Málþing um fjölmiðlastyrki

Sjá má upptöku af málþinginu hér

Eru fjölmiðlastyrkir forsenda fjölbreyttrar og sjálfstæðrar fjölmiðlunar?

Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands og Blaðamannafélag Íslands boða til málþings um opinbera styrki til einkarekinna fjölmiðla mánudaginn 7. febrúar kl. 10-12 í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23.

Blaðamannafélag Íslands og Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti við Háskóla Íslands boða til málþings um opinbera styrki til einkarekinna fjölmiðla mánudaginn 7. febrúar kl. 10-12 í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23. Málþinginu verður einnig streymt á vef Blaðamannafélagsins, press.is.

Opinberar styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla hófust árið 2020 en fyrirkomulag fjölmiðlastyrkja er frábrugðið því sem viðgengst hjá hinum Norðurlöndunum en jafnan er lögð áhersla á að slíkur stuðningur stuðli að fjölbreytni miðla og sjálfstæði. Gestafyrirlesari málþingsins er Ida Willig, prófessor í fjölmiðlafræðum við Hróarskelduháskóla, en hún kom að smíði dönsku reglanna um styrki til einkarekinna fjölmiðla þar í landi.

Dagskrá:

Opnunarávarp Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, formanns Blaðamannafélags Íslands
Ávarp flytur Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra

Erindi:

Ida Willig, prófessor í fjölmiðlafræðum Hróarskelduháskóla, fjallar um fjölmiðlastyrki í Danmörku
Valgerður A. Jóhansdóttir, lektor og umsjónarmaður með meistarnámi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, greinir frá niðurstöðum úr könnun á meðal íslenskra blaða- og fréttamanna til starfsins.

Þátttakendur í pallborðsumræðum:

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans
Þórhallur Gunnarsson, framkæmdastjóri hjá Sýn
Valgerður A. Jóhannsdóttir, lektor og umsjónarmaður með meistarnámi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands

Birgir Guðmundsson, prófessor í fjölmiðlafræðum Háskólanum á Akureyri, er umræðustjóri

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Málþinginu verður einnig streymt á heimasíðu Blaðamannafélagsins, www.press.is

Rannsóknasetur um fjölmiðlun og boðskipti og Blaðamannafélag Íslands í samstarfi við Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála