- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Þórarinn Þórarinsson áfrýjaði dómi til Hæstaréttar vegna ummæla um Hauk Guðmundsson, rannsóknarlögreglumann, og Kristján Pétursson, tollstarfsmann, í grein í dagblaðinu Tímanum, þar sem Þórarinn var ritstjóri og ábyrgðarmaður. Greinin sem sem um ræðir var ekki skrifuð undir höfundarnafni og því ber Þórarinn ábyrgð á ummælunum. Ummælin fjölluðu um störf þeirra og meintar þvinganir þeirra gagnvart vitnum. Ummælin voru gerð ómerk og Þórarni gert að greiða miskabætur og málskostnað fyrir Hæstarétti.
Niðurstaða dóms | Bótaupphæð | Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) | Málskostnaður | Hver er ábyrgur | Dómur undirréttar (hvaða ?) |
Sekt | 90000 | 72759,68 | 250000 | Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri | Dómur bæjarþings Reykjavíkur óraskaður að undanskildri einni fyrirsögn sem ekki var gerð ómerk |