Blaðamenn í BÍ sem starfa hjá Árvakri, Sýn, Ríkisútvarpinu og Torgi samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta að fara í verkfallsaðgerðir til áréttingar kröfum sínum.
„Við höfum talað fyrir daufum eyrum í 10 mánuði þannig að okkur er nauðugur einn kostur,“ sagði Hjálmar Jónsson formaður BÍ m.a. í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun.