Fréttir

Umsóknarfrestur framlengdur

Umsóknarfrestur framlengdur

Umsóknarfrestur um fréttamannastyrki Norðurlandaráðs 2014 hefur verið framlengdur til 31. janúar.  Norðurlandaráð veitir fréttamönnum á Norðurlöndum styrki árlega og árið 2014 kemur í Íslands hlut fjárhæð að jafnvirði 90.000 danskar krónur.  Styrkirnir veita fréttamönnum tækifæri til að auka þekkingu sína á norrænum málefnum og norrænu samstarfi.  Styrkirnir eru veittir einum eða fleiri fréttamönnum dagblaða, tímarita, útvarps- eða sjónvarpsstöðva eða sjálfstætt starfandi blaðamönnum. Við úthlutun fréttamannastyrkja árið 2014 verður horft til verkefna sem tengjast áherslum í formennskuáætlun Svía í Norðurlandaráði á árinu, en einnig er hægt að sækja um vegna verkefna um önnur efni. Áherslur í formennskuáætlun Svía eru: ·  Norðurlönd í Evrópu - Evrópa á Norðurlöndum ·  Norræni vinnumarkaðinn ·  Sjálfbær nýting náttúruauðlinda ·  Friður milli Norðurlanda i 200 ár Þess má geta að vorþingfundur Norðurlandaráðs verður á Akureyri 7.-8. apríl nk. þar sem sérstök áhersla verður á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Fréttamannastyrkjunum er úthlutað til einstaklinga á grundvelli greinargerðar í umsókn. Í umsóknum skal tilgreina hvernig umsækjandi hyggst nota styrk. Einnig skal gera grein fyrir verkáætlun og kostnaðaráætlun. Þá skal tekið fram hvort umsækjandi hafi áður hlotið fréttamannastyrk Norðurlandaráðs. Styrkir eru veittir til eins árs. Styrkþegar skulu senda Íslandsdeild Norðurlandaráðs stutta greinargerð um hvernig styrknum var varið og hvaða efni var unnið í framhaldi af styrkveitingunni. Norðurlandaráð áskilur sér rétt til að nota greinargerðina í sínu starfi. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má nálgast  hér Umsóknarfrestur rennur út kl. 24 miðvikudaginn 15. janúar 2014. Vinsamlegast skilið umsóknum rafrænt til nr@althingi.is Frekari upplýsingar má nálgast hjá  larusv@althingi.is  
Lesa meira
Gagnrýna áform um ríkisútvarp í Grikklandi

Gagnrýna áform um ríkisútvarp í Grikklandi

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) ásamt Evrópusambandi blaðamanna(EFJ) hafa gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fyrirhuguð stofnun nýs ríkisútvarps í Grikklandi er gangnrýnd. Þessi áform eru sögð alls ófullnægjandi og fullyrt að fjölmargir blaðamenn muni missa vinnuna og að fjölmiðillinn muni aldrei ná máli og miðast við Aþenu og næsta nágrenni en ekki verða sannur landsmiðill. Grísk stjórnvöld hafa boðað stofnun nýs ríkisútvarps, NERIT, í mars næstkomandi og að þar muni aðeins starfa 132 starfsmenn. Alþjóðlegu blaðamannasamtökin segja að greinilegt sé að lágmarks útgerð af þessu tagi muni aldrei ná að þjóna því aðhalds og gæðahlutverki sem ríkisútvarp þarf að gera til að viðhalda fjölbreytini á markaði og auk þess sé ástæða til að efast um möguleika slíkrar stofnunar itl að vera sjálfstæð. Sjá meira hér
Lesa meira
Tilnefningafrestur rennur út á föstudag

Tilnefningafrestur rennur út á föstudag

Rétt er að minna á að frestur til að skila inn tilnefningum til Blaðamannaverðlauna fyrir árið 2013 rennur út nú fyrir helgina, en fresturinn er til kl 12:00 föstudaginn 17. janúar 2014. Tilnefningar ásamt fylgigögnum skulu annað hvort berast til skrifstofu Blaðamannafélagsins, Síðumúla 23, Reykjavík eða vera skilað rafrænt á sérstöku tilnefningarformi sem finna má með því að smella á hnappinn "Tilnefnið hér" , sem er hér til hliðar. Eins og á síðasta ári verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir: • Besta umfjöllun ársins 2013• Viðtal ársins 2013• Rannsóknarblaðamennska ársins 2013• Blaðamannaverðlaun ársins 2013 Tilnefningar dómnefndar verða síðan gerðar kunnar í laugardaginn 8. febrúar og viku síðar, þann 15. febrúar verða verðlaunin sjálf afhent.
Lesa meira
Ásókn í útvarpsstjórastöðu

