Fréttir

Kjarninn fer af stað

Blað er brotið í fjölmiðlun með tilkomu Kjarnans sem er vikulegt fréttatímarit sem mun koma út á fimmtudagsmorgnu og verður dreyft með nýjum hætti. Appið kom inn í gær og þar er hægt að lesa kynningareintak af Kjarnanum. Fyrsta alvöru eintak Kjarnans kemur síðan út 22. ágúst en heimasíðan fer í loftið síðar í dag. Samkvæmt upplýsingum frá aðstandendum Kjarnans er hann ný tegund fjölmiðils á Íslandi sem ætlað er að sameina kosti blaðamennsku og ljósvakamiðlunar. Að sögn Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra og eins eiganda Kjarnans, verður fjölmiðillinn sjálfstæður, gagnvirkur og skemmtilegur. ,,Kjarninn leggur áherslu á dýpt og gæði. Hann ætlar að fjalla um það sem skiptir máli. Kjarninn ætlar að rannsaka og skýra málin fyrir lesendum," segir í tilkynningu Kjarnans. Hugmyndin á bakvið Kjarnann kviknaði á vordögum 2013. Fimm vinir settust þá niður saman og hófu umræður um að stofna nýja fjölmiðil á Íslandi. Fjölmiðil sem ætti engan sinn líkan hér á landi, fjölmiðil sem myndi nýta sér nýjustu tækni – og sameina helstu kosti blaðamennsku og ljósvakamiðlunar á sama stað. Í hópnum voru bræður, æskuvinir og samstarfsfélagar til margra ára segir í tilkynningu. Sannfæringin sem dreif þá áfram var sú, að nú væri rétti tíminn fyrir slíkan miðil. Þeir telja að um þessar mundir er eftirspurn eftir nýjum sjálfstæðum fréttamiðli í fjölmiðlalandslag sem fáir virðast treysta, og tækniframfarir á sviði fjölmiðlunar gera þeim nú kleift að búa til miðil algjörlega eftir eigin höfði. Upphafleg tugmilljóna króna kostnaðaráætlun var skorin við nögl, bæði til að tryggja sjálfstæði miðilsins og gagnsæi segir í tilkynningu. Niðurstaðan varð sú að þeir sem að Kjarnanum standa fjármögnuðum stofnun hans alfarið úr eigin vasa.
Lesa meira
Rúnar Pálmason, handhafi fjölmiðlaverðlauna í fyrra ásamt þáverandi umhverfisráðherra, Svandísi Svav…

Frestur til að tilnefna til fjölmiðlaverðlauna að renna út

Frestur til að senda umhverfis- og auðlindaráðuneytinu tilnefningar vegna tvennra verðlauna sem ráðherra veitir á Degi íslenskrar náttúru rennur út næstkomandi föstudag, 16. ágúst. Um er að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar. Sjá nánar hér
Lesa meira
Fjárfestingar tæknifyrirtækja í prentmiðlum

Fjárfestingar tæknifyrirtækja í prentmiðlum

Aðilar sem byggja viðskiptaveldi sitt á velgengi í hinum stafræna heimi fjölmiðlunar hafa að undanförnu sýnt hefðbundnum fjölmiðlum og ekki síst prentmiðlum umtalsverðan áhuga. Þessi áhugi hefur meðal annars komið fram í fjárfestingum í prentmiðlum og eru kaup Jeffrey P. Beozs, stofnanda Amazon.com, á The Washington Post á dögunum nýjasta dæmið um slíkt. Þetta hefur aftur kallað á umræður um ástæður þess að aðilar sem hagnast hafa á tækni sem hefur grafið undan rekstrargrundvelli og framleiðslu hefðbundinna miðla á ritstjórnarefni skuli nú rétta þessum fyrirtækjum hjálparhönd. Sumir tala í þessu sambandi um skyldurækni vegna þess að nýmiðlar séu í raun ekki að framleiða mikið af efni, aðrir tala um ábyrgðartilfinningu og enn aðrir kenna þessa tilhneigingu við sektarkennd. Um þetta er m.a. fjalla í nýlegri grein í New York Times, þar sem öllum þessum hliðum er velt upp. Sjá grein hér
Lesa meira
Marit Nybak

Forseti Norðurlandaráðs til varnar Árósarskóla

Forseti Norðurlandaráðs, Marit Nybak þingmaður og einn af forystumönnum Verkamannaflokksins í Noregi, segir í samtali við Aftenposetn að hún sé andsnúin því að skrúfa fyrir fjárveitingar til Norræna blaðamannaskólans í Árósum eins og hugmyndir hafa verið uppi um og norræna ráðherranefndin hefur samþykkt. Að óbreyttu verður skólinn að leggja niður starfsemi sína um áramót. „Við megum ekki leggja niður mikilvægar menningarstofnanir. Það eru aðrir hlutar fjárhagsáætlunarinnar sem eðlilegt er að fara frekar yfir með gagnrýnum huga en Blaðamannaskólinn í Árósum,“ segir Nybak í Aftenposten. Blaðamannafélag Íslands og blaðamannasamtök á Norðurlöndunum og fjöldi annarra aðila hafa mótmælt áætlunum um lokun Árósarskólans. Sjá einnig hér
Lesa meira
Tilkynning

