Sjálfstætt starfandi blaðamenn

Sjálfstætt starfandi blaðamenn geta valið um tvenns konar aðild að Blaðamannafélagi Íslands, annars vegar fulla aðild og hins vegar lausamannaaðild sem veitir takmörkuð réttindi. Einnig er hægt að sækja um að greiða biðfélagsgjald ef félagi vill halda félagsnúmeri sínu á meðan hann hverfur tímabundið til annarra starfa sem uppfylla ekki skilyrði félagsins um rétt til aðildar. Biðfélagsgjald er kr. 2.803 á mánuði. 

Full aðild veitir öll sömu réttindi og launþegar í félaginu og njóta fullra réttinda úr sjóðum. Sjá nánar: Þetta er styrkt. Lágmarksgreiðslur lausamanna sem vilja njóta fullra réttinda eru kr.  23.261 á mánuði líkt og nánar er útlistað hér að neðan.

Lausamannaaðild veitir rétt á blaðamannskírteini og heimild til að sækja um í orlofshúsum BÍ þó svo að fullgildir félagsmenn hafi forgang við úthlutun um páska og sumar. Lausamannaaðild veitir ekki rétt á að sækja um í sjóði félagsins, nema í Menningarsjóð, þar sem lausamannaaðild veitir rétt á styrk til helmings námskostnaðar, að hámarki kr. 25.000 á ári. Gjöld vegna lausamannaaðildar nema kr. 5.045 á mánuði líkt og nánar er útlistað hér að neðan.

Sundurliðun á greiðslum vegna fullrar aðildar:
Félagsgjald skal vera 1% af heildarlaunum eins og þau eru á hverjum tíma hjá þeim félögum, sem eru fastráðnir eftir aðal- og sérkjarasamningum félagsins. Sjálfstætt starfandi blaðamenn greiða sömu gjöld, þó að lágmarki skv. byrjunarlaunum í 2. flokki kjarasamnings. Hafi sjálfstætt starfandi blaðamaður hærri laun ber að borga af þeim launum til félagsins.

Byrjunarlaun í 2. flokki núgildandi kjarasamnings eru 560.508,- kr. (1. febrúar 2024)
Mánaðarleg lágmarksgreiðsla 1. febrúar er 4.15% af 560.508.- kr. eða 23.261.- kr., sem sundurliðast þannig:
Félagsgjald 1%
Orlofsssjóður 0.25%
Menningarsjóður 1.2%
Háskólasjóður 0.7%
Styrktarsjóður 1%
Greiðsluform: Bankakrafa eða kreditkort.
Gera þarf skil á greiðslum í lífeyrissjóð til Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem sér um lífeyrismál BÍ.
Athygli er vakin á þvi að um réttindi sjálfstætt starfandi blaðamanna fer samkvæmt aðalkjarasamningi BÍ t.d. hvað varðar alvarleg veikindi og sjúkdóma.

Sundurliðun á greiðslum vegna lausamannaaðildar:
Félagsgjald er 0,9% af byrjunarlaunum í 2. flokki skv. launatöflu SA og BÍ hverju sinni. Skv. núgildandi kjarasamningi er gjaldið því kr. 5.045 á mánuði.