Greiðslur í sjóði BÍ fyrir sjálfstætt starfandi blaðamenn

Félagsgjald skal vera 1% af heildarlaunum eins og þau eru á hverjum tíma hjá þeim félögum, sem eru fastráðnir eftir aðal- og sérkjarasamningum félagsins. Sjálfstætt starfandi blaðamenn greiða sömu gjöld, þó að lágmarki skv. byrjunarlaunum í 2. flokki kjarasamnings. Hafi sjálfstætt starfandi blaðamaður hærri laun ber að borga af þeim launum til félagsins.

Byrjunarlaun í 2. flokki núgildandi kjarasamnings eru 536.758.- kr. (1. nóvember 2022)
Mánaðarleg lágmarksgreiðsla 1. nóvember 2022 er 4.15% af 536.758.- kr. eða 22.275.- kr., sem sundurliðast þannig:
Félagsgjald 1%
Orlofsssjóður 0.25%
Menningarsjóður 1.2%
Háskólasjóður 0.7%
Styrktarsjóður 1%
Greisluform: Bankakrafa eða kreditkort.
Gera þarf skil á greiðslum í lífeyrissjóð til Lífeyrissjóðs verslunarmanna, sem sér um lífeyrismál BÍ.
Athygli er vakin á þvi að um réttindi sjálfstætt starfandi blaðamanna fer samkvæmt aðalkjarasamningi BÍ t.d. hvað varðar alvarleg veikindi og sjúkdóma.