Ásókn í útvarpsstjórastöðu

Alls sóttu 39 manns um stöðu útvarpsstjóra. Á næstu dögum verður unnið úr umsóknum og segir í yfirlýsingu frá stjórn RÚV að vonast sé til að ráða í stöðuna fyrir mánaðarmót. Eftirtaldir sóttu um: 1 Árni Thoroddsen 2 Benedikt Sigurðarson ,framkvæmdastjóri 3 Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri 4 Björn Þorláksson, ritstjóri og rithöfundur 5 Böðvar Ingi Aðalsteinsson, atvinnubílstjóri 6 Dana Rún Hákonardóttir, verkefnastjóri 7 Davíð Elvar Marinósson, ráðgjafi 8 Edda Björgvinsdóttir, leikari 9 Ester Sveinbjarnardóttir, verkefnastjóri 10 Filipe Carvalho, sölumaður 11 Fjölnir Már Baldursson, kvikmyndagerðamaður 12 Gauti Sigþórsson, lektor 13 Guðjón Pedersen, leikstjóri 14 Guðjón E. Hreinberg 15 Guðmundur Þór Sigurðsson 16 Gunnar Konráðsson, húsasmíðameistari 17 Hallur Guðmundsson, bókavörður 18 Helgi Þorsteinsson ,framkvæmdastjóri 19 Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndaleikstjóri og rithöfundur 20 Hrannar Már Gunnarsson, BA lögfræði 21 Íris Alma Vilbergsdóttir, almannatengill 22 Jón Ólafsson, aðstoðarrektor 23 Ketill Gauti Árnason, nemi 24 Kolbrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri 25Laufey Guðjónsdóttir, forstöðumaður 26 Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri 27 Magnús Sigurðsson, almannatengill í ferðaþjónustu 28 Maríanna Friðjónsdóttir, framkvæmdastjóri 29 Magnús Víðisson, sölumaður 30 Michael Jón Clarke, tónlistarmaður 31 Ólafur Páll Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður 32 Ólína Þorvarðardóttir, doktor í ísl. bókmenntum og þjóðfræði 33 Salvör Nordal , forstöðumaður 34 Sigurður Ásgeir Árnason, viðburðarstjóri 35 Stefán Jón Hafstein, sviðsstjóri 36 Sveinn Ívar Sigríksson Viðskiptafræðingur 37 Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur 38 Víðir Benediktsson, blikksmiður og skipstjóri 39 Þorgils Björgvinsson, tónlistarmaður
Lesa meira
Sænskir blaðamenn látnir lausir í Sýrlandi

Sænskir blaðamenn látnir lausir í Sýrlandi

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur opinberlega hrósað Blaðamannafélagsi Svíþjóðar, Svenska Journalistförbundet, fyrir þrotlausa og árangursríka vinnu við að fá tvo sænska fjölmiðlamenn látna lausa úr haldi í Sýrlandi. Blaðamennirnir Magnus Falkehed, sem vinnur fyrir Dagens Nyheter út frá París og   free lance ljósmyndarinn Niclas Hammarström hafa á undanförnum dögum hvor í sínu lagi verið látnir lausir úr haldi óþekktra hópa uppreisnarmanna. Þeir höfðu verið teknir til fanga í nóvember síðast liðnum.  Sjá einnig hér
Lesa meira
Styrkur til náms í Berlín
Tilkynning

Styrkur til náms í Berlín

Frjálsi háskólinn í Berlín hefur nú auglýst eftir umsóknum um námsdvöl í Berlín fyrir reynda blaðamenn í Evrópu eða í Bandaríkjum. Um er að ræða styrk til dvalar við Frjálsa háskólann eða Freie Universität. Blaðamenn geta fengið tækifæri til tveggja anna dvalar við Freie Universitaet á meðan þeir eru í leyfi frá stöðum sínum í heimalandinu. Prógrammið hefst í október 2014 og stendur fram í júlí 2015. Einu skilyrðin sem uppfylla þarf er að viðkomandi sé starfandi blaðamaður og að hann hyggist vinna að fræðilegu verkefni á sviði blaðamennsku. Fjárhagslegi styrkurinn nemur um 1.500 evrum á mánuði en getur þó verið meiri eða minni eftir því hvers konar styrk er um að ræða. Umsóknarfrestur er til 28. Febrúar næstkomandi. Hér má sjá frekari upplýsingar frá Freie Universität 
Lesa meira
Fréttamannastyrkir Norðurlandaráðs 2014

