Fréttir

Alþjóðasamband Blaðamanna gegn hatursáróðri í fjölmiðlum

Alþjóðasamband Blaðamanna gegn hatursáróðri í fjölmiðlum

Á ráðstefnu um „Vopnuð átök, fjölmiðla og hatursáróður“   sem Alþjóðasamband blaðamanna stóð fyrir í Brussel nú fyrir helgina var samþykkt áskorun eða yfirlýsing til blaðamanna og blaðamannafélaga vítt um heim um átak gegn hatursáróðri.  Í yfirlýsingunni er sérstaklega talað um 7 atriði eða áherslupunkta en þeir eru þessir: 1. Að standa alltaf vörð um og tala fyrir siðfræði ábyrgrar blaðamennsku2. Að skuldbinda sig til að gera að grundvallarreglu að berjast gegn hvers konar hvatningu í fjölmiðlum til haturs eða ofbeldis  þegar slíkt kemur upp. Jafnframt að samstarfsmenn og félagsmenn blaðamannafélaga séu meðvitaðir um þær siðareglur sem í gildi eru og hvernig hægt sé að beita þeim þegar leysa úr siðferðilegum álitamálum.3. Að hvetja til aukinna gæðakrafna í blaðamennsku með menntun og þjálfun og draga fram mikilvægi og mátt orðsins.4. Vinna enn frekar að því að skapa blaðamönnum vinnuskilyrði sem tryggja sjálfstæði þeirra og gera þeim kleift að sinna fagi sínu.5. Hvetja fjölmiðla til að vera á varðbergi gegn áróðursöflun sem hverja til eða réttlæta kynþáttafordóma og jafnvel stríð.6. Stuðla að og hvetja til fjölbreytni í fjölmiðlum og samstöðu meðal blaðamanna og samtaka þeirra um að standa gegn því að fjölmiðlar séu notaðir til að æsa til haturs eða ofbeldis.7. Vinna að því að netmiðlar séu ekki misnotaðir í þágu hatursáróðurs eða ofbeldis.  Sjá einnig hér  
Lesa meira
Thomas Spence, formaður Blaðamannafélags Noregs

Hafna tillögu um þak á blaðastyrki til einstakra útgáfufyrirtækja

"Við búum því miður við ríkisstjórn sem vinnur gegn frjálsum fjölmiðlum en ekki með okkur. Nú þegar við stöndum frammi fyrir grimmilegum samdráttaraðgerum á ritstjórnum landsins telur menningarmálaráðherra því miður ástæðu til að bæta enn á vonleysi og svartsýni í greininni,“ segir formaður norska Blaðamannafélagsins Thomas Spence. Tilefnið er að Torhild Widvei, menningarmálaráðherra, hefur lagt fram tillögu á Stórþinginu um að setja þak á þá blaðastyrki sem hvert fjölmiðlafyrirtæki getur fengið. Þetta þak hefur verið sett við 40 milljónir norskra króna á ári (um 800 milljónir ísl.kr) og mun þetta að öllum líkindum hafa mjög afdrifaríkar afleiðngar fyrir útgáfu blaðanna Vårt land og Dagsavisen. Thomas Spence segir ríkisstjórn Noregs hafa sýnt fjandsamlega afstöðu til frjálsrar fjölmiðlunar og það sjónarmið ekki njóta skilnings að blaðamennska væri lýðræðismál en ekki endilega eingöngnu spurning um rekstur. Sjá nánar hér  
Lesa meira
EFJ hvetur til virðingar fyrir rétti blaðamanna í Úkraínu

EFJ hvetur til virðingar fyrir rétti blaðamanna í Úkraínu

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hafa áréttað áskorun sína til allra deiluaðila í Úkraínu um að virða réttindi og fresli blaðamanna sem starfa þar í landi til að vinna vinnuna sína og fylgjast með og segja frá atburðum.  Tilefni þessara yfirlýsinga eru fréttir um að rússneskum blaðamönnun hafi verið synjað um heimild til að fara inn í Úkraínu og að á sama tíma hafi innlendir og alþjóðlegir blaðamenn aðrir  lent í áreiti, ofbeldi  af hálfu stjórnvalda og verið handteknir og búnaður þeirra gerður upptækur.  Hljóðver og útsendingarbúnaður hefur einnig orðið fyrir árásum og  útvarpsmerki verið  bjöguð eða stöðvuð. Sjá meira hér
Lesa meira
Innanhússmaður ráðinn á RÚV

