Fréttir

Rúnar Pálmason er handhafi Fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins 2012. Hér er hann …

Óskað eftir tilnefningum til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar. Verðlaunin verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um íslenska náttúru. Í fyrra voru verðlaunin veitt, Rúnari Pálmasyni, blaðamanni á Morgunblaðinu,  fyrir ítarlega umfjöllun um akstur utan vega.   Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í BrattholtiÞá verður Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti veitt einstaklingi sem hefur unnið markvert starf á sviði náttúruverndar. Sigríður Tómasdóttir, fæddist 24. febrúar 1871 í Brattholti. Sigríður var baráttukona og náttúruverndarsinni sem lagði mikið á sig í baráttu gegn virkjun Gullfoss. Hún var því brautryðjandi á sviði náttúruverndarmála hér á landi og hefur æ síðan verið íslenskum náttúruverndarsinnum fyrirmynd. Óskað er eftir tilnefningum til beggja viðurkenninga fyrir 16. ágúst 2013. Tilnefningar með rökstuðningi sendist umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík, eða á netfangið postur@uar.is">postur@uar.is
Lesa meira
Kanadamenn segja sig úr IFJ

Kanadamenn segja sig úr IFJ

Kanadíska blaðamannafélagið CWA/SCA Canada hefur formlega tilkynnt úrsögn sína úr Alþjóðasambandi blaðamanna IFJ (International Federation of Journalists). Í bréfi sem Martin O'Hanlon, framkvæmdastjóri CWA/SCA, hefur sent út til aðildarfélaga kemur fram að úrsögnin tengist óánægju með framvindu mála innan IFJ og þó ekki síst vegna framkvæmdar á síðasta alþjóðaþingi IFJ í Dublin. Í tilkynningu segir O'Hanlon að IFJ treysti á, ofar öllu, á siðferðilegan styrk. Því verði sambandið að vera hafið yfir allan vafa að því leyti og vera á háum siðferðilegum stalli. Og hærri en þeir sem við gagnrýnum, segir O'Hanlon. „Það var þess vegna mjög sorglegt þegar nýafstaðið þing kaus að samþykkja ólögmæta forsetakosningu 7. júní síðastliðinn. Kosningu þar sem komu fram fleiri atkvæði en nam kjörseðlum," segir í tilkynningu Martin O'Hanlon, framkvæmdastjóra CWA/SCA. Hér vísar hann til umdeildrar atkvæðagreiðslu um forseta IFJ, þegar Jim Boumelha var endurkjörin í naumri atkvæðagreiðslu þar sem mótframbjóðandi hans Philippe Leruth frá Belgíu fékk litlu færri atkvæði. Forsetakosningin varð nokkuð söguleg og þegar upp var staðið munaði 13 atkvæðum milli frambjóðenda, Boumelha í hag. Málið vandaðist þegar kom í ljós að það voru fimm aukaatkvæði, þ.e.a.s. fimm atkvæðum meira en útgefnir kjörseðlar.Fundarstjórar greindu þinginu frá því, að þar sem þessi fimm atkvæði hefðu ekki úrslitaáhrif og að báðir frambjóðendur væru því samþykkir, þá yrði það lagt fyrir fundinn að kjósa um lögmæti kosningarinnar. Einnig virtust menn telja að hér væri fremur um mistök að ræða við útdeilingu kjörseðla en sviksamlegt framfæri. Þetta var auðvitað allt hið vandræðalegasta. Þrátt fyrir nokkur mótmæli var kosið um framkvæmdina og fundurinn samþykkti að úrslitin stæðu. Íslenska sendinefndin á þinginu kaus með Philippe Leruth og kaus gegn því að úrslitin stæðu, rétt eins og fulltrúar hinna norrænu sambandanna. Þarna er ljóst að mörg mistök voru gerð, hugsanlega vegna tímaskorts. Ljóst var að margir áttu erfitt með að sætta sig við þetta. Daginn eftir atkvæðagreiðsluna greindi annað þýsku sambandanna, sem átti fulltrúa á þinginu, frá því að það myndi víkja af fundi og endurskoða aðild sína að sambandinu. Sama gerði fulltrúi frá Kanada, Martin O'Hanlon. Martin O'Hanlon hefur nú tilkynnt úrsögn sem var samþykkt af stjórn CWA/SCA Canada en í tilkynningu hans kemur fram að hann telur ekki hægt að segja með vissu að ekki hafi verið brögð í tafli. Hann segir að ef og þegar lögmæt kosning fari fram um forseta IFJ muni CWA/SCA Canada íhuga að ganga aftur í sambandið.
Lesa meira
Svavar og RÚV fara til Strassborgar