Fréttamannastyrkir Norðurlandaráðs 2014

Norðurlandaráð veitir fréttamönnum á Norðurlöndum styrki árlega og árið 2014 kemur í Íslands hlut fjárhæð að jafnvirði 90.000 danskar krónur.  Styrkirnir veita fréttamönnum tækifæri til að auka þekkingu sína á norrænum málefnum og norrænu samstarfi. Styrkirnir eru veittir einum eða fleiri fréttamönnum dagblaða, tímarita, útvarps- eða sjónvarpsstöðva eða sjálfstætt starfandi blaðamönnum. Við úthlutun fréttamannastyrkja árið 2014 verður horft til verkefna sem tengjast áherslum í formennskuáætlun Svía í Norðurlandaráði á árinu, en einnig er hægt að sækja um vegna verkefna um önnur efni. Áherslur í formennskuáætlun Svía eru: ·         Norðurlönd í Evrópu - Evrópa á Norðurlöndum·         Norræni vinnumarkaðinn·         Sjálfbær nýting náttúruauðlinda·         Friður milli Norðurlanda i 200 ár Þess má geta að vorþingfundur Norðurlandaráðs verður á Akureyri 7.-8. apríl nk. þar sem sérstök áhersla verður á sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Fréttamannastyrkjunum er úthlutað til einstaklinga á grundvelli greinargerðar í umsókn. Í umsóknum skal tilgreina hvernig umsækjandi hyggst nota styrk. Einnig skal gera grein fyrir verkáætlun og kostnaðaráætlun. Þá skal tekið fram hvort umsækjandi hafi áður hlotið fréttamannastyrk Norðurlandaráðs. Styrkir eru veittir til eins árs. Styrkþegar skulu senda Íslandsdeild Norðurlandaráðs stutta greinargerð um hvernig styrknum var varið og hvaða efni var unnið í framhaldi af styrkveitingunni. Norðurlandaráð áskilur sér rétt til að nota greinargerðina í sínu starfi. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað má nálgast  hér Umsóknarfrestur rennur út kl. 24 miðvikudaginn 15. janúar 2014. Vinsamlegast skilið umsóknum rafrænt til nr@althingi.is  Frekari upplýsingar má nálgast hjá larusv@althingi.is
Lesa meira
Tilnefningafrestur Blaðamannaverðlauna 17. janúar

Tilnefningafrestur Blaðamannaverðlauna 17. janúar

Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða veitt í 11. skipti þann 15. febrúar næstkomandi. Tilnefningar dómnefndar verða kynntar viku fyrir afhendingu en  skilafrestur tilnefninga til dómnefndar er föstudagurinn 17. janúar.  Eins og á síðasta ári verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir: • Besta umfjöllun ársins 2013 • Viðtal ársins 2013 • Rannsóknarblaðamennska ársins 2013 • Blaðamannaverðlaun ársins 2013 Hægt er að senda inn tilnefningar  til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamannafélagsins í Síðumúla  23 á auglýstum skrifstofutíma ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Jafnframt er hægt að tilnefna með rafrænum hætti. Tilnefningar dómnefndar verða síðan gerðar kunnar í laugardaginn 8. febrúar og viku síðar, þann 15. febrúar  verða verðlaunin sjálf afhent.  
Lesa meira
Þegar búið að drepa blaðamann 2014

Þegar búið að drepa blaðamann 2014

Það voru ekki liðnar nema nokkrar klukkustundir af nýju ári þegar fyrsti blaðamaðurinn lést af skotsárum sem hann hafði fengið að kvöldi gamlársdags þegar hann var á leið heim úr vinnu í Pakistan. Það var blaðamaðurin Shan Dahar í Badha héraði í Pakistan sem vinnur fyrir Aaab Tak News Channel sem var fyrir skotárás óþekktra vígamana. Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur skorað á stjórnvöld að hefja þegar í stað umfangsmikla rannsókn á málinu og að frumkvæði IFJ hafa mótmælaaðgerðir verið víðs vegar um landið til að krefjast raunverulegrar rannsóknar. Samkvæmt yfirliti um dráp á blaðamönnum í heiminum árið 2013 og ákalli um að þeir sem væru ábyrgir fyrir slíkum drápum væru dregnir til ábyrgðar, sem IFJ birti á gamlársdag, er Pakistan meðal þeirra ríkja sem sérstaklega eru nefnd, en þar voru 10 blaða- og fjölmiðlastarfsmenn drepnir í fyrra. A síðasta ári létust alls 123 blaðamenn við störf sín. Þar af létust 15 af slysförum en 108 blaðamenn fórust í sprengjuárásum, skothríð eða voru beinlínis myrtir. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Áskorun til tyrkneskra stjórnvalda

Áskorun til tyrkneskra stjórnvalda

Alþjóðasamband blaðamanna stendur fyrir undirskriftasöfnun til að þrýsta á tyrknesk stjórnvöld að láta lausa 60 blaðamenn sem eru í haldi þar í landi. Stefnt er að því að senda áskorunina nú um áramótin og eru íslenskir blaðamenn jafnt sem kollegar þeirra um allan heim hvattir til að skrifa undir áskorunina.  Skrifa undir hér
Lesa meira