1991 Skarphéðinn Ólafsson gegn Heiðari Guðbrandssyni -Meiðyrði

Heiðar Guðbrandsson krafðist ómerkingar ummæla sem birtust í dagblaðinu DV og miskabóta úr hendi Skarphéðins Ólafssonar. Ósætti hafði orðið milli Heiðars og Skarphéðins og sakaði Heiðar Sskarphéðinn um að hafa ekki haldið uppi aga, en Skarphéðinn sakaði Heiðar um að hafa lagt hendur á nemendur. Talið varð að frásagnir í DV hafi verið færðar í stílinn og væri sú framsetning á ábyrgð blaðsins. Þá var talið að samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs fæli orðtakið að leggja hendur á einhvern ekki í sér eindregna skírskotun til líkamlegs ofbeldis. Hvor hafi lýst sínum skoðunum í blaðafregnunum. Í ljósi þessa var talið að ummæli Skarphéðins hafi verið innan marka þess tjáningarfrelsis sem varið sé af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Var Skarphéðinn því sýknaður af kröfu Heiðars.

Niðurstaða   dóms Bótaupphæð Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur undirréttar (hvaða ?)
Sýkna 0 0 Málskostnaður felldur niður Ekki tekin afstaða Bæjarþing Reykjavíkur: sekt

 

Slóð á dóm: https://secure.creditinfo.is/Modules/Judgements/Ruling.aspx?c=BeAmnpzVhffxtSKkPNMoM2VedtEmew2LYj7QRjMPqmna%2bzM3FolmxD4jRtqNVUJZTAOw%2bRGSQrOa8b4o30KTjMw4rRCnMXUly%2bpGYOFKXuR9UhNd9AOmV6b%2fptbiJSzx8FIbtGgLXAPdPS8TVgq5jUbq9RpFYmDm6XhZhKiMzG%2bXIWsGfinwbbpkU6ReW%2bXY