Fréttir

Vinningshafarnir Páll Steingrímsson og Vigdís Finnbogadóttir ásamt Siguði inga Jóhannssyni umhverfis…

Páll fær umhverfisverðlaun

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti í dag í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, Páli Steingrímssyni, kvikmyndagerðarmanni, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri veitti hann Vigdísi Finnbogadóttur, Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir vali Páls segir:  Heimildamyndir Páls Steingrímssonar skipta mörgum tugum frá Vestmannaeyjagosinu 1973 og fram á þennan dag. Megináhersla hans hefur verið á náttúrulífsmyndir, svo sem fuglasögurnar sem hann hefur fengist við hin síðustu ár, og áhrif manna á umhverfið. Starf Páls að fræðslu og vernd íslenskrar náttúru er langt og farsælt og hefur borið hróður hans og landsins um heimsbyggðina. Páll hefur enda hlotið viðurkenningar bæði hér á landi og erlendis fyrir störf sín, m.a. heiðursverðlaun Eddu. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Fréttablaðið úrskurðað brotlegt

Fréttablaðið úrskurðað brotlegt

Umfjöllun fréttablaðsins um dóm vegna fíkniefnamáls í Danmörku sl. sumar hefur nú verið úrskurðuð sem brot á 3. gr siðareglna Blaðamannafélags Íslands. Þetta kemur fram í nýjum úrskurði siðanefndar og er brotið sagt ámælisvert. Sjá úrskurðinn hér
Lesa meira
Öryggimál blaðamanna rædd hjá Sþ

Öryggimál blaðamanna rædd hjá Sþ

Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna ræddi í dag nýja skýrslu um mikilvægi sérstakrar verndar fyrir blaðamenn og þörf á að uppræta yfirhilmingu með ofbeldi gegn þeim. Í skýrslunni, sem unnin er að skrifstofu mannréttindamála hjá Sþ, koma fram ýmsar tillögur og ábendingar til aðildarríkja um hvernig unnt sé að bregðast við þessu. Þar er bæði talað um hve brýnt sé að sýna pólitískan vilja til að ná þessu fram í ýmis konar löggjöf og ýmis praktísk atriði sem geta aukið á öryggi blaðamanna. Meðal þeirra tillagna sem teknar hafa verið með í skýrsluna er innlegg sem kom frá Alþjóðasambandi blaðamanna og fleiri samtökum fjölmiðlafólks. Þannig er þarna t.d. að finna ábendingar um að áarásir á blaðamenn verði álitnar sérstök ógnun við lýðræði og réttarríkið og slíkt kalli þar með á þyngri refsingar en annars væri. Sjá einnig hér
Lesa meira
EFJ Focus komið út

EFJ Focus komið út

Út er komið fréttabréf Evrópusambands blaðamanna (EFJ). Í þessu tölublaði er víða komið við en í leiðara er fjallað um aðförina að fjölmiðlafrelsi sem birtist í því að stjórnvöld í Bretlandi hafa í tvígang komið gert aðför að því að blaðamenn Guardian noti efni frá uppljósturum. Segir í leiðaranum að því miður sé þetta ekki uppspuni úr vísindaskáldsögu heldur blakaldur veruleiki sem hafi veruleg kælingaráhrif á fjölmiðlafresli í landinu. Sjá fréttabréfið á rafrænu formi hér
Lesa meira
Ricardo Gutiérrez, framkvæmdastjóri EFJ

Ricardo Gutiérrez ráðinn framkvæmdastjóri EFJ

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur ráðið Ricardo Gutiérrez sem framkvæmdastjóra frá og með 1. september 2013. Gutiérrez er gamalreyndur blaðamaður sem starfað hefur í faginu í um 25 ár. Áður en hann hóf störf fyrir EFJ vann hann hjá belgíska dagblaðinu Le Soir og þar hafði hann starfað í 23 ár. Hann hefur verið í stjórn Blaðamannafélags Belgíu (AJP-AGJPB) og fulltrúi þess í landsamtökum stéttafélaga þar í landi. Gutiérrez er þekktur baráttumaður fyrir réttindum stéttarfélaga. „Það er mér mikil heiður að komast í aðstöðu til að þjóða blaðamennskunni en henni hef ég tileinkað ævistarf mitt,“ segir Gutiérrez. „Framundan eru margar áskoranir og orrustur sem þurfa að vinnast og ég mun einbeita mér að því að því nýja verkefni að standa fast við hliðina á stéttafélögum okkar í þeirra störfum,“ segir hann ennfremur. Gutérrez er af spænskum ættum en fæddur í Belgíu og talar reiprennandi frönsku,spænsku, ensku og ítölsku.
Lesa meira
Óska eftir konunglegu liðsinni

