Fréttir

Stundin væntanleg í febrúar

Stundin væntanleg í febrúar

Jón Trausti Reynisson fyrrverandi framkvæmdastjóri DV hefur tryggt sér lénið Stundin.is og stofnað útgáfufélag um rekstur nýs fjölmiðils. Þetta gerir hann í samstarfi við fleiri fyrrverandi starfsmenn DV.  Í yfirskrift á kynningu þar sem tilkynt er um stofnun blaðsins og hvatt til að fólk ýmist gerist áskrifendur eða auglýsi og styðji þannig  blaðið fjárhagslega segir orðrétt: "Stundin er nýr fjölmiðill sem er óháður valdablokkum Við tökum öll ákvarðanir byggt á þeim upplýsingum sem við fáum. Þessar ákvarðanir eru undirstaða farsældar samfélagsins og okkar sjálfra. Vald hefur áhrif á þær upplýsingar sem okkur eru veittar. Aðstandendur Stundarinnar eru hópur sem vill stofna nýjan, íslenskan fjölmiðil sem er undir áhrifum af almannavaldi og almannahagsmunum, en ekki afmörkuðu stjórnmála- eða fjármálavaldi. Við viljum biðja þig að taka þátt í því með okkur. Vertu valdið. Stundin opnar vef- og prentútgáfu í febrúar. Hægt verður að skrá sig fyrir kaupum á áskrift og/eða auglýsingum og styðja þannig við stofnun miðilsins á vefnum."  Sjá einnig hér
Lesa meira
Ritstjóraskipti á DV

Ritstjóraskipti á DV

Kol­brún Bergþórs­dótt­ir og Eggert Skúla­son hafa verið ráðin  rit­stjórar DV. Hörður Ægis­son hefur  verið ráðinn viðskipta­rit­stjóri blaðsins. Verða þau Kol­brún, Eggert og Hörður jafn­framt rit­stjór­ar dv.is. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá stjórn­ DV, en tilkynningin er eftirfarandi:.   „Hall­grím­ur Thor­steins­son, sem verið hef­ur rit­stjóri DV und­an­farna mánuði, mun að eig­in ósk leiða stefnu­mót­un á sviði tals­málsút­varps á veg­um Press­unn­ar og hef­ur þegar tekið til starfa. Kol­brún er ein reynd­asta fjöl­miðlakona lands­ins, hef­ur unnið sem blaðamaður og yf­ir­maður menn­ing­ar­mála á Frétta­blaðinu, Blaðinu og nú síðast Morg­un­blaðinu. Þá er hún einn þekkt­asti bók­mennta­gagn­rýn­andi lands­ins. Eggert er margreynd­ur fjöl­miðlamaður, var um ára­bil frétta­stjóri á Tím­an­um, rit­stjóri Veiðimanns­ins og svo fréttamaður á Stöð 2 um ára­bil. Hann hef­ur síðari ár rekið eigið fyr­ir­tæki á sviði al­manna­tengsla. Hörður hef­ur vakið mikla at­hygli á und­an­förn­um árum fyr­ir viðskiptaf­rétt­ir sín­ar fyr­ir Morg­un­blaðið. Til þess að ná fram skipu­lags­breyt­ing­um og hagræða í rekstri var nokkr­um starfs­mönn­um DV sagt upp í dag. Verða enn­frem­ur gerðar breyt­ing­ar á aðkeyptu efni í hagræðing­ar­skyni. Er það í sam­ræmi við mark­mið nýrr­ar stjórn­ar DV að fé­lagið verði rekið með hagnaði árið 2015. Næsti út­gáfu­dag­ur DV er föstu­dag­ur­inn 9. janú­ar næst­kom­andi. Frétta­vef­ur­inn dv.is verður þó áfram rek­inn all­an sól­ar­hring­inn eins og verið hef­ur. Í byrj­un nýs árs verða kynnt­ar marg­vís­leg­ar breyt­ing­ar á DV sem ætlað er að fjölga áskrif­end­um og auka lausa­sölu blaðsins. Jafn­framt verður ráðist í ýms­ar markaðsaðgerðir til að styrkja stöðu blaðsins, en það var stofnað sem dag­blaðið Vís­ir árið 1910. Útgef­andi DV er Björn Ingi Hrafns­son og Steinn Kári Ragn­ars­son er fram­kvæmda­stjóri.“
Lesa meira
Jólin 2014

