Fréttir

Tilkynning

Formannsmolar - orlofshús!

Auglýst er eftir umsóknum vegna dvalar í orlofshúsum BÍ um páskana 2012 frá miðvikudeginum 4. apríl til þriðjudagsins 10. apríl. Orlofshúsin eru fjögur talsins, raðhús á Akureyri, Stóra-Brekka, Litla-Brekka og Stykkishólmur. Leiguupphæð um páska er sú sama og leiguupphæð að sumri. Umsóknarfrestur er til fimmtudagsins 15. mars og ber að sækja um á netfangið orlofshus@press.isVið úthlutun er tekið mið af því hvort félagar eru fullgildir, hversu lengi þeir hafa verið í félaginu og hvort þeir hafi áður fengið úthlutað um páska.Kv.Hjálmar
Lesa meira
pressukvöld um siðareglur

pressukvöld um siðareglur

Pressuköld um endurskoðun siðareglna BÍ verður haldið næstkomandi þriðjudag 17. jan klukkan 20 í húsnæði BÍ að Síðumúla 23. Framsögumenn: Björn Vignir Sigurpálsson, formaður siðanefndar BÍ, Birgir Guðmundssonar, ritstjóri Blaðamannsins, Jakob Bjarnar Grétarson, blaðamaður. Endurskoðun siðareglna BÍ hefur verið á dagskránni nokkur undanfarin ár.
Lesa meira
Like takkinn ólöglegur í Þýskalandi

Like takkinn ólöglegur í Þýskalandi

Yfirmaður Persónuverndar í þýska fylkinu Schleswig-Holstein, Thilo Weichert, tilkynnti nokkuð óvænt sl. föstudag að „like“ takkinn á Facebooksíðum bryti í bága við persónuverndarlög í Þýskalandi.  Eftir rúman mánuð gætu því stjórnendur vefsíðna sem bjóða upp á þennan möguleika átt von á því að verða sektaðir fyrir brot á persónuverndarlögum. Sektarheimildir Persónuverndar eru rúmar og geta numið allt að 50 þúsund evrum.
Lesa meira
DV 100 ára í dag

DV 100 ára í dag

„Í gær: Austanpóstur kom í gærkveldi. Enginn giftur, dáinn eða jarðsunginn í bænum. Skipaferðir engar.“ Þannig hljómaði innlend smáfrétt í dálknm "Úr bænum", á forsíðu fyrsta tölublaðs fyrsta dagblaðsins á Íslandi sem enn lifir. Þetta var í dagblaðinu Vísi fyrir einni öld síðan í dag, þann 14. desember 1910.
Lesa meira
Sýning um feril Einars Hjörleifssonar Kvaran

Sýning um feril Einars Hjörleifssonar Kvaran

Í dag var opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni þar sem fjallað er um feril Einars Hjörleifssonar Kvaran
Lesa meira

Iðanefnd B.Í. og þróunin þar á umliðnum árum

Ástæða er til að vekja athygli á fyrirlestri Þorsteins Gylfasonar fyrrum formanns siðanefndar B.Í. sem haldinn verður á Akureyri á miðvikudag. Þorsteinn mun fjalla um iðanefnd B.Í. og þróunina þar á umliðnum árum. Press.is mun verða á staðnum og segja frettir af fyrirlestrinum að honum loknum......
Lesa meira

Þátttaka starfsmanna RÚV í kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna

Útvarpsráð fjallaði í gær um þátttöku starfsmanna RÚV í kosningabaráttu stjórnmálaflokkanna og var þar í forgrunni sú staðreynd að Gísli arteinn Baldursson, sem stýrir skemmtiþætti í sjónvarpinu var spyrill í kynningarþætti jálfstæðisflokksins. Fram kom að ekki eru til reglur um þessa hluti, en Kristín Halldórsdóttir bókaði vegna málsins......
Lesa meira

Fyrirhugaðar breytingar á reglum um eignarhald á fjölmiðlum

Alþjóðasamband blaðamanna, IFJ, hefur miklar áhyggjur af fyrirhuguðum breytingum á reglum um eignarhald á fjölmiðlum sem nú standa fyrir dyrum í Bandaríkjunum. Hvetur IFJ viðeigandi stjórnvöld í Bandaríkjunum til að gera hreint fyrir sínum dyrum og upplýsa í einu og öllu um hvað í raun standi til að gera. Að mati IFJ munu hinar nýju eignarhaldsreglur, sem slaka m.a. verulega á skilyrðum varðandi það að sama aðili geti átt bæði prent- og ljósvakamiðla, auka líkur á samþjöppun og gefa eigendum tækifæri til að herða tak sitt á einum stærsta fjölmiðlamarkaði í heimi – Bandaríkjunum. IFJ talar m.a. um að þetta geti “markað hættuleg þáttaskil í veldi fjölmiðla sem verði á kostnað fjölbreytileika og lýðræði.”.
Lesa meira

Kosningafundi Davíðs Oddssonar á Vestfjörðum

Fréttaflutningur fréttastofu ríkisútvarpsins af kosningafundi Davíðs Oddssonar á Vestfjörðum á dögunum kom til umræðu í útvarpsráði í gær og kom þar fram að Gunnlaugur ævar Gunnlaugsson hafði kvartað undan fréttamennskunni við Boga Ágústsson yfirmann fréttasviðs. já hér á eftir úr fundargerð........
Lesa meira

Nýkjörinn formaður Blaðamannafélagsins

Í ávarpi til félagsmanna sem Róbert Marshall nýkjörinn formaður Blaðamannafélagsins hefur sent press.is til birtingar kemur m.a. fram að hann stefnir að því að BÍ taki upp þessi "fagverðlaunum sem við höfum verið að tala um svo lengi í verk á þessu starfsári." Annars kemur Róbert víða við í grein sinni, en hana má lesa í heild hér á vefnum.
Lesa meira