Fréttir

Tvö bresk blöð brjóta réttarfarslög

Tvö bresk blöð brjóta réttarfarslög

Tvö bresk síðdegisblöð hafa í héraðsdómi í London verið fundin sek um að brot á réttarfarsreglum og að spilla fyrir dómsmáli með umfjöllun sinni um málið. Umfjöllun Daily Mail og Daily Mirror um morðmál og brottnám ungrar skólastúlku á meðan að málið var í dómsmeðferð var talin þess elðis að blöðin hefðu hugsanlega haft veruleg áhrif á þá kviðdóminn sem skipaður hafði verið, og að ekki yrði unnt að segja að kviðdómurinn kæmi óvilhallur og fordómalaus að málinu. Í framhaldinu höfðaði saksóknari mál á hendur blöðunum, sem gripu til varna og sögðu fréttaflutning sinn ekki hafa verið þess eðlis að hann vekti upp umtalsverða fordóma gagnvart hinum ákærða. Blöðin voru hins vegar fundin sek um að hafa spillt réttarhöldunum og birt upplýsingar sem kviðdómendur höfðu ekki fengið og sett þær fram á þann hátt að þær væru til þess fallnar að valda hjá þeim fordómum. Þar með hefðu blöðin ekki virt þær réttarfarsreglur sem gilda í Bretlandi, þ.e. þær reglur sem gilda um málsmeðferð fyrir dómi og hvernig fjölmiðlar þurfi að umgangast þær. Sjá einnig hér
Lesa meira
Sjálfhverfa hjá stórum fréttamiðlum

Sjálfhverfa hjá stórum fréttamiðlum

Svo virðist sem mikil sjálfhverfa einkenni veftengingar (hyperlinks) hjá stórum og almennum fréttaveitum, en þessar veftengingar eiga að bæta frekari efnisatriðum og upplýsingum við fréttirnar sem þessir fréttamiðlar eru að flytja. Samkvæmt könnun Marks Coddington við Texasháskóla í Austin, Texas, eru 91% allra veftenginga (hyperlinks) hjá almennum stórum fréttaveitum í þær sjálfar, þ.e. þær tengja við efni og upplýsingar sem hafa komið fram hjá þeim áður. Hins vegar skoðaði Coddington einnig veftengingar hjá almennum sjálfstæðum bloggurum og komst að því að þeir tengja aðeins í 18% tilfella í sjálfa sig. Sjá einnig hér
Lesa meira

EFJ mótmælir hótun AGS

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur fordæmt tilraunir fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins (AGS) í Grikklandi til að kúga blaðamann til að uppljóstra um heimildarmann sinn. Fulltrúi AGS sagði að blaðið sem blaðamaðurinn starfaði hjá myndi ekki fá neinar upplýsingar frá sjóðnum vegna þess að blaðamaðurinn neitaði að upplýsa um hver heimildamaður hans að frétt væri. Fulltrúi AGS sem hér um ræðir heitir Bob Tra og var með þessum yfirlýsingum að bregðast við frétt í blaðinu TO VIMA sem Zois Tsolis skrifaði. Í fréttinni sem skrifuð var 24. júní sl. kom m.a. fram að opinberum embættismönnum hefði fjölgað í Grikklandi á síðustu tveimur árum þrátt fyrir að samningur Grikklands við AGS, evrópskar fjármálastofnanir og Evrópska seðlabankann kvæði á um hið gagnstæða. Blaðamaður Zois Tsolis hafði verið boðaður á fund með fulltrúa AGS og spurður út í hvar hann hefði komist yfir þessi gögn. Blaðamaðurinn vildi hins vegar ekki upplýsa það og brást fulltrúinn Traa þá þannig við að AGS myndi ekki eiga nein samskipti við þetta dagblað, enda nóg af fjölmiðlum sem færu „nákvæmlega og rétt með upplýsingar" sem þeim væru látnar í té. „Hegðun af þessu tagi hjá háttsettum alþjóðlegum embættismanni er bæði óviðeigandi og ógnandi við fagstétt okkar," segir forseti Evrópusambands blaðamanna, Arne König. „Það að biðja blaðamann um að uppljóstra um heimildamann sinn að réttum og nákvæmum upplýsingum er ekkert annað en aðför að grundvallaratriðum fjölmiðlafrelsisins," segir König enn fremur
Lesa meira
Yfirlýsing vegna úrskurðar Mannréttindadómstóls Evrópu 10. júlí 2012

Yfirlýsing vegna úrskurðar Mannréttindadómstóls Evrópu 10. júlí 2012

Dagurinn í dag er stór dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi. Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest rétt blaðamanna til að fjalla um mikilvæg málefni sem varða almenning miklu á opin og heiðarlegan hátt og hafa rétt eftir viðmælendum sínum. Það er ótrúlegt að atbeina Mannréttindadómstólsins þurfi til, en íslenskir dómstólar hafa því miður ekki haft skilning á mikilvægi tjáningarfrelsins fyrir lýðræðislega umræðu í samfélaginu. Það hefur ítrekað endurspeglast í úrskurðum þeirra á undanförnum árum og þannig lagt stein í götu blaðamennsku og fjölmiðlunar í landinu. Það er óskandi að nú verði breyting á, því tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðislegra samfélagshátta og ekkert er jafn öflugt meðal til til að uppræta spillingu og ranglæti.
Lesa meira

