Fréttir

Myndir ársins - Nýr Blaðamaður

Myndir ársins - Nýr Blaðamaður

  "Þið getið orðið meðal bestu ljósmyndara í heimi, ef þið viljið.  Þetta snýst um æfingu og þjálfun – rétt eins og handbolti.  Þið verðið að greina verkin ykkar og vinnu,  bæta myndatökuna, bera ykkur að með nýjum hætti og umfram allt ræða um verk hvers annars.  Hjálpast að og vinna eins og liðsheild." Þetta eru skilaboð sem  Sören Pagter, formaður dómnefndar vegna ljósmyndakepninnar  Myndir ársins sendir íslenskum blaðaljósmyndurum í pistli sem hann skrifaði þegar hann beið eftir flugi heim til Danmerkur eftir dómnefndarstörfin. Pistillinn ásamt Myndum ársins birtist í nýjum Blaðamanni sem er nú á leið í pósti til félagsmanna. Í blaðinu er auk þess fjallað um blaðamannaverðlaunin, 100 ára gömul átök um Blaðamannafélagið og stjórnmál og fjölmiðla. Sjá blaðið á pdf hér.  
Lesa meira
Sigurjón M. Egilsson

Sigurjón hættir sem fréttastjóri

Sigurjón M. Egilsson er hættur sem fréttaritstjóri Fréttablaðsins og fréttastjóri hjá 356. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu er það að eigin ósk og sagt að Sigurjón hyggst einbeita sér að þætti sínum Sprengisandi á Bylgjunni og annari dagskrárgerð. Kristín Þorsteinsdóttir mun áfram sinna starfi útgefanda og aðalritstjóra, en ráðnir hafa verið þrír aðstoðarritstjórar sem allir eru innahússfólk hjá 365 en þetta eru þau Andri Ólafsson, Hrund Þórsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason.  Aðeins er um hálft ár síðan Sigurjón kom inn á Fréttablaðið sem fréttaritstjóri en það gerðist í kjölfar sviptinga í yfirstjórn fréttadeildar 365 þegar Mikael Torfasyni var sagt upp í ágúst sl. og Ólafur Stephensen, ritstjóri hætti fljótlega eftir það.   Þá kemur fram í tilkynningu 365 að Halldór Tinni Sveinsson verið ráðinn þróunarstjóri hjá fyrirtækinu.  
Lesa meira
Spilling og hagsmunaárekstarar vandi um allan heim