Margmiðlunarnám í Borgarholtsskóla

Borgarholtsskóli hefur ákveðið að bjóða upp á nýtt og spennandimargmiðlunarnám með dreifnámsfyrirkomulagi nú í haust. Umsóknarfrestur ertil og með 12. ágúst nk. Námið er ætlað fólki með ólíka þekkingu ogbakgrunn sem vill öðlast alhliða hæfni í hönnun og miðlun efnis meðstafrænni tækni. Námið er bæði verklegt og fræðilegt og hentar vel þeimsem vilja ná góðum tökum á upplýsingatækni. Um er að ræða diplomunám (4. þrep) þar sem stúdentsprófs eða sambærilegrar menntunar erkrafist.Námið er hugsað sem alhliða kennsla og þjálfun í framsetningu og vinnsluefnis með stafrænum hætti; gerð prent-, kvikmynda- og vefefnis svoeitthvað sé nefnt. Það er trú Borgarholtsskóla að með því að bjóða upp á þetta nám séu þeir að uppfylla ákveðinn skort á heilsteyptu námi á þessu sviði sem muninýtast nemendum vel í starfi.Umsjónarmaður með náminu er Ari Halldórsson - Netfang: ari@bhs.is Sími:820- 2857
Lesa meira
Frá mótmælum í Berlín vegna ásakana á Snowden

Yfir 150 samtök skora á Obama

Í bréfi sem yfir 150 félagasamtök og einstaklingar hafa sent Obama Bandaríkjaforseta er hvatt til þess að ásakanir á hendur uppljóstraranum Edward Snowden verði felldar niður, að lög um uppljóstrara verði uppfærð og lög verði sett til varnar blaðamönnum og fjölmiðlum. Það voru regnhlífarsamtökin Article 19 sem höfðu frumkvæði að þessu bréfi. Sjá bréfið hér: http://www.ifex.org/united_states/2013/08/06/obama_protect_whistleblowers/
Lesa meira

Yfir 150 samtök skora á Obama

Í bréfi sem yfir 150 félagasamtök og einstaklingar hafa sent Obama Bandaríkjaforseta er hvatt til þess að ásakanir á hendur uppljóstraranum Edward Snowden verði felldar niður, að lög um uppljóstrara verði uppfærð og lög verði sett til varnar blaðamönnum og fjölmiðlum. Það voru regnhlífarsamtökin Article 19 sem höfðu frumkvæði að þessu bréfi. Sjá bréfið hér
Lesa meira
Stjónmál og fjölmiðlar að tengjast meir á ný?

Stjónmál og fjölmiðlar að tengjast meir á ný?

Stjórnmálaöflin og fjölmiðlarnir eru hugsanlega að tengjast nánari böndum á ný eftir hrunið. Þetta er meðal annars tilgáta sem þeir Þorbjörn Broddason og Ragnar Karlsson eru að vinna með í rannsókn sem þeir eru að vinna að á tengslum fjölmiðla og lýðræðis á lýðveldistímanum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umræðuþættinum „Hvað einkennir íslenskt lýðræði“ sem þeir Vilhjálmur Árnason og Ævar Kjartansson stjórna á rás 1 á Ríkisútvarpinu og var útvarpað á dögunum þar sem Þorbjörn og Ragnar voru gestir. Hlusta á þáttinn hér
Lesa meira
IFJ setur um vefsíðu um öryggismál blaðamanna

IFJ setur um vefsíðu um öryggismál blaðamanna

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur opnað vefsíðu sem tileinkuð er baráttunni fyrir öryggi og vernd fjölmiðlafólks. Á síðunni er safnað saman á einn stað upplýsingum um allar aðgerðir sem IFJ stendur fyrir til að berjast fyrir öryggi blaðamanna og gegn aðgerðarleysi stjórnvalda þegar fjölmiðlar verða að skotmarki ofbeldis og kúgunar. „Blaðamenn sem starfa víða á átakasvæðum í heiminum - og þar er um að ræða hundruð blaðamanna, ritstjóra og aðstoðarfólk fjölmiðla - standa daglega frammi fyrir hótunum, pyntingum og jafnvel dauða einfaldlega vegna þess að þeir eru að vinna vinnuna sína,“ segir Jim Boumelha forseti IFJ. „Alþjóðasamtök blaðamanna leika nú lykilhlutverk í að reyna að vernda líf og limi blaðamanna út um allan heim. Það að setja upp þessa vefsíðu um öryggismál er nýr kafli í þessu hlutverki samtakanna og síðan er mikilvægt hjálpartæki fyrir blaðamenn í að vega og meta áhættu, auka meðvitund um hættur og veita ráðgjöf og þjálfun og skapa þannig menningu sem berst gegn aðgerðarleysi stjórnvalda þegar ofsóknir gegn fjölmiðlum er annars vegar,“ segir Boumelha einnig. Sjá vefsíðuna hér.
Lesa meira
Blaðamenn fái sérstaka vernd í lögum

Blaðamenn fái sérstaka vernd í lögum

Norska Blaðamannafélagið hefur sent bréf til dómsmálaráðherra og réttarfarsnefndar þar sem óskað er eftir því að blaðamenn og ritstjórnir njóti sérstakrar verndar gagnvart ofbeldi og hótunum. Í bréfinu segir að ástæða sé til að hafa áhyggjur af vaxandi tilhneigingu til valdbeitingar og hótana gagnvart ritstjórnum í því skyni að koma í veg fyrir umfjöllun um tiltekin mál. Bendir Blaðamannafélagið á að slíkar hótanir gagnvart tjáningarfrelsinu beri að taka mjög alvarlega. Fram kemur hjá Blaðamannafélaginu að ástæða sé til að víkka út ákvæði í hengingarlögum sem veiti einstökum starfsstéttum sérstaka vernd gagnvart ofbeldi og hótunum, þannig að það nái til ritstjórna og blaðamanna. Slík ráðstöfun myndi að sögn félagsins vera í samræmi við það sem bæði Hæstiréttur og ríkisögmaður hafa áður sagt að ritstjórnir þyrftu á að halda. Sjá einnig hér
Lesa meira