Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hafa í sameiningu sent frá sér stuðningsyfirlýsingu við frumvarp að tilskipun ESB um höfundarétt á hinum stafræna innri markaði.
Siðanefnd hefur úrskurðað í máli ónafngreinds aðila gegn Eyjafréttum vegna viðtals Eyjafrétta við ónafngreinda aðila um tálmun við umgegni við barnabörn.
Í nýrri skýrslu framkvæmdastjóra Evrópuráðsins, Thorbjörns Jaglands, um „stóðu réttarríkis, lýðræðis og mannréttinda“ í Evrópu (aðildarríkjum Evrópuráðsins) koma m.a. fram mjög ákveðnar tillögur um það að bæta þurfi öryggi blaðamanna.
Athyglisverða umræðu er að finna í nýjasta fréttabréfi EJA (Ethical Journalism Network), en þar reifar Aidan White, áhrifamaður innan alþjóðlegrar blaðamannahreyfingar, fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóða blaðamannasambandsins og núverandi stjórnarformaður EJN, hugmyndir sínar um skrif og umfjöllun um flóttamenn og innflytjendur.
Forsætisráðherra Ísraels, Benjamin Neanyahu, hefur komið á framfæri í gegnum ísraelska sendiráðið í Noregi kröfu um að Dagbladet biðjist formlega afsökunar á skopmynd sem birtist í blaðinu á dögunum.