Innanhússmaður ráðinn á RÚV

Samkvæmt frétt í Kjarnanum er búið að skera umsækjendahópinn um fréttastjórastarf á RÚV niður í þrjá og eru allir þrír umsækjendurnir sem eftir eru innanhússfólk. Þeir sem Kjarninn segir vera eftir eru: Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Rakel Þorbergsdóttir og Ingólfur Bjarni Sigfússon. Sjá frétt Kjarnans hér 
Lesa meira
Sterk fjárhagsstaða BÍ

Sterk fjárhagsstaða BÍ

Rekstur og efnahagur BÍ stendur styrkum fótum og var afkoma félagsins góð á síðasta ári. Þetta var meðal þess sem kom fram í skýrslu stjórnar sem Hjálmar Jónsson flutti á aðalfundi félagsins í gær.  Hjálmar gerði einnig grein fyrir hugmyndum stjórnar um að kaupa viðbótarhlut í húsnæðinu við Síðumúla þannig að öll 3. hæðin myndi tilheyra BÍ. Félagið hefur fjárhagslega burði til að gera þetta að sögn Hjálmars og með vexti félagsins á umliðnum árum hefur skapast félagsleg þörf fyrir meira húsrými. Hjálmar ræddi einnig kjarasamninga og upplýsti að samninganefnd BÍ hafi samþykkt að framlengja nýgerðan kjarasamning um 2 mánuði gegn því að orlofsuppbót hækkaði um 10 þúsund kr. og desemberuppbót um 20 þúsund kr. Þetta tilboð er tilkomið vegna þeirra félaga á almennum vinnumarkaði sem felldu kjarasamninga í fyrstu umferð, en gerðu síðan samninga sem fólu þetta í sér.  Er þetta í samræmi við það sem önnu stéttafélög hafa gert. Tiltölulega litlar breytingar urðu á skipan í stjórnir og trúnaðarstörf hjá félaginu og var Hjálmar Jónsson endurkjörinn formaður. Helstu breytingar eru þessar: Í aðalstjórn kemur inn Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, en Sigurður Már Jónsson fór út úr stjórninni á síðasta ári sem kunnugt er.  Þá gaf Erla Hlynsdóttir ekki kost á sér í aðalstjórnina og í hennar stað kemur Höskuldur Kári Schram.  Í varastjórn koma inn Ingveldur Geirsdóttir og Trausti Hafliðason. Í samningaráð kemur innn Aðalsteinn Kjartansson í stað Kolbeins Óttarssonar Proppé.  Í styrktarsjóði hefur Fríða Björnsdóttir verið í varastjórn en hún gaf ekki kost á sér og í hennar stað kemur Baldur Guðmundsson. Loks varð breyting á verðlaunanefnd Blaðamannaverðlauna, en þar gaf Jóhannes Tómasson ekki kost á sér til áframhaldandi setu en í hans stað kemur  Kári Jónasson.
Lesa meira
Hjálmar einn í kjöri

Hjálmar einn í kjöri

Aðeins ein tilkynning barst skrifstofu BÍ um framboð til formanns í ár. Það var tilkynning frá Hjálmari Jónssyni sitjandi formanni og verður hann því einn í kjöri. Samkvæmt lögum félagsins er formaður BÍ kosinn til eins árs í senn á aðalfundi og þarf tilkynning um framboð að hafa borist skrifstofunni viku fyrir aðalfund.  Aðalfundur félagsins verður haldinn nú á fimmtudagskvöld, 10. apríl,  kl. 20:00 í húsakynnum félagsins að Síðumúla 23. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og eru félagar BÍ hvattir til að fjölmenna.  
Lesa meira
Stefnuskja EFJ vegna Evrópuþingskosninga