Jólin 2014

   
Lesa meira
Blaðamannastyrkir Norðurlandaráðs - umsóknarfrestur til 12. janúar
Tilkynning

Blaðamannastyrkir Norðurlandaráðs - umsóknarfrestur til 12. janúar

Blaðamannastyrkir Norðurlandaráðs árið 2015 eru nú lausir til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út á hádegi 12. janúar nk. Markmiðið með árlegum blaðamannastyrkjum Norðurlandaráðs er að auka áhuga blaðamanna og veita þeim tækifæri til að fjalla um aðstæður annars staðar á Norðurlöndum og greina frá norrænu samstarfi. Í sjóðnum eru samtals 450.000 danskar krónur til úthlutunar, þ.e.a.s 90.000 danskar krónur í hverju landi (u.þ.b. 1.874.000 ISK).  Sjá nánar hér    
Lesa meira
EFJ fagnar skýrslu Evrópuráðs um Ungverjaland

EFJ fagnar skýrslu Evrópuráðs um Ungverjaland

Evrópusamband blaðamanna hefur fagnat útkomu skýrslu mannréttindastjóra Evrópuráðsins, Nils Muižnieks, um ástandið í fjölmiðlamálum í Ungverjalandi. Í skýrslunni eru fjölmiðlalögin í landinu gagnrýnd harðlega og kallað er eftir breytingum á þeim.  Judit Acsay, sem er varaformaður Blaðamannafélags í Ungverjalandi (MÚOSZ)  sem er aðili að EFJ, segir skýrsluna  draga up rétta mynd af stöðunni og vonar að tilkoma henna auki þrýsting á stjórnvöld um að gera breytingar á löggjöfinni.   Sjá skýrsluna hér Sjá myndskeið og frétt hér  
Lesa meira
Siðaviðmið fjölmiðla
Tilkynning

Siðaviðmið fjölmiðla

 Siðaviðmið íslenskra fjölmiðla er yfirskrift námskeið sem boðið verður upp á hjá Endurmenntunarstofnun Háskóal Íslands. Það er Friðirk Þór Friðriksson, sem kennir námskeiðið sem  hefst þann 2. febrúar á næsta ári. Á þessu námskeiði er siða- og innanhússreglum íslenskra fjölmiðla lýst og fjallað um úrskurði Siðanefndar Blaðamannafélags Íslands í leit að mikilvægum fordæmum. Hvaða viðmið gilda um nafn- og myndbirtingar, tillitsemi, vandvirkni, hagsmunaárekstra, óhefðbundin vinnubrögð og fleira? Hafa siðareglur BÍ þýðingu fyrir blaða- og fréttamenn og eru þær óumdeildar? Er mark tekið á úrskurðum siðanefndarinnar? Sjá  einnig hér
Lesa meira
Nám fyrir starfandi blaðamenn í Berlín

Nám fyrir starfandi blaðamenn í Berlín

Frjálsi háskólinn í Berlín hefur nú auglýst eftir umsóknum um námsdvöl í Berlín fyrir reynda blaðamenn í Evrópu eða í Bandaríkjum. Um er að ræða styrk til dvalar við Frjálsa háskólann eða Freie Universität. Blaðamenn geta fengið tækifæri til tveggja anna dvalar við Freie Universitaet á meðan þeir eru í leyfi frá stöðum sínum í heimalandinu. Prógrammið hefst í október 2015og stendur fram í júlí 2016. Einu skilyrðin sem uppfylla þarf er að viðkomandi sé starfandi blaðamaður og að hann hyggist vinna að fræðilegu verkefni á sviði blaðamennsku. Fjárhagslegi styrkurinn nemur um 1.500 evrum á mánuði en getur þó verið meiri eða minni eftir því hvers konar styrk er um að ræða. Umsóknarfrestur er til 28. febrúar næstkomandi. Sjá frekari upplýsingar hér  
Lesa meira
Hér má sjá samanburð á afstöðu frambjóðenda í Alþingiskosningunum 2013 og sveitarstjórnarkosningunum…

