Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða veitt í 21. skipti þann 15. mars næstkomandi. Frestur til að skila inn tilnefningum til dómnefndar er 5. febrúar.
Blaðaljósmyndarafélag Íslands auglýsir eftir bestu myndum nýliðins árs í samkeppnina Myndir ársins. Skilafrestur til að skila inn myndum í Myndir ársins 2024 er 5. febrúar næstkomandi. Flokkum hefur verið breytt og þau sem vilja senda inn myndir eru hvött til að kynna sér þær breytingar.
Hjálmar Jónsson hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Hann hefur starfað í rúm tuttugu ár hjá félaginu, sem framkvæmdastjóri frá árinu 2003, en einnig sem formaður á árunum 2010-2021.
Blaðamannafélag Íslands hefur kært til dómsmálaráðuneytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum.
Erindi Blaðamannafélags Íslands til lögreglustjórans á Suðurnesjum, Almannavarna og Samgöngustofu vegna aðgangs blaðamanna í jarðhræringunum á Reykjanesskaga
Blaðamannafélag Íslands fordæmir dráp á blaðamönnum í átökum Ísraelsmanna og Hamas þar sem minnst 39 blaðamenn hafa látið lífið, langflestir í linnulausum loftárásum Ísraelshers á Gaza. Samkvæmt upplýsingum sem Committee to protect journalists, CPJ, hafa tekið saman hafa mun fleiri blaðamenn til viðbótar slasast og margra er saknað. Aldrei hafa svo margir blaðamenn látið lífið í átökum á jafn skömmum tíma.
Blaðamannafélag Íslands skorar á atvinnurekendur að sýna samstöðu í verki með því að skerða ekki laun þeirra kvenna og kvára sem taka munu þátt í kvennaverkfallinu þann 24. október og leggja þannig sitt af mörkum til baráttunnar fyrir jafnrétti.