1976 Jónatan Þórmundsson, Þorsteinn Sæmundsson, Þór Vilhjálmsson og Ragnar Ingimarsson gegn Rúnari Ármanni Arthúrssyni - Meiðyrði

Fjórir háskólakennarar úr þeim hópi sem forgöngu höfðu árið 1974 um undirskriftasöfnunina undir kjörorðinu Varið land stefndu Rúnari Ármanni Artúrssyni fyrir ummæli í tveim greinum í Stúdentablaðinu og bréfi Rúnars til háskólarektors. Nokkur af ummælunum voru ómerkt. Felld var niður refsing þar sem hegningarauki kæmi einn til greina, en refsing hefði ekki orðið þyngri þótt sum ummælin hefði verið dæmt í máli, sem áður var til lykta leitt og háskólakennararnir höfðuðu ásamt fleiri mönnum. Sýknað var af miskabótakröfu en Rúnar dæmdur til að greiða 25.000 kr. til að kosta birtingu dóms og 75.000 kr. í málskostnað. Einnig segir í dómnum að hann skuli birta í Stúdentablaðinu.

Niðurstaða   dóms Bótaupphæð Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur undirréttar (hvaða ?)
Sekt 25000 55253,67 75000 Rúnar Ármann, ritstjóri og   höfundur greinarinnar Dómur bæjarþings Reykjavíkur   óraskaður efnislega en fjárhæðum breytt

 

Slóð á dóm: https://secure.creditinfo.is/Modules/Judgements/Ruling.aspx?c=BeAmnpzVhffxtSKkPNMoM2VedtEmew2LYj7QRjMPqmna%2bzM3FolmxCa26QdjIPWC9Hs8Q6Y1jf2LA4KHnZ2QxHddSJwO59r8H9spYHOpKWuPMKBiNNEbl1w1gLmcQDpzo2KWnv6qpKZNHUxqAQbfZ0p19SW%2fzQ%2fh1TYkTD1ddbS1UiON1xrvxPEFEG%2fxR3l7