Lítil tiltrú stjórnmálamanna á fagmennsku blaðamanna

Á samfélagsmiðlum hefur undanfarna daga verið nokkur umræða um fjandsamlega afstöðu stjórnmálamanna til fjölmiðla og uppástungur komið fram um að tekið verði saman hverjir og með hvaða hætti íslenskir stjórnmálamenn hafi hótað eða gagnrýnt fjölmiðla og einstaka fjölmiðamenn. Oftast má rekja viðbrögð stjórnmálamana til þess að þeir telji  viðkomandi fjölmiðla eða fjölmiðlamenn ekki segja frá af hlutlægni. Raunar er það athyglisvert einkenni á íslensku fjölmiðlaumhverfi hve litla tiltrú stjórnmálamenn hafa á faglegum vinnubrögðum fréttamanna á landsdekkandi miðlum. Óháð því hvort eða að hve miklu leyti menn vilja taka mark á þessum skoðunum stjórnmálamanna á fjölmiðlum, þá er þetta vantraust á fagmennsku mikilvægt einkenni á fjölmiðlaumhverfinu og kemur til viðbótar því  litla trausti sem mælist hjá almenningi á fjölmiðlum t.d. í könnunum MMR.  Í nýlegri grein Birgis Guðmundson um stjórnmál og fjölmiðla sem birtist á Þjóðarspegli, Félagsvísindastofnunar H.Í.  kemur fram að tiltrú sveitarstjórnarmanna á fjölmiðlum virðist talsvert meiri en tiltrú stjórnmálamanna sem voru í framboði í síðustu Alþingiskosningum, þótt tiltrúin hjá hvorugum hópnum sé mikil.  Í þessari grein má sjá mælingar og samanburð á skoðunum stjórnmálamanna (frambjóðenda) í sveitarstjórnarkosningunum sl. vor og Alþingiskosningunum 2013 til fjölmiðla, hversu hlutlausir/hlutdrægir þeir eru og hvort frambjóðendur telji þá hallast til hægri eða vinstri. Sjá grein hér  
Lesa meira
Blaðamaðurinn á pdf

Blaðamaðurinn á pdf

Blaðamaðurinn, rit B.Í.  sem kom út fyrir nokkrum dögum á nú að vera kominn heim til félagsmanna. Blaðið er einnig birt á pdf formi hér á netinu  og má nálgast það hér og svo auðvitað með því að fara inn á hlekkinn "Blaðamaðurinn" hér að neðan.  Rétt er að benda á að þar sem fjallað er um söguna og eldri félaga úr BÍ er vísað í blaðamannaminni hér á síðunni, og með því að afrita tenglana sem birtast í pdf útgáfunni geta menn farið beint inn á síðu með upplýsingum um viðkomandi blaðamann.
Lesa meira
Féllust á dómsátt

Féllust á dómsátt

 Dóms­sátt hef­ur tek­ist milli tveggja blaðamanna og rit­stjóra DV annars vegar og fyrrum aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttir, Þóreyj­ar Vil­hjálms­dótt­ur vegna meiðyrðastefnu Þóreyjar á hendur blaðinu.  Samið var um kr. 330.000 krón­ur í sátta­skyni sem Þórey mun láta renna til Stíga­móta.  Í yfirlýsingu frá Þóreyju kmeur fram að hún vísar á bug að stefnan hafi verið eitthvað frábrugðin hefðbundnum stefnum af þessu tagi og að rangt sé að hún hafi sérstaklega haft hug á að fá blaðamennina dæmda í fangelsi.  Þá ekmur fram í yfirlýsingu frá blðamönnunum, þeim Jó­hani Páll Jó­hanns­syni og Jóni Bjarka Magnús­syni, að þeir hefðu kosið að fara dómstólaleiðina en eigendur blaðsins hafi viljað sátt sem þeir hafi fallist á.   Hér má sjá yfirlýsingu Jóns Bjarka og Jóhanns Páls  
Lesa meira