1994 Sigurður Ingvason gegn Skipatækni hf. - Meiðyrði

Hlutafélagið Skipatækni krafðist þess að tiltekin ummæli Sigurðs Ingvasonar í tengslum við hönnun og byggingu ferju yrðu dæmd dauð og ómerk, hann dæmdur til þess að greiða Skipatækni bætur og látinn sæta refsingu. Vísað var til þess að málið hefði tvisvar áður komið til umfjöllunar dómstóla. Þegar síðara málið hafði verið höfðað höfðu meir en sex mánuðir liðið frá því ummæli Sigurðar voru viðhöfð. Talið var að mál sem ekki væri réttilega höfðað gæti ekki slitið málshöfðunarfresti og hefði því frestur samkvæmt 29. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 til þess að hafa uppi refsikröfu verið liðinn þegar síðara málið var höfðað. Ummæli Sigurðar sem vörðuðu ásakanir um að einkaleyfi hans hefði ekki verið virt voru ómerkt svo og ummæli um tengsl Skiparækni við skipasmíðastöðina sem annaðist smíði ferjunnar. Hins vegar var hafnað kröfu um ómerkingu ummæla sem vörðuðu ásakanir um ófagleg vinnubrögð, en talið var að Sigurður hefði haft rúmt frelsi til þess að koma skoðunum sínum á framfæri við þær aðstæður sem fyrir hendi voru. Sigurður var dæmdur til að greiða Skipatækni bætur samkvæmt 1. gr. laga nr. 71/1928 um vernd atvinnufyrirtækja gegn óréttmætum prentuðum ummælum vegna ásakana um óeðlileg tengsl Skipatækni við skipasmíðastöðina.

Niðurstaða   dóms Bótaupphæð Bótaupphæð (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur undirréttar (hvaða ?)
Sýkna 200000 482894,58 Málskostnaður felldur niður Sigurður Ingason,   viðmælandi  Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi   til sektar og refsingar, en hæstiréttur til bóta og ómerkingar ummæla

 

Slóð á dóm: https://secure.creditinfo.is/Modules/Judgements/Ruling.aspx?c=BeAmnpzVhffxtSKkPNMoM2VedtEmew2LYj7QRjMPqmna%2bzM3FolmxHQBq0srUHCDCPoCVZd1s1lJpNiLq2EGnfjzCn10pmP5%2bQfJUKb%2f5N7YjttgI%2fNBYrA%2bYjpmFUKVyxjZEZbLlgrWkKqfdcVSfcjo%2fTtXr0QvdDDco6u7%2fQQC9rKk%2fncxZe5dAPyeinqK