrslu hér  
Lesa meira
Heimildamyndin Silenced í Tjarnarbíói

Heimildamyndin Silenced í Tjarnarbíói

Ástæða er til að minna á að annað kvöld, laugardagskvöldið 31. janúar (20:00) mun IMMI standa að sérstakri frumsýningu heimildarmyndarinnar Silenced í Tjarnarbíói. Myndin fjallar um þrjá uppljóstrara – þau Jesselyn Radack, áður hjá dómsmálaráðuneyti BNA, Thomas Drake, áður hjá NSA og John Kiriakou, áður hjá CIA, en Kiriakou var fyrstur til að opinberlega greina frá vatnspyntingum CIA og afplánar nú fangelsisdóm í kjölfar þessa. Athyglinni er beint að þeim breytingum sem átt hafa sér stað í Bandaríkjunum í kjölfar árásanna 11. september 2001 og stöðu uppljóstrara þar í landi. Myndin er eftir leikstjórann James Spione sem áður hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir mynd sína An Incident in New Baghdad.    
Lesa meira
Björn Ingi Hrafnsson og Magnús Geir Þórðarson. Mynd: sbs

Fjölmenni á Pressukvöldi

  Fjölmenni var á Pressukvöldi Blaðamannafélags Íslands og  Félags fréttamanna á Kornhlöðuloftinu í Reykjavík í gær. Umræðuefnið var sviptingar á fjölmiðlamarkaði og voru frummælendur þau  Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV, Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi DV og Pressunar, Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar  og Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar. Fundarstjóri var Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri RÚV. Að loknum framsöguerindum fóru fram almennar umræður og var spurningum beint til allra frummælenda.  Fjárhagsleg staða fjölmiðla og rekstragrundvöllur til framleiðslu á ritstjórnarefni virtist fundarmönnum nokkuð ofarlega í huga og hvernig unnt væri að búa fjölmiðlum eða sjálfstæðum blaðamönnum umgjörð sem tryggði fjárhaglegan grundvöll fyrir sjálfstæðri blaðamennsku. Elfa Ýr Gylfadóttir og Jón Trausti Reynisson á Pressukvöldinu. Mynd:sbs Sigríður Hagalín Björnsdóttir var fundarstjóri. Mynd:sbs
Lesa meira
EFJ kvartar til Umboðsmanns ESB vegna TTIP

EFJ kvartar til Umboðsmanns ESB vegna TTIP

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) í samstarfi við nokkur önnur  borgarasamtök lagði í gær fram kvörtun til umboðsmanns Evrópusambandsins  vegna stjórnsýslu Framkvæmdastjórnar ESB varðandi aðgang að upplýsingum um Viðskiptaviðræður ESB og BNA, svokallaðar TTIP viðræður. Er í kvörtunin fagnað afskiptum umboðsmanns af upplýsingagjöf um viðræðurnar en bent á að upplýsingagjöfin sé hvergi nærri nægjanleg og svari ekki þeim óskum og beiðnum um skjöl sem lagðar hafa verið fram. Sjá einnig hér
Lesa meira
Réttindi og störf í blaðamennsku

Réttindi og störf í blaðamennsku

„Réttindi og störf í blaðamennsku” er yfirskrift nýs átaks sem Evrópusamband blaðamanna (EFJ) og nokkur blaða- og fjölmiðlamannasamtök í Evrópu eru að hrinda af stað.  Framkvæmdastjórn þessa átaks sem samanstendur af fulltrúum þátttökusamtakanna, kom saman í síðustu viku til að fara yfir hvaða ráðum hægt sé að beita til að bæta og tryggja möguleika blaðamannafélaga til að standa vörð um fagleg réttindi blaðamanna og ná með fagfélagsleg skilaboð til nýs fjölmiðlafólks.   Á næstu tveimur árum stendur m.a. til að skipuleggja fjórar vinnustofur þar sem þessi mál verða krufin og undirbúnar aðgerðir á fjórum sviðum.  Þessi svið eru: a. Að þróa leiðir til að ná til breiðari hóps fjölmiðlafólks en áður hefur verið gert, og marhópar í því sambandi eru ungt fólk,  konur og fjölmiðlafólk sem ekki er að vinna á hefðbundnum miðlum. b. Að bæta lagalega þekkingu og lagalegar bjargir fjölmiðla þegar kemur af viðurkenndum félagslegum og efnahagslegum réttindum og styrkja þessi réttindi gagnvart fjölmiðlafólki. c. Að berjast gegn óréttlátum starfs- og ráðningarsamningum sem svipta fjölmiðlafólk rétti til höfundagreiðslna fyrir verk þess. d. Að styrkja stöðu blaðamannafélaga til gera samninga fyrir fjölmiðlafólk sem er lausamenn eða sem starfar í óhefðbundinni fjölmiðlun. Evrópusambandið (EFJ) hyggst gefa út handbók þar sem safnað verður saman góðum fordæmum á þessu sviði  og teknar verða saman niðurstöður og ábendingar sem koma út úr vinnustofunum fjórum. Meira hér  
Lesa meira
Pressukvöld:Sviptingar á fjölmiðlamarkaði

