Fréttir

Blaðamaður á leiðinni til félagsmanna

Blaðamaður á leiðinni til félagsmanna

Nýr Blaðamaður er nú á leiðinni til félagsmanna í pósti. Þar er m.a. fjallað um unga blaðamenn og viðhorf þeirra sem eru í námi í blaða-og fréttamennsku eða fjölmilafræði til starfsins. Þá er áhugaverð grein um Bernadettu Devlin og það, þegar hún kom ekki á Pressuball BÍ.  Þá eru í blaðinu hefðbundnara efni sem og auglýsingar um orlofshús, endurmenntunarsjóð og aðalfund BÍ sem haldinn verður 10 apríl. Sjá rafrænt eintak hér
Lesa meira
DN ætlar að taka gjald inn á vefinn

DN ætlar að taka gjald inn á vefinn

Dagens Næringsliv,  öflugasta viðskiptablað Noregs, hyggst nú um helgina hefja gjaldtöku fyrir aðgang að vef blaðsins. Gjaldtakan hefur verið lengi í undirbúningi stjórnendur telja sig nú loks tilbúna í slaginn.  Aðalritstjóri blaðsins, Armund Djuve segir að gjaldtöku aðferðin sem blaðið hyggist nota sé þannig að áfram verði til ákveðinn hluti af fréttum og umfjöllun ókeypis á vefsetrinu en  gert sé ráð fyrir að notendur muni fljótlega sjá að það sem fæst frítt sé aðeins lítill hluti þess fjölbreytta efnis sem hægt sé að nálgast það.  Hann gerir ráð fyrir að ókeypis hluti netsins verði með frambærilegt efni sem geti þá keppt við aðrar viðskiptasíður á netinu um fréttir og annað, en lesendur muni hins vegar átta sig á að þeir fari á mis við mikið af öflugu og góðu ritstjórnarefni með því að vera ekki í áskrift að öllum pakkanum. Sjá nánar hér    
Lesa meira
Framkvæmdastjórn RÚV sagt upp

Framkvæmdastjórn RÚV sagt upp

Umtalsverðar breytingr munu verða á starfsemi RÚV á næstunni en nýr útvarsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, tilkynnti um breytingarnar á fundi með starfsmönnum í morgun.  Auk ýmissa skipulagsbreytinga verður framkvæmdastjórum sagt upp störum.  Rekstrarstaða stofnunarinnar er mun verri en áætlanir gerðu ráð fyrir og var tilkynningu um það send til Kauphallarinnar í gær. Hér má sjá frétt um breytingarHér er tilkynning til Kauphallar
Lesa meira
Orlofshús BÍ um páska

Orlofshús BÍ um páska

Athygli félagsmanna er vakin á því að umsóknarfrestur til þess að sækja um leigu í orlofshúsum BÍ í Stykkishólmi, Brekkuskógi og á Akureyri  um páska 2014 er til fimmtudagsins 20. mars næstkomandi.  Umsóknir sendist á netfangið orlofshus@press.is   Leigutími er frá miðvikudeginum 16. apríl til þriðjudagsins 22. apríl.  Leiguverð er það sama og að sumri, 15 þús. fyrir Litlu-Brekku, 20 þús. fyrir Stóru-Brekku og  28 þús. fyrir Stykkishólm, en þar eru þrif innifalin.
Lesa meira
Dómur gegn DV gerir hutakið

Dómur gegn DV gerir hutakið "opinber persóna" að lykilatriði

Héraðsdómur Reykjavíkur gerir  spurninguna um hver sé „opinber persóna“ að mikilvægu atriði í dómi sem féll í gær.  „Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað DV í meiðyrðamáli Stefáns Einars Stefánssonar fyrrum formanns VR. Stefán Einar stefndi DV fyrir 15 ummæli sem birtust í blaðinu vegna ráðningar Söru Lindar Guðbergsdóttur, sem þá var laganemi, í yfirmannsstarf hjá VR,“ segir í frétt DV um þessi málaferli. Blaðið bendir enn fremur á að Sara Lind hafi stefnt blaðinu vegna sömu ummæla og fengið tvö af ummælunum 15 dæmd ómerk þar sem hún er ekki „opinber persóna“. Ummælin sem hér um ræðir eru:  „Ólga vegna ástkonu“ og „Laganemi gerður að yfirmanni“. Sjá frétt DV hér Sjá dóm Héraðsdóms hér          
Lesa meira
Norðurlönd í stafrænni Evrópu

