1986 Ákæruvaldið gegn Þorgeiri Þorgeirssyni - Meiðyrði

Hinn 7. desember 1986 birtist í Morgunblaðinu grein eftir Þorgeir Þorgeirsson, rithöfund, undir fyrirsögninni, Hugum nú að. Opið bréf til Jóns Helgasonar dómsmálaráðherra. Er þar tekið fyrir til umfjöllunar svonefnt Skaftamál og í því sambandi meðal annars margvíslegt ofbeldi og meiðingar þar sem höfundur telur að lögreglumenn beiti fólk í löggæslustörfum. Í greininni krafðist hann þess að fram færi opinber rannsókn þessara mála. Þorgeir var ákærður fyrir brot gegn 108. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 vegna ýmissa ummæla í greininni. Talið var að í ummælum fælust ýmis aðfróttanir eða skammaryrði og móðganir í garð ótiltekinna starfsmanna lögregluliðs Reykjavíkur og með ummælum braut Þorgeir gegn ofangreindri lagagrein. Var hann dæmdur í 10.000 kr. sekt og var vararefsing ákveðin 8 daga varðhald.

Niðurstaða   dóms Bótaupphæð Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur undirréttar (hvaða ?)
Sekt 10000 58569,98 40000 Þorgeir Þorgeirsson, höfundur   greinar Dómur Sakadóms Reykjavíkur   óraskaður utan sektar

 

Slóð á dóm: https://secure.creditinfo.is/Modules/Judgements/Ruling.aspx?c=BeAmnpzVhffxtSKkPNMoM2VedtEmew2LYj7QRjMPqmna%2bzM3FolmxJqvYDH7Oyui5Og3iTXwinL%2bDdd7VEWSroxqUvnO9Mo8Vwl1G7PFbvoPEzE%2fL5XgPMTgeuH2iOovzw%2fF7kZyqyzPpYM8kpzTrCNkun2VKWcQlWwSwOa6b9ubuZX%2fliO3zsSIaXDER7WX