Umsókn um aðild að BÍ

Blaðamaður starfandi á fjölmiðli þarf ekki að sækja sérstaklega um aðild að BÍ heldur óskar eftir því við launagreiðanda að greidd verði gjöld til félagsins. Þegar greiðslur berast til BÍ frá launagreiðanda verður blaðamaður sjálfkrafa félagi.

Sjálfstætt starfandi blaðamenn þurfa hins vegar að fylla út formið hér að neðan til að óska eftir aðild. Umsóknin verður tekin fyrir á næsta fundi stjórnar félagsins. 

Hér eru upplýsingar um aðildarskilyrði samkvæmt lögum félagsins. Það eru öll þau sem hafa frétta- eða blaðamennsku að aðalstarfi. 

Sjálfstætt starfandi blaðamenn geta valið um tvenns konar aðild að félaginu. Annars vegar fulla aðild og hins vegar lausamannaaðild, sem veitir takmörkuð réttindi. Nánari upplýsingar er að finna hér

Safnreitaskil