Spilling og hagsmunaárekstarar vandi um allan heim

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) ásamt samstarfsaðilum kynnti í vikunni nýja skýrslu um spillingu og hagsmunaárekstra í heimi fjölmiðlanna, en skýrslan heitir „Ósagðar sögur – hvernig spilling og hagsmunaárekstrar skekja ritstjórnarskrifstofurnar“.  Skýrslan er unni á vegum Nets um siðlega blaðamennsku (Ethical Journalism Network, EJN) en að því samstarfi standa m.a. Evrópusamband blaðamanna auk um 50 blaðamanna- og fjölmiðlahópa. Í skýrslunnii er safnað saman upplýsingum frá ábyrgum blaðamönnum í 18 löndum sem talin eru nokkuð dæmigerð fyrir sitt landsvæði (vestanverður Balkanskagi, Kólumbía, Danmörk, Egyptaland, Indland, Malasía, Mexíkó, Nígería, Tyrkland, Bretland og Úkraína).  Í ljós kemur að framkvæmdastjórar fjölmiðlafyrirtækja eru að semja við auglýsendur um að birta efni sem greitt er fyrir undir því yfirskyni að um fréttaefni sé að ræða, og að ritstjórum er mútað af stjórnmálamönnum og forráðamönnum stórfyrirtækja. Í skýrslunni er farið yfir og sýnt  hvernig þetta er í heild sinna að gera almenningi erfiðara að skilja á milli blaðamennsku annars vegar og áróðurs og almannatengsla hins vegar.   Aidan White, framkvæmdastjóri EJN og Dorothy Byrne stjórnarformaður EJN kynntu skýrsluna á fundi í Brussel í gær og lögðu sérstaka áherslu á að blaðamennska stendur frammi fyrir margþættum ytri ógnunum um allan heim. Þrýstingurinn á blaðamenn sögðu þau mikinn alls staðar og að upplifun og reynsla blaðamanna væri ótrúlega svipuð í ólíkum löndum og á ólíkum svæðum. Aidan White benti sérstakleg á það í máli sínu að ríkisstjórnir, stjórnmálamenn og fjölbreytt flóra alþjóðlegra fjölmiðlafyrirtækja hafa áhrif á fréttamat, stýri dagskrá fjölmiðlaumræðunnar, þrýsti á blaðamenn og reyni að skerða völd þeirra og áhrif með því að skera niður og beita aðhaldi í ritstjórnarútgjöldum. „Þetta er aðkallandi vandamál sem ætti að valda sérhverjum blaðamanni á sérhverri ritstjórn áhyggjum,“ sagði White. Birtingarmynd þessarar spillingar og hagsmunaárekstra er gerð skil í skýrslunni, en í heild leggur EJN til átta liða framkvæmdaáætlun til að sporna geng þessu ástandi: 1.      Auka þarf verulega gegnsæi pólitískra og fjárhagslegra hagsmuna í fjölmiðlum sérstaklega hvað varðar slíka hagsmuni eigenda, stjórnenda, ritstjóra og helstu blaða- og fréttamanna. 2.      Setja þarf almennar reglur sem banna ótímabær inngrip í vinnu blaðamanna og koma upp opnu skráningarkerfi um samskipti milli fjölmiðla og opinberra embættismanna. 3.      Koma þarf á yfirlýstu og almennu samkomulagi um hvar og hvernig opinberar auglýsingar eru birtar. 4.      Koma þarf á sjálfstæðu, viðurkenndu og gegnsæu kerfi sem fylgist með dreifingu og áhorfi fjölmiðla. 5.      Kynna þarf til sögunnar innra kerfi fyrir fjölmiðla til að gefa upp hugsanlega hagsmunaárekstra á öllum stigum starfseminnar. 6.      Tryggja þar að ráðningasamningar og starfsskilyrði blaðamanna standist alþjóðlegar kröfur vinnumarkaðarins. 7.      Almennt samkomulag þarf að koma til um innri reglur og ferli sem geri fullnaðar grein fyrir öllu efni sem er aðkeypt og skýr greinarmunur gerður á því og ritstjórnarefni og blaðamennsku. 8.      Koma þarf af stað umræðu bæði í einstökum löndum og á alþjóðavísu um þörfina á að formgera með einhverjum hætti almannaaðstoð við fjölmiðlun til að tryggja fjölbreytta og siðlega blaðamennsku með óskertu ritstjórnarlegu sjálfstæði.  Sjá skýrsluna hér
Lesa meira
Framhaldsnám boðið í fjölmiðlafræði

Framhaldsnám boðið í fjölmiðlafræði

Nýtt meistara- og diplómanám í fjölmiðla- og boðskiptafræðum hefst í haust í samstarfi Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri.  Meistaranámið er 12ö0 eininga tveggja ára fullt nám, en diplómanámið er 30 eininga nám sem ætti að vera hægt að stunda með vinnu. Meginmarkmið námsins er sagt ver að auka skilning á flóknu, fjölbreyttu og síbreytilegu fjölmiðlaumhverfi, þar sem stafræn tækni, netið og samfélagsmiðlar skipa sífellt stærri sess í lífi flestra.  Í skýrslu starfshóps sem undirbjó námið stóð m.a.: „Mikilvægi fjölmiðla í nútímasamfélögum fer sívaxandi. Í samræmi við það vex þörfin og áhuginn á fræðslu og rannsóknum á fjölmiðlum. Alþjóðlegt rannsóknastarf á þessu sviði hefur vaxið mjög, en á Íslandi er brýnt að styrkja rannsóknir á stöðu og áhrifum fjölmiðla. Námið mun auka val nemenda og efla rannsóknir og rannsóknarsamstarf deildanna og skólanna, langt umfram það sem þeir gætu hvor í sínu lagi.“ Öll skyldunámskeiðin eru boðin í fjarnámi, sem og aðferðafræðinámskeiðin fyrir þá sem skrá sig við HA en í HÍ eru þau námskeið tekin í staðnámi. Hægt er að ljúka diplómanáminu alfarið í fjarnámi. Nemendur beggja skóla sækja sameiginleg fræðileg námskeið, alls 40 ECTS sem boðin verða bæði í fjarnámi og staðnámi. Mikil áhersla er í náminu á þjálfun í rannsóknum og sækja nemendur aðferðafræðinámskeið alls 30 ECTS hver í sínum skóla. Valnámskeið, 24 ECTS  og lokaritgerð 30 ECTS eru einnig tekin í heimaskóla. Umsóknarfrestur í meistaranáminu er 15.apríl í Háskóla Íslands og 5.júní í diplómanáminu. Í Háskólanum á Akureyri er frestur til að skila umsóknum í bæði meistara- og diplómanámi til 5.júní. Að náminu standa Stjórnmálafræði- og Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands og Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Í námsnefnd meistaranámsins sitja þau Birgir Guðmundsson dósent við Háskólann á Akureyri, Ólafur Þ. Harðarson prófessor við Háskóla Íslands, Ragnar Karlsson aðjúnkt við HÍ og Valgerður A. Jóhannsdóttir aðjúnkt við HÍ. Sjá kynningarbækling HA hérSjá kynningarbækling HÍ hér  
Lesa meira
Stríð í mynd
Tilkynning

