Erindi Blaðamannafélags Íslands til lögreglustjórans á Suðurnesjum, Almannavarna og Samgöngustofu vegna aðgangs blaðamanna í jarðhræringunum á Reykjanesskaga
Blaðamannafélag Íslands fordæmir dráp á blaðamönnum í átökum Ísraelsmanna og Hamas þar sem minnst 39 blaðamenn hafa látið lífið, langflestir í linnulausum loftárásum Ísraelshers á Gaza. Samkvæmt upplýsingum sem Committee to protect journalists, CPJ, hafa tekið saman hafa mun fleiri blaðamenn til viðbótar slasast og margra er saknað. Aldrei hafa svo margir blaðamenn látið lífið í átökum á jafn skömmum tíma.
Blaðamannafélag Íslands skorar á atvinnurekendur að sýna samstöðu í verki með því að skerða ekki laun þeirra kvenna og kvára sem taka munu þátt í kvennaverkfallinu þann 24. október og leggja þannig sitt af mörkum til baráttunnar fyrir jafnrétti.
Christian Christensen, prófessor í blaða- og fréttamennsku við Stokkhólmsháskóla, fjallar um kaup milljarðamæringsins Elons Musk á samskiptamiðlinum Twitter (nú „X“) og hvernig hann hefur „beitt eignarhaldi sínu til að hampa“ því sem Christian segir spillta og markaðsdrifna mynd af málfrelsi og tjáningarfrelsi.
ATH breyttur tími - fundurinn verður föstudaginn 6. október kl. 8.30. Blaðamönnum er boðið á upplýsingafund um málefni Afríku sem sendinefnd á vegum Norrænu Afríkustofnunarinnar stendur fyrir, föstudaginn 6. október kl. 8:30 í húsnæði BÍ.
Stjórn Blaðamannafélags Íslands hefur ákveðið að tilnefna ekki fulltrúa í stjórn Fjölmiðlanefndar og segir valdheimildir og verkefni Fjölmiðlanefndar ekki samræmast þrígreiningu ríkisvaldsins.
Getur gervigreind sagt fréttir? Blaðamannafélag Íslands stendur fyrir málstofu á Fundi fólksins, laugardaginn 16. september kl. 15-15.45 í Norræna húsinu.