Pressukvöld:Sviptingar á fjölmiðlamarkaði

Síðustu mánuðurnir og misserin hafa einkennst af miklum sviptingum á fjölmiðlamarkaði. Það er því miður ekki nýtt því starfsmenn fjölmiðlafyrirtækja hafa búið við einstakt óöryggi í starfsumhverfi sínu, ekki hvað síst í aðdraganda og eftirmálum hrunsins, þó sviptingar hafi alla tíð einkennt þennan starfsvettvang. Undanfarið hefur fjármögnun Ríkisútvarpsins verið í brennidepli og horfir þar til mikils niðurskurðar. Átök hafa verið um eignarhald á DV og öflugir fjölmiðlamenn hrökklast þaðan í burtu og eru með í undirbúningi stofnun nýs fjölmiðils. Þá hafa líka verið breytingar á 365 miðlum bæði í hópi stjórnenda og blaðamanna þar. Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna standa í sameiningu fyrir pressukvöldi þar sem þessi atriði og önnnur þeim tengd verða til umfjöllunar. Pressukvöldið verður haldið á Kornhlöðuloftinu í Bankastræti næstkomandi þriðjudag 20. janúar 2015 og hefst klukkan 20.00. Frummælendur verða: Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi DV og Pressunar Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar  Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar Fundarstjóri verður Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri RÚV.  Að loknum framsögum verða umræður. Gert er ráð fyrir að pressukvöldinu ljúki um 22.30.
Lesa meira
Penninn eða sverðið - er tjáningarfrelsið í hættu?
Tilkynning

Penninn eða sverðið - er tjáningarfrelsið í hættu?

Er penninn máttugri en sverðið? Hverjar eru mögulegar ástæður voðaverkanna á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo?  Af hverju er myndbirtingabann í islam? Hvaða áhrif geta voðaverkin haft á tjáningarfrelsi okkar og önnur mannréttindi? Er tjáningarfrelsið aðeins mikilvægt á tyllidögum? Þetta og fleira verður rætt á hádegisfundi fjölmiðlanefndar og Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands sem fram fer í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, þriðjudaginn 20. janúar 2015. Fundurinn hefst kl. 11:50 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.  Frummælendur verða Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki, Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar og Þórir Jónsson Hraundal sagnfræðingur. Þórir Jónsson Hraundal talar um bakgrunn myndbirtingabanns í islam, ýmsar algengar hugmyndir Vesturlandabúa um múslima og trú þeirra, og veltir upp nokkrum spurningum um mögulegar undirliggjandi ástæður voðaverkanna í París. Elfa Ýr Gylfadóttir fjallar um hvaða áhrif voðaverkin í París geti haft á tjáningarfrelsi og borgaraleg réttindi á Vesturlöndum. Elfa Ýr fjallar jafnframt um hvað beri að varast og leggur áherslu á að tjáningarfrelsi eru réttindi sem við höfum aflað okkur á löngum tíma og þau þurfi að verja og vernda. Róbert H. Haraldsson fjallar um tjáningarfrelsið og mörk þess í heimspekilegu samhengi og rétt einstaklingsins til að hugsa frjálslega og tjá hugsanir sínar óþvingað og óttalaust. Hannt fjallar sérstaklega um tjáningarfrelsið í tengslum við birtingu trúarlegra skopmynda í Jyllands-Posten og í tímaritinu Charlie Hebdo. Að framsögum loknum verða fyrirspurnir og almennar umræður. Fundarstjóri verður Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ og nefndarmaður í fjölmiðlanefnd. Miðað er við að fundurinn standi til kl. 13:10.  
Lesa meira