1976 Grétar Guðni Guðmundsson gegn Sigurjóni Ragnarssyni, Þorvaldi Guðmundssyni,    Erling Aspelund og Jóni Hjaltasyni - Meiðyrði

Grétar Guðni Guðmundsson, framreiðslumaður, skaut máli til Hæstaréttar vegna ummæla stjórnarmanna Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda, Sigurjóns Ragnarssons, Þorvalds Guðmundssons, Erlings Aspelund og Jóns Hjaltasons í greinagerð sem afhent var fréttamönnum á blaðamannafundi. Krafist var refsingar samkvæmt 236. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en til vara 235 gr. eða 234 gr. Einnig var krafist ómerkingar ummæla sem fram komu í greinagerðinni. Hæstiréttur staðfesti dóm Bæjarþings Reykjavíkur sem kvað á um sýknu stefndu, Sigurjóns, Þorvalds, Erlings og Jóns.

Niðurstaða   dóms Bótaupphæð Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur undirréttar (hvaða ?)
Sýkna 0 0 Málskostnaður felldur niður Ekki tekin afstaða Bæjarþing Reykjavíkur: sýkna

 

Slóð á dóm: https://secure.creditinfo.is/Modules/Judgements/Ruling.aspx?c=BeAmnpzVhffxtSKkPNMoM2VedtEmew2LYj7QRjMPqmna%2bzM3FolmxHcgRO6IwrewGoGzF3i2t80GOEzI1pZcli4b4bo0QbIVXy1hmLpbOq26bXCfgBhd81DrNpIoQCCUFArEPsVaDEsV6Xh%2bCfOIlvdIWx2r0kNEb%2fR29L%2bhGAGJm5XujTeiuv8mJfyh1WA6