Hin árlega sýning úrvalsljósmynda blaðaljósmyndara frá öllum heiminum var opnuð í Kringlunni í gær, fimmtudag. Hún stendur yfir til og með 28. september.
Dómstóll í Moskvu úrskurðaði í dag, mánudag, að svipta skyldi dagblaðið Novaja Gazeta útgáfuleyfi. Novaja Gazeta er einn af síðustu fjölmiðlum Rússlands sem hefur reynt að halda í sjálfstæða ritstjórnarstefnu.
Síðan árið 2019 hafa skopmyndaverðlaun Evrópu verið veitt í tengslum við Blaðamannaverðlaun Evrópu (European Press Prize). Hér má sjá tilnefningar til skopmyndaverðlaunanna í ár.
Lestur prentuðu dagblaðanna heldur áfram að dragast saman hröðum skrefum, og það sama á við um áhorf á línulega dagskrá íslensku sjónvarpsstöðvanna. Á þessu er vakin athygli í fréttaskýringu í Fréttablaðinu í dag. Í umfjöllun Kjarnans um málið er bætt við sláandi upplýsingum um taprekstur útgáfufélaga dagblaðanna.
Auðunn Arnórsson hefur verið ráðinn sem verkefnastjóri hjá Blaðamannafélagi Íslands. Hann mun vinna náið með formanni og stjórn og hafa umsjón með verkefnum sem stjórn leggur áherslu á hverju sinni, svo sem að aðstoða við vinnu tengdri kjaraviðræðum, hafa umsjón með viðburðum á vegum félagsins, skrifa fréttir og greinar á vef BÍ og fleira.
Blaðamannafélag Íslands auglýsir eftir verkefnastjóra í fullt starf tímabundið í 9 mánuði með möguleika á framlengingu. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og sýnt frumkvæði, hafa skipulagshæfni, geta ritað vandaðan texta, búa yfir skilningi á fjölmiðlum og hafa þekkingu á störfum og starfsaðstæðum blaðamanna.