1996 Reynir Sigursteinsson og Halldór Gunnarsson gegn Hjalta Jóni Sveinssyni Birni Eiríkssyni og Bókaútgáfunni Skjaldborg hf.

Reynir Sigursteinsson og Halldór Gunnarsson höfðuðu meiðyrðamál vegna ummæla í leiðara og grein í tímaritinu Hestinum, sem var gefið út af Bókaútgáfunni Skjaldborg hf. Var leiðarinn auðkenndur nafni ritstjórans Hjalta Jóns Sveinssonar, en greinin ekki nafngreind höfundarnafni. Bar ritstjórinn Hjalti, því ábyrgðina og var framkvæmdarstjóri Bókaútgáfunnar Skjaldborgar hf. sýknaður á grundvelli aðildarskorts. Enda þótt ummælin fælu í sér gagnrýni á mennina og fyrirtæki þeirra, fólu engin þeirra í sér ærumeiðandi móðgun eða aðdróttun. Í málinu var upplýst að til grundvallar skrifunum lá meðal annars skýrsla mannanna til nánar tiltekinnar lánastofnunar. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að efni skýrslunnar hafi verið svo á vitorði manna, að frásögn ritstjórans hafi ekki verið brot á 229.gr. almennra hegningarlaga. Ekki sé skýrt komið fram hvar höfundarréttur að skýrslunni liggi og því ekki um brot á honum að ræða. Voru ritstjórinn og Bókaútgáfan Skjaldborg hf. því sýknuð af kröfum mannanna.

 

Skilgreining   á eðli máls Niðurstaða dóms Bótaupphæð Bótaupphæð   (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur undirréttar (hvaða ?)
Friðhelgi einkalífs og meiðyrði Sýkna 0 0 300000 Ritstjórn Héraðsdómur   Reykjavíkur óraskaður fyrir utan málskostnað

 

Slóð á dóm: https://secure.creditinfo.is/Modules/Judgements/Ruling.aspx?c=BeAmnpzVhffxtSKkPNMoM2VedtEmew2LYj7QRjMPqmna%2bzM3FolmxBpDlefJZ0VLyzIMYdMbEI2B2U1RhhPZw9ysUyAM%2fT6rMPQ9StgBYEsoow06S5IQ3Vlp%2fQrG84uDQ2PiBSRcwe88cz7CmJ8jd4RRoskE%2bNDPqCJ97Nid%2b35TmKtK1h30dG4Pkz4CqLZi