Danir og áskrift blaða á netinu
Danir ræða nú hvort og hvernig dagblöðin muni fara að rukka fyrir fréttir og ritstjórnarefni sem birt er á vefnum. Á heimasíðu danska Blaðamannafélagsins er meðal annars umfjöllun um málið og vitnað til greinar sem fræðimaður við Hróarskelduháskóla, Ida Willing, skrifaði í Berlinske. Hún telur þrjú atriði benda til þess að danskir fjölmiðlaneytendur séu tilbúnir til að greiða fyrir ritstjórnarefni á netinu. Í fyrsta lagi segir hún að Danir séu þegar að borga háar upphæðir fyrir ritstjórnarefni í blöðunum líka þeir sem ekki eru áskrifendur að þeim. Þetta gera skattgreiðendur í gegnum styrkjakerfið sem nemur um 6 milljörðum danskra króna. Þrátt fyrir óvissu sem þetta þýddi varðandi áskrifendur væri ljóst að þessir miðlar nytu áfram umtalsverðs stuðnings frá skattgreiðendum.
23.05.2012
Lesa meira