- Félagið
- Faglegt
- Kaup & kjör
- Styrkir & sjóðir
- Orlofskostir
- Mínar síður
Hinn 7. desember 1986 birtist í Morgunblaðinu grein eftir Þorgeir Þorgeirsson, rithöfund, undir fyrirsögninni, Hugum nú að. Opið bréf til Jóns Helgasonar dómsmálaráðherra. Er þar tekið fyrir til umfjöllunar svonefnt Skaftamál og í því sambandi meðal annars margvíslegt ofbeldi og meiðingar þar sem höfundur telur að lögreglumenn beiti fólk í löggæslustörfum. Í greininni krafðist hann þess að fram færi opinber rannsókn þessara mála. Þorgeir var ákærður fyrir brot gegn 108. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 vegna ýmissa ummæla í greininni. Talið var að í ummælum fælust ýmis aðfróttanir eða skammaryrði og móðganir í garð ótiltekinna starfsmanna lögregluliðs Reykjavíkur og með ummælum braut Þorgeir gegn ofangreindri lagagrein. Var hann dæmdur í 10.000 kr. sekt og var vararefsing ákveðin 8 daga varðhald.
Niðurstaða dóms | Bótaupphæð | Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) | Málskostnaður | Hver er ábyrgur | Dómur undirréttar (hvaða ?) |
Sekt | 10000 | 58569,98 | 40000 | Þorgeir Þorgeirsson, höfundur greinar | Dómur Sakadóms Reykjavíkur óraskaður utan sektar |