Svavar og RÚV fara til Strassborgar

Svavar Halldórsson, fyrrverandi fréttamaður, hefur kært íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna dóms Hæstaréttar í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn honum. Ríkisútvarpið stendur með Svavari að kærunni, sem er í hans nafni. Sjá frétt RÚV hér
Lesa meira
Nýr fjölmiðill í undirbúningi

Nýr fjölmiðill í undirbúningi

Þrír landsþekktir blaðamenn ásamt samstarfsmönnum munu síðar í sumar hefja útgáfu á nýjum miðli, Kjarnanum. Blaðamennirnir sem hér um ræðir eru þeir Þórður Snær Júlíusson, sem verður ritstjóri, Magnús Halldórsson og Ægir Þór Eysteinsson. Ægir hefur verið fréttamaður á RÚv en hætti þar fyrir skömmu til að taka þátt í þessu verkefni. Þeir Magnús og Þórður Snær hafa starfað fyrir 365 miðla, einkum í viðskiptafréttum en hættu báðir fyrir skömmu. Þeir hafa verið í lykilhlutverkum í umræðu um eigendaafskipti hjá 365 sem fram hefur farið upp á síðkastið og Magnús skrifaði m.a. grein á Vísi um málið undir yfirskriftinni „Litli karlinn“. Í gær kom það svo fram að til hafi staðið að reka Þórð af Fréttablaðinu fyrir skrif um eigendur, en það ekki náð fram að ganga vegna andstöðu ritstjórans Ólafs Stephensen. Hugmyndin er að Kjarninn byggi á margmiðlun og verður sérstaklega hannaður fyrir spjaldtölvur og snjallsíma en hægt verður að nálganst hann á annan rafrænan hátt einnig. Hann verður ókeypis fyrir notendur. Sjá frétt á mbl.is hér Sjá facebook síðu hér
Lesa meira
Jim Boumelha, forseti IFJ

Jim Boumelha endurkjörinn forseti IFJ

Heimsþing Alþjóða blaðamannasambandsins, IFJ,  sem fundar í Dublin á Írlandi hefur endurkosið Jim Boumelha sem forseta. Þetta er í þriðja sinn sem Boumelha er endurkjörinn sem forseti IFJ en hann var fyrst kjörinn í Moskvu árið 2007. Áður hafði hann verið heiðurs gjaldkeri í stjórninni í tvö tímabil. Áður en hann einbeitti sér alfarið að alþjóðasamtökunum þá var hann í stjórn Blaðamannasambands Breta, NUJ, og formaður þess um hríð.  
Lesa meira
Samantekt af málþingi um ritstjórnarlegt sjálfstæði

Samantekt af málþingi um ritstjórnarlegt sjálfstæði

Fjölmiðlanefnd hefur tekið saman ágrip af erindum og umræðum sem fram fóru á máþingi nefndarinnar um ritstjórnarlegt sjálfstæði sem haldið var um miðjan maí. Þar voru nokkrir málsmetandi aðilar sem voru með framsögu, þau  Elfa Ýr Gylfadóttir, Pétur Árni Jónsson, Ólafur Stephensen og Björn Vignir Sigurpálsson. Í pallboði bættust í hópinn þær Anna Kristín Jónsdóttir og Guðrún Hálfdánardóttir. Samantekt fjölmiðlanefndar má lesa hér
Lesa meira
Keimlíkir fréttatímar á RÚV og Stöð 2

