Sautján félagar í Blaðamannafélagi Íslands voru heiðraðir með gullmerki félagsins eftir 40 ára starf í starfsgreininni á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gærkveldi. Um veitingu gullmerkis gildir sérstök reglugerð.
Stjórn BÍ samþykkti nýverið að ganga til óformlegra viðræðna við Félag fréttamanna á ríkisútvarpinu eftir að beiðni þess efni barst stjórn í lok síðasta mánaðar. Stjórn BÍ er á einu máli um að sameining félaganna verði til þess að efna enn frekar samstöðu innan stéttarinnar og faglegt starf félagsins.
Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, hlaut í dag verðlaun fyrir mynd ársins á verðlaunaafhendingu Blaðaljósmyndarafélags Íslands, Veitt voru verðlaun í 7 flokkum auk bestu myndar ársins, sem var mynd Vilhelms af eldgosinu í Geldingadölum.