Ríflega 30 blaðamenn hafa verið myrtir undanfarin tvö ár af skipulögðum glæpasamtökum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Samtök blaðamanna án landamæra (Reporters Without Borders) kynntu í síðustu viku.
Í dag fagna danskir blaða- og fréttamenn 85 ára afmæli danskra blaðateiknara (Danske Bladtegner). Í tilefni þess var langt viðtal við hinn 83 ára gamla teiknara Kurt Westergaard, höfund Múhameð teikninganna.
Í áhugaverðri úttekt Brynjólfs Þórs Guðmundssonar á fréttavef Ríkisútvarpsins kemur fram að ráðuneyti, ríkisstofnanir og fyrirtæki á vegum hins opinbera borguðu tæpar 190 milljónir króna fyrir birtingu auglýsinga fyrstu tíu mánuði ársins
Mikið vantar á að laun blaðamanna hafi haldið í við hækkun launavísitölu undanfarin sex ár og þyrftu raunar að hækka um 15% til að halda í við hækkun launavísitölunnar að meðaltali á umræddu tímabili.