Stefnuskja EFJ vegna Evrópuþingskosninga

  Kosningar til Evrópuþingsins eru framundan þann 22. maí. Af því tilefni hefur  Evrópusamband blaðamanna (EFJ) sent frá sér stefnuskrá  sem það hvetur alla frambjóðendur til að kynna sér og taka upp í baráttu sinni. Stefnuskráin miðar að því að endurvekja og endurnýja í Evrópu frjálsa fjölmiðlun sem byggir á fjölbreytni og fjölræði.  Tíu grundvallaratriði eru sérstaklega nefnd en jafnframt hefur EFJ útbúið sérstakt stefnuskjal þar sem þessi atriði eru útfærð nánar.  Áherslu atriðin 10 eru eftirfarandi:  Lýðræði þarf á sjálfstæðri blaðamennsku að halda Evrópa þarf á fjölræði í fjölmiðlum að halda Tryggja þarf funna og samningafrelsi fyrir alla Höfundaréttur – sanngjarna samninga fyrir alla Starfsskilyrði hafa áhrfi á gæði blaðamennskunnar Blaðamennska eru almannagæði Rannsóknarblaðamennska kallar á frjálsan aðgang að uplýsingum Það þarf að fjárfesta í framtíð blaðamennsku Öryggi á vinnustað  Byggja þarf upp traust í gegnum ábyrgð og siðlega blaðamennsku Sjá stefnuskjalið í heild hér   
Lesa meira
Umsóknarfrestur um orlofshús BÍ

Umsóknarfrestur um orlofshús BÍ

Hér með er minnt á að umsóknarfrestur um sumarhús BÍ  fyrir sumarið er til föstudagsins 11. apríl.  Sækja skal um á orlofsvef félagsins hér neðar á síðunni undir hnappnum  "sumar 2014",  eða senda póst á netfangið orlofshús@press.is.  Vikugjald fyrir fullgilda félaga í BÍ verður 15.000 kr. í Litlu Brekku og 20.000 kr í Stóru-Brekku og á Akureyri og 28.000 kr. fyrir Stykkishólm. Gjaldið greiðist við staðfestingu úthlutunar.
Lesa meira
Átak fyrir blaðamennsku

Átak fyrir blaðamennsku

Norska Blaðamannafélagið og fleiri samtök og áhugamannahópar um fjölmiðlum taka þátt í miklu átaki sem nú er í gangi í Noregi og gengur undir nafninu „Átak fyrir blaðamennsku“ (Kampanjen for journalistikken).  Þessu átaki var hrint af stað að frumkvæði fjölmiðlafélaganna NRK (Ríkisútvarpið) og TV2, en megin tilgangur þess er að vekja athygli á mikilvægti stöðu og mikilvægi ritstýrðra fjölmiðla. Sérstaklega er áhersla lögð á að draga fram mikilvægi: -  óháðra , ritstýrðra miðla og  siðlega, gagnrýna og frjálsa blaðamennsku- þýðingu ritstýrðra fjölmiðla fyrir  tjáningarfrelsi, þátttöku og virkni í lýðræðislegu samfélagi. Markhópur þessa átaks er ungt fólk á aldrinum 15-19 ára, framhaldsskólanemar og nemar í 10 bekk grunnskóla.  Átakið er á landsvísu í Noregi og fjöldi fyrirtækja og fagfélaga tekur þátt, þar á meðal Blaðamannafélag Noregs (NJ) og flestar svæðisbundnar deildir innan þess.  Það sem blaðamenn eru sérstaklega hvattir til að gera er annars vegar að taka þátt í og skipuleggja sérstök Opin hús um blaðamennsku þar sem ungmennum eru kynnt ýmsis mál sem tengjast blaðamennsku og hins vegar að taka þátt í opnum málfundum þar sem blaðamennska kemur við sögu. Átakið mun nú í apríl  fara með kerfisbundnum hætti inn í skólana og nýta sér að þann 29. apríl er „Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis“ og á þann 3. maí er í Noregi haldinn svokallaður „Pressefrihetens dag“ eða  Prentfrelsisdagur. Sjá einnig hér
Lesa meira
IFJ með nýja heimasíðu

IFJ með nýja heimasíðu

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) tók í gær í notkun nýja vefsíðu sem samtökin segja að muni efla tengsl þeirra við félagsmenn  og starf þeirra almennt. Forseti Alþjóðasambandsins Jim Boumelha skrifaði opnunarávarp á síðuna og segir þar m.a.: “Þessi nýja síða byggir ekki bara á nýjustu tækni og lítur betur út en sú gamla – það gera flestar nýjar vefsíður - en hún útskýrir líka betur hvað það er sem við erum hvað við gerum og gefur  félagsmönnum sjálfum og starfsemi þeirra aukið vægi.” Sjá síðuna hér
Lesa meira