Stríð í mynd

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands mun verða með námskeið um ljósmyndir í stríði og kallast námskeiðið „Stríð í mynd“  Kennari á námskeiðinu verður Þórdís Erla Ágústsdóttir, ljósmyndara og MA í hagnýtri menningarmiðlun. Námskeiðið verður haldið þriðjudagana  7., 14. og 21. apríl kl. 20:00 - 22:00, alls þrjú skipti í húsi Endurmenntunar við Dunhaga 7 og kostar 19.800 kr. (Félagar í BÍ geta sótt um styrk í sjóði BÍ.) Á námskeiðinu verður skoðað hvaða hlutverki ljósmyndin hefur gegnt í frásögn um stríð og öllu því tengdu frá árdögum ljósmyndarinnar. Hvaða áhrif hafði ljósmyndin á skoðanir og tilfinningar almennings í upphafi ljósmyndasögunnar og hvernig hefur hún haft áhrif í gegn um tíðina? Hvernig hefur notkun ljósmyndarinnar þróast? Hvenær og hvernig hefur ljósmyndin haft lykiláhrif á stríðsrekstur og bardaga? Hversu mikilvægur er ljósmyndarinn í áhrifamætti ljósmynda í stríði? Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig ljósmyndin hefur birst almenningi síðustu hundrað og fimmtíu ár í tengslum við stríð og stríðsrekstur. Farið verður yfir það hvernig almenningur uppgötvaði áhrif og afleiðingar stríðsins á mismundandi tímum, allt frá miðri 19. öld, fyrir tilstuðlan ljósmyndara sem ferðuðust til stríðshrjáðra staða til að safna myndrænum heimildum. Skoðað verður hvernig ljósmyndin varð ein helsta heimildin til að draga upp skýra mynd af atburðum sem annars var almenningi hulinn eða óskýr. Á námskeiðinu er fjallað um: • Hvernig ljósmyndin hefur gefið almenningi innsýn í stríð frá miðri nítjándu öld til okkar daga. • Hvernig hlutverk ljósmyndarinnar í stríði hefur þróast.
Lesa meira
Áhugaverð námskeið NJC í haust

Áhugaverð námskeið NJC í haust

Ástæða er til að vekja athygli íslenskra blaðamanna á þremur námskeiðum sem boðið er upp á í Norræna blaðamannaskólanum(NJC) í Árósum í haust.   Um er að ræða fjölbreytt og misjanflega ítarleg námskeið og hægt að fá einhverja styrki úr sjóðum BÍ til að dekka hluta af kostnaði. Námskeiðin eru þessi: Frá Evrópu til Íslands: Árósar –Brussel – Reykjavík. Þetta námskeið beinir kastljósinu að samfélagsmiðlum og hvernig hægt er að nota þá til að fylgjast með norrænum stjórnmálum bæði í innanlands pólitík og á norrænum og evrópskum vettvangi. Dagsetninga þessa námskeiðs er frá 12. – 31. október.  Sjá einnig hér  Rannsóknarblaðamennska í nærumhverfinu.  Skoðuð verður sérstaklega rannsóknarblaðamennska í smærri samfélögum, Grænlandi, Færeyjum og Íslandi. Fengnir verða blaðamenn frá þessum vestnorrænu ríkjum til að fjalla um efnið og námskeiðið endar svo með því að farið verður á heimsþing rannsóknarblaðamanna, Global Investigative Journalism Network, í Lillehammer í Noregi  8.-11. október. Nánari upplýsingar verða veittar á heimasíðu NJC á www.njc.dk  síðar. Þá verður haldið sérstakt málþing fyrir menningarblaðamenn um norrænu skáldsöguna (reifarann) sem hefur yfirskriftina „Hin norræna skáldsaga- spegill samtíðar“.  Þetta málþing fer fram í Gautaborg dagana 22.-27. október og verður í leiðinni heimsótt bókamessan þar í borg sem fram fer á þessum tíma og er sú umfangsmesta á Norðurlöndum.  Sjá einnig hér   
Lesa meira
Orlofshús um páska

