1993 Pétur Pétursson gegn Ásgeiri Ólafssyni, Birgi Viðarssyni, Einari Sigurjónssyni, og 22 öðrum - Meiðyrði

Pétur Pétursson læknir hélt því fram í Ríkisútvarpinu að notkun hormónalyfja væri orðin algeng meðal vaxtaræktar- og kraftlyftingamanna og að notkun þessara lyfja gæti orsakað alvarlega sjúkdóma. Tuttugu og sex aðilar sem allir voru í hópi vaxtaræktar- og kraftlyftingamanna töldu að sér vegið með þessum ummælum og kröfðust þess að Pétur yrði dæmdur til að greiða þeim miskabætur, að ummæli hans yrðu dæmd dauð og ómerk, að Pétur yrði dæmdur til fangelsisvistar og að hann yrði dæmdur til að greiða fyrir birtingu dóms í málinu. Samkvæmt Hrd. 1992:556 var talið að vaxtaræktar- og kraftlyftingamennirnir gætu höfðað mál þetta. Talið var að brýnt tilefni hefði verið fyrir Pétur að vara við misnotkun hormónalyfja í íþróttum og var vísað til grundvallarreglna um tjáningarfrelsi og þess hve ummæli Péturs voru almenns eðlis og beindust að stórum hópi manna. Pétur var sýknaður af öllum kröfum. Einn dómari skilaði sératkvæði með sömu niðurstöðu og meirihluti dómara en breyttum rökstuðningi.

Niðurstaða   dóms Bótaupphæð Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur undirréttar (hvaða ?)
Sýkna 0 0 300000 Ekki tekin afstaða Héraðsdómur norðurlands eystra   óraskaður

 

Slóð á dóminn: https://secure.creditinfo.is/Modules/Judgements/Ruling.aspx?c=BeAmnpzVhffxtSKkPNMoM2VedtEmew2LYj7QRjMPqmna%2bzM3FolmxLMblWyth%2fOY3SYcZv29m%2bcvf1HAZ1hKT6YIATg98JakM3Iyv%2bIbzUHFFrd7txWwvx3kNaoCGZTfFPRoYvtQ%2bEiY0og5BNFqoFpbPtQ%2bpEtkUGbVDNFOzR2Dl8Rm%2bl59ZWs7WFQg%2bJO6