Jón Jakobsson (1860-1925)

Jón fæddist á Hjaltastað í Norður-Múlasýslu. Jón, sem seinna breytti rithætti föðurnafns síns í Jacobssen, var einn af fyrstu forystumönnum kaupfélaganna hér á landi, seinna alþingismaður og landsbókavörður. Hann fékkst ekki við eiginlega blaðamennsku, en er hér nefndur til sögunnar þar sem hann var útgefandi Nýju aldarinnar í ritstjórn Jóns Ólafssonar og tók þátt í stofnun Blaðamannafélagsins.