Orlofshús um páska

Auglýst er eftir umsóknum um dvöl í orlofshúsum Blaðamannafélags Íslands í Brekkuskógi, á Akureyri og í Stykkishólmi um páska frá miðvikudeginum 1. apríl til þriðjudagsins 7. apríl.  Umsóknarfrestur er til laugardagsins 15. mars og ber að sækja um með því að senda tölvupóst  á orlofshus@press.is
Lesa meira
EFJ og IFJ krefjast aukins jafnréttis kynjanna

EFJ og IFJ krefjast aukins jafnréttis kynjanna

Evrópusamband blaðamanna tók þátt í alþjóðlegum baráttudegi kvenna í gær, 8. mars, með því að vekja sérstaka athygli á hugrekki blaðakvenna víða um Evrópu og lýsa yfir eindreginni samstöðu með baráttu Alþjóðasambands blaðamanna (IFJ) um aukin áhrif kvenna í forustu stéttafélaga og fjölmiðlafyrirtækjum og og stofnunum . Bedir EFJ á að í nýlegri skýrslu Jafnréttisstofu Evrópu hafi komið í ljóa a𠠄til staðar væri viðvarandi ójafnrétti kynjanna í fjölmiðlageiranum, sem hægt væri að ráðast gegn með auknum hlut kvenna í ákvarðanatöku.“   Sjá einnig hér  
Lesa meira
Frumkvöðlastarfsemi í fjölmiðlum verðlaunuð

Frumkvöðlastarfsemi í fjölmiðlum verðlaunuð

 Evrópusamband blaðamanna (EFJ)ásamt fleiri samtökum sem tengjast fjölmiðlun og útgáfu hafa lýst eftir umsóknum um frumkvöðlaverðlaun í fjölmiðlun, verðlaun sem kallast „iMinds Press for More Award“. Þessi verðlaun verða afhent í Brussel á alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsis þann 3. maí næstkomandi og nemur verðlaunafjárupphæðin 10 þúsund evrum. EFJ hefur yfir að ráða rétti til að koma með 10 tilnefningar, en verðlaunin snúast um að heiðra frumkvöðlaverkefni sem nú eru í gangi á sviði fjölmiðlunar. Þessi verkefni þurfa að vera frumleg nýsköpun, sem stuðlar að bættum vinnubrögðum í blaðamennsku og tryggir þannig tjáningarfrelsi sem einkennist af yfirvegun og jafnvægi. Sérstaklega er horft til nýsköpunar í aðferðum og vinnubrögðum við rannsóknarblaðamennsku, uppbyggingu samskiptaneta blaðamanna, eflingu samskipta milli borgara og kynningu nýrra viðskiptahugmynda. Umsóknarfrestur um þessi frumkvöðlaverðlaun er til 18 mars og er sótt um á sérstöku eyðublaði. Eyðublaðið og frekari upplýsingar má nálgast hér.  
Lesa meira
Mynd ársins á Sigtryggur Ari Jóhannsson

Myndir ársins 2014

Mynd árins  að mati dómnefndar Myndar ársins sýningar Blaðaljósmyndarafélags Íslands á Sigtryggur Ari Jóhannsson. Sýning Blaðaljósmyndarfélagsins sem opnuð var um helgina stendur nú yfir í Gerðarsafni í Kópavogi.  Í rökstuðningitómnefndar um mynd ársins, sem raunar var einnig valin fréttamynd ársins segir:    „Þessi mynd getur ekki annað en hreyft við áhorfandanum. Viðfangsefnið ber traust til ljósmyndarans svo úr verður persónuleg túlkun á aðstæðum. Maðurinn er veikbyggður  og viðkvæmur en augnaráð hans er grípandi og sterkt. Tómleikinn í kringum hann sýnir þann fábrotna raunveruleika og mikla óöryggi sem hælisleitendur á Íslandi búa við. Myndin minnir okkur á þær áskoranir sem hælisleitendur mæta í þeim löndum sem þeir leita til og hefur myndefnið því einnig skírskotun til alþjóðlegs vandamáls.“ Sjá allar myndir og frekari umfjöllun  hér  
Lesa meira