Norðurlönd í stafrænni Evrópu

Umsóknarfrestur fyrir 3ja vikna námskeið í Blaðamannaskólanum í Árósum (NJC) sem haldið verður í haust er til 4. maí næstkomandi. Félagar í BÍ geta sótt um vist og fengið stuðning til fararinnar frá Endurmenntunarsjóði BÍ.  Um er að ræða 3ja vikna námskeið frá 13. - 31. október 2014. Námskeiðið  ber yfirskriftina „Norðurlöndin í stafrænni Evrópu“  og þar verður tekist  á við þær miklu breytingar sem eru að eiga sér stað í fjölmiðlum og ferðast verður frá Árósum  til Strassborgar og þaðan til Stokkhólms. Sjá nánar hér  
Lesa meira
Tilkynning

Aðalfundur 2014

Aðalfundur Blaðmannaféalgsins verður haldinn 10. apríl 2014 að Síðumúla 23 kl 20:00   Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörfSkýrslur frá starfsnefndumKosningar*Önnur mál *Framboð til formannsBÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en viku fyrir boðaðan aðalfund.   BÍ félagar eru hvattir til að mæta    
Lesa meira
Fjármögnun BBC til skoðunar

Fjármögnun BBC til skoðunar

Samkvæmt fréttum í Bretlandi koma fram tillögur í skýrslu nefndar um fjármögnun BBC, breska ríkisútvarpsins,  þess efnis að  stofnunin afli sér í auknum mæli sértekna með markaðslegum aðferðum. Stjórnendur BBC hafa hins vegar neitað fréttum Sunday Times um helgina að einn af þeim kostum sem til skoðunar sé væri að taka upp áskriftargjöld í staðinn fyrir núverandi afnotagjald.  Nú stendur yfir endurskoðun á fjármögnun BBC en núverandi samningur stofnunarinnar við ríkið rennur út 2017. Hjá BBC starfa nú um 8000 blaðamenn og er stofnunin, sem hafði um 3,7 milljarða punda í tekjur af afnotagjöldum í fyrra,  langsamlega  stærsti vinnuveitandi fjölmiðlafólks í Bretlandi.   Sjá einnig hér  
Lesa meira
Frá mótmælum í Úkraínu

Minna á siðareglur í umfjöllun um Úkraínu

 Bæði Alþjóðasamband- og Evrópusamband blaðamanna hafa tekið undir áskorun Rússneska Blaðamannasambandsins, RUJ, þar sem  skorað er á blaðamenn sem eru að fjalla um málefni Úkraínu að  gæta að þeim kröfum sem settar eru fram í siðareglum blaðamanna.  Rússneska blaðamannasambandið (RUJ)  hefur áhyggjur af því að hatursáróður af ýmsu tagi hafi ratað inn í umfjöllun hjá ýmsum rússneskum fjölmiðlum og í fjölmiðlum víða um heim sem fjallað hafa um Úkraínu.  Samkvæmt RUJ eru sumir fjölmiðlar ekki að gæta að grunnskyldum sínum við almenning heldur elta uppi áróður sem í raun stangast á við siðareglur. Af þessum ástæðum hefur sambandið nú óskað eftir því við blaðamenn um allan heim að þeir virði siðareglur og „skrifi og segi sannleikann“ og segja í ákalli sínu:  „Við skorum á kollega okkar í Rússlandi og um heim allan að muna eftir grundvallarskyldum sínum – að skrifa og segja sannleikann, að vera óháðir ytri þrýstingi  og persónulegum skoðunum þegar þeir leita uppi upplýsingar og segja frá þeim og að leitast við að vinna ekki skaða með vinnu sinni og orðum“.   Sjá meira hér  
Lesa meira
IFJ hvetur blaðamenn til að gæta að öryggi sínu í Úkraínu

IFJ hvetur blaðamenn til að gæta að öryggi sínu í Úkraínu

Í kjölfar frétta af aukinni spennu í milli Úkraínumanna og Rússa hafa Alþjóðasamband blaðamanna og Evrópusamband blaðamanna sent út aðvörun til blaðamanna sem eru við störf í Úkraínu um að sýna alveg sérstaka aðgæslu.  Meira en 160 blaðamenn hafa meiðst frá því átökin í landinu hófust  í nóvember síðast liðnum og einn blaðamaður,  Vyacheslaqv Vereymi, lét lífið eftir miskunnarlausar barsmiðar í síðasta mánuði.  „ Í ljósi grimmilegra árása á blaðamenn í Úkraínu á síðustu mánuðum og vaxandi spennu í landinu hvetjum við blaðamenn sem eru þar við störf að sýna aðæslu og hyggja ætíð að öryggi sínu. Engin frétt er svo mikilvæg að hún kalli á dauða fréttamannsins,“ segir formaður IFJ Jim Boumelha.  Sjá leiðbeiningar IFJ/EFJ hér
Lesa meira