2000 Kjartan Gunnarsson gegn Sigurði G. Guðjónssyni

Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, krafðist ómerkingar á tilteknum ummælum Sigurðs G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns, sem birtust í dagblaði. Hann taldi að  í þeim fælust ærumeiðandi aðdróttanir um sig. Voru umrædd greinarskrif Sigurðs innlegg í heita þjóðfélagsumræðu í tengslum við svokallað FBA mál og báru með sér hvassa gagnrýni á forystumenn Sjálfstæðiflokksins, en Kjartan gegndi meðal annars stöðu framkvæmdastjóra flokksins. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um sýknu Sigurðs. Taldi Hæstiréttur að ekki yrði lagt á Sigurð að sanna ummælin þar sem sönnunarfærslan myndi reynast honum óhæfilega erfið. Þá kom fram að Kjartan væri framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og hefði einnig gegnt tilteknum stöðum eftir tilnefningu flokksins. Þegar litið væri til áberandi stöðu hans innan Sjálfstæðisflokksins yrði hann að una því að um þessi tengsl væri fjallað á opinberum vettvangi og bæri að fara varlega við að hefta slíka umræðu.

Skilgreining   á eðli máls Niðurstaða dóms Bótaupphæð Bótaupphæð   (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur   undirréttar (hvaða ?)
Meiðyrði. Sýkna 0 0 200000 Ekki tekin afstaða Héraðsdómur Reykjavíkur   óraskaður

Slóð á dóm: http://www.haestirettur.is/domar?nr=1105&leit=t