1966 Einar Bragi Sigurðsson, Kristján Jóhannesson, Sigurjón Þorbergsson, Stefán Pálsson og Haraldur Henrysson gegn Lárusi Jóhannessyni og gagnsök - Meiðyrði

Lárus Jóhannesson, fyrverandi hæstaréttardómari og alþingismaður Sjálfstæðisflokks, höfðaði mál út af ummælum, sem birtust í vikublaðinu Frjálsri þjóð. Málið var höfðað gegn Einari Braga Sigurðssyni, ábyrgðarmanni ásamt útgefendum, þeim Kristjáni Jóhannessyni, Sigurjóni Þorbregssyni og Haraldri Henryssini. Ummælin vörðuðu viðskipti Lárusar, sonar hans og þriðja manns, en sagt var frá viðskiptum þeirra við Búnaðarbankann í greininni sem um ræðir. Lárus taldi ummælin hafa verið svo meiðandi fyrir sig að hann hafi þurft að segja af sér sem hæstaréttardómari. Dómurinn taldi fjölmörg ummælana voru meiðandi og móðgandi fyrir Lárus og vörðuðu við Almenn hegningarlög. Einar Bragi, ábyrgðarmaður blaðsins, bar ábyrgð á ummælunum. Var Einari gert að greiða Lárusi fébætur að fjárhæð kr. 40.000. Við úrlausn krafna um fébætur var höfð í huga forsaga blaðaskrifa þeirra, sem málið reif af, og að ekki var viðeigandi eins og á stóð, að Lárus stofnaði til ákveðinna bankaviðskipta. Einnig var þess gætt á hinn bóginn, að veist var harkalega að Lárusi með margendurteknum stóryrðum.

Niðurstaða   dóms Bótaupphæð Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur undirréttar (hvaða ?)
Sekt 89500 1318050,5 35000 Einar Bragi Sigurðsson höfundur   greinarinnar Bæjarþing Reykajvíkur: Ummæli   ómerk, Einar sekur

 

Slóð á dóm: https://secure.creditinfo.is/Modules/Judgements/Ruling.aspx?c=BeAmnpzVhffxtSKkPNMoM2VedtEmew2LYj7QRjMPqmna%2bzM3FolmxJEiSiySgI7lqU5Or8SedrwvLXkNnjRJCs7MEtdBpbCA6QF0mtKK89AH2J6nfRQ7QFVzDzRkH5koBswwMPisZrF%2b7QDS1iBoWk8Lja%2bzkT%2fLz%2b%2bsWIPN3iHvOYuWUfVgbWt2guUI9n9d