Ofbeldisaðgerðir tyrkneskra stjórnvalda gagnvart fréttamönnum halda áfram

Tyrkneskar öryggissveitir réðust fyrir skömmu á skrifstofu tyrknesku fréttastofuna Günes News Agency í Istanbul sem meðal annars gefur út vikublaðið Atilim. Aðgerðin var liður í baráttu stjórnvalda gegn starfsemi marxísk-lenínísks flokks (Marxist-Leninist Communist Party (MLKP)) sem stjórnvöld hafa bannað. Lögreglan framkvæmdi húsleit og gerði gögn upptæk. Fimmtán starfsmönnum fréttastofunnar var haldið í gíslingu í marga klukkutíma og lá starfsemi fréttastofunnar niðri á meðan. Lögrelan framvísaði engum heimildum en hafði síðan gögn á brottmeð sér.
Lesa meira

Áhorfendur mega ekki selja myndefni af ÓL

Búast má við að erfitt kunni að verða fyrir íslenska fjölmiðla og fjölmiðlafólk að nýta sér myndefni eða upptökur frá áhorfendum á ólympíuleikunum í London í sumar. Mjög strangar reglur hafa verið settar þeim sem kaupa miða á íþróttaviðburði leikanna varðandi hvernig og hvað þeir mega gera við það myndefni sem þeir afla sér. Þannig er alveg skýrt, að myndefni sem áhorfandi tekur, getur einvörðungu nýst til persónulegulegra nota, t.d. verið sett á persónulegar blogg-, facebook- eða twittersíður, þannig að tryggt verði að myndefnið sé ekki notað í viðskiptaskyni. Þetta þýðir að ólöglegt er að selja slíkt efni til blaða, tímarita eða útvarps- og sjónvarsstöðva eða vefsíðna sem eru í almennri útgáfu.
Lesa meira
Frakkar íhuga afnotagjöld af tölvuskjám

Frakkar íhuga afnotagjöld af tölvuskjám

Frönsk stjórnvöld er nú að íhuga að víkka út afnotagjaldið fyrir sjónvarpið þannig að það nái til tölvuskjáa líka, og auk þannig tekjur sem renna til ríkisstyrkts almannaútvarps í landinu. Þetta er haft eftir menningarmálaráðherranum á laugardag.  Vinstristjórn Francois Hollande  stefnir að því að auka skatttekjur um 7,5 milljarða evra á þessu ári með skattahækkunum og verða þessar hækkanir kynntar í endurskoðuðum fjárlögum síðar í vikunni. Afnotagjaldið sem nú 125 evrur í Frakklandi og 80 evrur í fylkjum sem lúta franskri stjórn utan Frakklands hafa farið óskipt í að fjármagna almannaútvarp og sjónvarp.  En samkvæmt könnun sem Global TV birti fyrr á þessu ári eru það meira en 11 milljón manns sem reglulega horfa á sjónvarp af tölvuskjá, spjaldtölvum eða snjallsímum og hefur sú tala hækkað um 41% frá því á sama tíma í fyrra.
Lesa meira

Hart sótt að fjölmiðlun í Úkraínu

Alþjóðasamtök blaðamanna og alþjóðlegar eftirlitsstofnanir hafa um árabil gagnrýnt ástand fjölmiðlunar í Úkraínu. Er skemmst að minna sameiginlegrar yfirlýsingar Evrópusambands blaðamanna (EFJ) og fjölmiðlaskrifstofu Evrópuráðsins frá 13. september síðastliðnum. Þar var af gefnu tilefni minnt á aðárásir á blaðamenn séu algengar í Úkraínu og hafi alvarleg áhrif á tjáningarfrelsi landsmanna. Í tilefni EM í knattspyrnu hafa þeir erlendu blaðamenn sem heimsækja landið verið minntir á að huga að aðstæðum félaga sinna í Úkraínu.
Lesa meira

Sérstaða EFJ endanlega staðfest

Ársfundar Evrópusambands blaðamanna (EFJ), sem haldin var um miðjan júní í Bergamo á Ítalíu, verður sjálfsagt helst minnst fyrir það að á fundinum var endanlega smþykkt að aðskilja með formlegum hætti rekstur og starfsemi EFJ og Alþjóðasambands blaðamanna (IFJ). Með þessu var fundurinn að fylgja eftir stefnumótun og samþykktum aðalfundarins í Belgrad árið áður. Í Bergamo var samþykkt að stofna sérstakan lögaðila (e. legal entity) utan um rekstur EFJ og aðskilja þannig endanlega fjárhag EFJ og IFJ. Til að tillaga um þetta fengi lögmæti þurfti 2/3 hluta atkvæða eða 100 atkvæði af 150 sem var fullkomlega óvíst að fengist. Lyktir atkvæðagreiðslunnar voru þær að tillagan var samþykkt með 101 atkvæði. Munaði þar miklu að Rússar studdu tillöguna en þeir fengu formlega aðild sína að EFJ staðfesta skömmu fyrir aðalfundinn. Þar með eru Rússar orðnir formlegir aðilar að sambandinu með sína 60 þúsund félagsmenn.
Lesa meira

Myrtir og týndir blaðamenn í Úkraínu

Nú þegar sannkölluð knattspyrnuveisla er í Úkraínu er ástæða til að minna á að margt skortir á til að tryggja lýðræðislega starfshætti í landinu. Þar munar miklu um störf blaðamanna sem búa við mjög erfið starfsskilyrði í Úkraínu. Morð á blaðamönnum hafa verið nokkur undanfarin ár þó stjórnvöld neiti því staðfastlega. Í sumum tilvikum eru þau talin eiga þar hlut að máli. Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur beint þeirri áskorun til alþjóðasamfélagsins að það horfi til aðstæðna blaðamanna nú þegar menn gleðjast yfir EM í knattspyrnu. Rétt eins og átti við um Aserbaídsjan, þegar söngvakeppni Evrópu átti sér stað, þá er brýnt að stoppa við ogskoða málin.
Lesa meira