Keimlíkir fréttatímar á RÚV og Stöð 2

Fréttir á Stöð 2 og í Sjónvarpinu (RÚV) eru keimlíkar að flestu leylti samkvæmt frumniðurstöðum úr rannsókn sem Valgerður Jóhannsdóttir, Ragnar Karlsson og Þorbjörn Broddason hafa gert og kynnt var á þjóðfélagsfræðiráðstefnu Háskólans á Bifröst á dögunum. Það eru heldur fleiri fréttir á RÚV en á Stöð 2 en lengd frétta er nákvæmlega sú sama. Karlar semja meirihluta frétta á báðum stöðvum og er hlutfallið svipað. Viðmælendum var skipt upp í „hagsmunaaðila“, „stjórnmálastéttina“ og „almennig“ og er hlutfallið svipað milli þessara hópa á báðum stöðvum. Höfundar segja að niðurstöðurnar styðji þá tilgátu að samkeppni milli fréttastofanna leiði til samleitni í efnisvali. Hér má sjá upptöku af fyrirlestri Valgerðar Jóhannsdóttur um efnið. Fleiri erindi voru flutt um fjölmiðla á ráðstefnunni:Pólitísk boðskipti á stafrænum tímumSpegill samfélags og samtal í heimabyggð  
Lesa meira
Jónas Kristjánsson

Tækifæri í blaðamennsku

Í gær bloggar Jónas Kritánsson um blaðamennsku og þau tækifæri sem í henni felast. Hann segir m.a.: „Blaðamennska býður þeim margvísleg tækifæri, sem áhuga hafa á fjölmiðlun á miklu breytingaskeiði. ..... Einstaklingar geta komið sér upp búnaði, sem um aldamótin var bara á færi voldugra kvikmyndavera. Við slíkar aðstæður verður mikið rót, störf hverfa og önnur koma. Þeir, sem kunna á nútímann, hafa glæsileg tækifæri.“ Jónas býðst til að aðstoða menn við að nýta þessi tækifæri og hefur sett upp námskeið í blaðamennsku á síðu sinni sem eru öllum aðgengileg. Um námskeiðin segir hann:   „Sameiginlegt markmið námskeiðanna er að nemandi fái þekkingu og færni til að stunda allar tegundir blaðamennsku og fjölmiðlunar á prenti, í sjónvarpi, í útvarpi og í nýmiðlun á netinu.“ Sjá meira hér
Lesa meira
NYT íhugar kostun ritstjórnarefnis á vefnum

NYT íhugar kostun ritstjórnarefnis á vefnum

Restur og fjármögnun ritstjórnarefnis er víða vandamál og jafnvel stórblöð eins og The New York Times leita nýrra leiða í þessum efnum. Þau fara jafnvel inn á slóðir sem fyrirfram hefðu þótt ólíklegar hjá fjölmiðlum sem er er mjög vandir að virðingu sinni og trúverðugleika. Þannig berast nú fréttir af því að stjórnendur New York Times íhugi að fara út í kostun á einhverju af ritstjórnarefni á vefsíðu sinni, og fylgja þannig í fótspor nýrri miðla eins og BuzzFeed. Á nokkrum fundum sem haldnir voru sameiginlega með sölumönnum og fulltrúum ritstjórnar í síðasta mánuði munu þessi atriði hafa verið rædd en óljóst er hvort eða hvenær niðurstaða fæst í þessar þreifingar.Sjá meira hér
Lesa meira
Beth Costa, framkvæmdastjóri IFJ

Hallar á konur í blaðamannafélögum Evrópu

Samkvæmt rannsókn sem gerð var sameiginlega af Alþjóðasambandi blaðamanna (IFJ) og Evrópusambandi blaðamanna (EFJ), þá eru konur 42% félaga í blaðamannafélögum í Evrópu. Þær eru hins vegar aðeins 36% þeirra sem gegna ábyrgðarstöðum í þessum félögum. Niðurstöður könnunarinnar sem nær til 21 blaðamannafélags og sambanda blaðamannafélaga í álfunni, sýna að hlutfallslega færri konur (3%) eru nú meðlimir í blaðamannafélögum og færri eru í trúnaðarstörfum fyrir félögin en sambærileg könnun frá 2006 sýndi. „Þótt þessar tölur gefi kannski ekki tilefni til að segja að jafnréttisþróunin hafi snúist við, þá er þetta alvarleg áminning um að við verðum áfram að vera vel vakandi þar sem jafnréttismálin eru fjarri því í höfn,“ segir Beth Costa, framkvæmdastjóri IFJ. „Með þessarupplýsingar að vopni munum við geta beitt markvissari að gerðum í að fá konur til að gerast félagar og til að komast í trúnaðarstöður hjá félögunum,“ segir Costa ennfremur. Sjá einnig hér
Lesa meira