Það hallaði mikið á fjölda kvenna í fjölmiðlum þegar Félagi kvenna í atvinnulífinu (FKA) hóf fjölmiðlaverkefni sitt árið 2013. Að sögn Gunnhildar Örnu Gunnarsdóttur, frá FKA, hefur jafnvægi myndast milli kynjanna í þáttum RÚV utan frétta.
Stefnt er að því að samþykkja nýjar alþjóðlegar siðareglur fyrir blaðamenn á þingi Alþjóðasambands blaðamanna (IFJ) sem haldið verður í Túnis 13 og 14 júní næstkomandi.
Símenntun Háskólans á Akureyri og Blaðamannafélag Íslands bjóða til tveggja daga ráðstefnu þar sem fjallað verður um fjármögnum landsmálablaða og núverandi rekstrarumhverfi.
Þriðja árið í röð fangelsar Tyrkland flesta blaðamenn í heiminum. Samkvæmt árlegri skýrslu Committee to Protect Journalists (CPJ) þá voru 251 blaðamenn handtekin á síðasta ári.
Danir rétt eins og svo margir aðrir hafa tekið streymisveitunni Netflix með opnum örmum. Samkvæmt nýjum tölum frá DR Medieforskning eru 17% danskra heimila með aðgang að Netflix.
Kjarninn greinir frá því í morgun í ítarlegri fréttaskýringu um stöðu á fjölmiðlamarkaði að á næstu dögum sé von á frumvarpi sem bæta á rekstrargrundvöll einkarekinna fjölmiðla.