Þetta gerir félagið

Hagsmunagæsla. Blaðamannafélag Íslands stendur vörð um um stéttarlega og faglega hagsmuni blaðamanna í víðu samhengi og kemur fram fyrir hönd stéttarinnar gagnvart löggjafar- og framkvæmdarvaldi.

Fjölmiðlun.  BÍ er með vefinn press.is og gefur út fagtímaritið Blaðamanninn 1-2 sinnum á ári.  Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður (sigridurdogg@press.is) er ritstjóri press.is og Blaðamannsins.

Fagleg umræða.  BÍ heldur svonefnd pressukvöld, þar sem fagleg málefni, sem efst eru á baugi hverju sinni, eru rædd ítarlega.

Lögfræðiþjónusta.  Lögfræðistofan LAG-lögmenn vinnur fyrir Blaðamannafélag Íslands og félaga þess þegar lögmannsþjónustu er þörf. 

Orlofshús.  Félagið á tvö sumarhús í Brekku í Biskupstungum, raðhús á Akureyri og einbýlishús á Stykkishólmi, sem eru til afnota fyrir félagsmenn.

Endurmenntun.  Á vegum BÍ er rekinn endurmenntunar- og háskólasjóður, sem allir fullgildir félagsmenn geta leitað til um styrkveitingar til að sækja hvers kyns nám og námskeið hér á landi og erlendis í lengri og skemmri tíma.

Rannsókna- og verkefnastyrkir:  Hægt er að sækja um sérstaka rannsókna- og verkefnastyrki þegar um er að ræða útgjalda- og/eða tímafreka rannsóknavinnu

Styrktarsjóður.  Styrktarsjóður greiðir niður kostnað vegna sjúkraþjálfunar, gleraugna, laseraðgerða, hjartaverndar, krabbameinsskoðunar, sálfræðiþjónustu, tannlækna, tæknisfrjóvgunar  o. fl.  Hann greiðir einnig fæðingarstyrki í hlutfalli við lengd fæðingarorlofs og ættleiðingarstyrki

Alvarleg veikindi.  Styrktarsjóður tryggir laun í allt að eitt ár að frádregnum veikindarétti samkvæmt kjarasamningum í alvarlegum slysa- og veikindatilfellum.  Þá er hægt að sækja um styrki til sjóðsins þegar um mikil útgjöld vegna heilbrigðisþjónustu er að ræða.

Menningarsjóðsstyrkir.  Menningarsjóður BÍ veitir styrki þegar fullgildir félagsmenn eiga rétt á að fara í þriggja mánaða leyfi.

Siðanefnd.  Á vegum BÍ starfar siðanefnd sem almenningur getur leitað til telji hann á sig hallað í fjölmiðlum.   

Alþjóðlegt samstarf.  BÍ er aðili að Alþjóðasambandi blaðamanna Evrópusambandi blaðamanna og Samtökum norrænna blaðamannafélaga

Skrifstofa BÍ.  Skrifstofa BÍ er að Síðumúla 23, 108 Reykjavík og er opin daglega milli 9 og 16.  Þar starfa Hjálmar Jónsson framkvæmdastjóri, hjalmar@press.is og Jóna Th. Viðarsdóttir, skrifstofustjóri, jona@press.is Sími á skrifstofu er 553 9155.  Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður er ekki með fasta viðveru en í hana er hægt að ná í síma 894 9050 eða með tölvupósti sigridurdogg@press.is.