Óska eftir konunglegu liðsinni

 Blaðamannafélag Noregs hefur sent nokkuð óvenjulegt bréf til Haraldar Noregskonungs þar sem óskað er eftir liðsinni konungs í baráttunni fyrir réttindum blaðamanna í Tyrklandi. Kóngur er á leiðinni í opinvera heimsókn til Tyrklands 5,-7. Nóvember og í bréfinu sem Thomas Spence formaður félagsins skifar, er óskað eftir að Haraldur taki málið upp við þarlend stjórnvöld. Bent er á að 63 blaðamenn séu í fangelsi um þessar mundir vegna starfa sinna. Sjá bréfið hér
Lesa meira
Bikur á lofti hjá dönskum blaðaljósmyndurum

Bikur á lofti hjá dönskum blaðaljósmyndurum

Atvinnuleysi meðal danskra blaðamanna hefur heldur minnkað frá í fyrra en hins vegar hefur atvinnuleysi hjá blaðaljósmyndurum verið að aukast. Er þá ekki talið með dulið atvinnuleysi sem felst í því að ljósmyndarar vinna margir hverjir sem lausamenn og verkefnum hefur fækkað mjög mikið. Þeir mega ekki skrá sig atvinnulausa og vera á sama tíma með virðisaukaskattsnúmer. Jens Tønnesen formaður blaðaljósmyndarafélagsins í Danmörku segir að þetta sé alvarleg staða, ekki síst í ljósi þess að um helmingur af þeim tæplega 700 ljósmyndurum sem séu vikrir sem slíkir sé um helmingurinn lausamenn. Sjá einnig hér
Lesa meira
.Mogens Blicher Bjerregård,

EFJ spyr hvað ESB ætli að gera í aðför að fjölmiðlafresli?

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur sent Framkvæmdastjórn ESB bréf þar sem alvarlegum áhyggjum er lýst vegna husanlegra áhrifa misnotkunar á hryðjuverkalögum á frelsi fjölmiðla í Evrópu. Jafnframt lýsir EFJ því yfir að það sé tilbúið til að leggja fram formlega kvörtun vegna framkomu breskra stjórnvalda og brota þeirra á sáttmálum Evrópusambandsins. Tilefni bréfsins er að sjálfsögðu handtaka og yfirheyrslurnar yfir David Miranda, maka Glenn Greenwald blaðamanns Guardian, sem mikið hefeur skrifað upp úr gögnum um njósnir NSA í Bandaríkjunum. Það er forseti EFJ, Daninn Mogens Blicher Bjerregård, sem sendir bréfið til Viviane Reding framkvæmdastjóra fyrir dómsmál, mannréttindi og borgararétt í ESB, og spurði einfaldlega að því hvað Framkvæmdastjórnin ætlaði að gera í því að aðildarríki, einkum Bretland, brytu gróflega gegn fjölmiðlafrelsi? Sjá bréfið hér
Lesa meira
Aðför að fjölmiðlafrelsinu

Aðför að fjölmiðlafrelsinu

Í leiðara DV í dag fjallar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir með skorinorðum hætti um þá aðför að frelsi fjölmiðlafólks og uppljóstrara sem hafa birst ótrúlega víða og með ótrúlega grófum hætti í hinum vestræna heim að undanförnu. Ingibjörg segir m.a.: „Ofsóknir gegn fréttamönnum eiga sér stað víða og þær eiga sér alls kyns birtingarmyndir. Það er ástæða til þess að hafa þungar áhyggjur af þessari þróun, líkt og ritstjórar norrænna dagblaða gera sem sendu David Cameron, forsætisráðherra Breta, bréf þess eðlis. Það er ekki ógn við lýðræðið að birta upplýsingar um ranglæti heldur þvert á móti styrkur þess. Frelsi fjölmiðla til þess að sinna hlutverki sínu er aldrei mikilvægara en þegar þeir birta upplýsingar sem eru óþægilegar ráðamönnum.“ Sjá leiðarann hér
Lesa meira
Styrkja blaðamenn á Play the Game ráðstefnuna

Styrkja blaðamenn á Play the Game ráðstefnuna

Norræni blaðamannaskólinn í Árósum í Danmörku hefur ákveðið að veita um 10 styrki til blaðamanna á Norðurlöndum (utan Danmerkur)  til að fara á Play the Game ráðstefnuna í október, en þetta er í áttunda sinn sem sú ráðstefna er haldin og verður hún að þessu sinni í Árósum. Styrkupphæðin getur numið allt að 3.500 dönskum krónum eða um rúmlega 70 þúsund íslenskum krónum. Play the Game er orðin einn mikilvægasti umræðuvettvangur fyrir íþróttafréttamenn víða að úr heiminum, og þar er tekist á við íþróttafréttamennsku í víðum skilningi, bæði íþróttafréettir af vettvangi, siðræði íþrótta og efnahagslegan grunn.  Sjá nánar um styrkveitingar hér: http://www.njc.dk/nyheder/index.php?id=1310 Sjá heimasíðu ráðstefnunnar hér: http://www.playthegame.org/conferences/play-the-game-2013.html
Lesa meira