2001 Jón Steinar Gunnlaugsson gegn X

X höfðaði mál fyrir héraðsdómi gegn Jóni Steinari Gunnlaugssyni, lögmanni, vegna ummæla sem hann lét falla í opinberri umræðu um dóm Hæstaréttar í máli nr. 286/1999 en með þeim dómi var faðir X sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn X er hún var barn. Héraðsdómur taldi Jón hafa með ummælum sínum gert á hlut X í sjö tilvikum og ógilti úrskurð úrskurðarnefndar lögmanna, sem hafði hafnað því að Jón hafi brotið góða lögmannshætti. Kröfu X, um að viðurkennt yrði að Jón hafi brotið góða lögmannshætti „með háttsemi sinni og ummælum í fjölmiðlum“ á tilteknu tímabili um umrætt hæstaréttarmál, var vísað frá dómi, þar sem krafan þótti í senn of óljós og óákveðin til þess að efnisdómur yrði lagður á hana. Þá var tekið fram að X hefði ekki með réttu átt að beina dómkröfu um ógildingu úrskurðar úrskurðarnefndar lögmanna að henni, heldur eingöngu að Jón, sem gagnaðila X fyrir nefndinni. Talið var að þegar leyst væri úr því hvort einstök ummæli Jóns skyldu varða hann bótaábyrgð og valda því að úrskurður nefndarinnar yrði felldur úr gildi yrði að meta tjáningarfrelsi Jóns gagnvart rétti X til friðhelgi einkalífs og æruverndar. Var talið að tiltekin ummæli Jóns yrðu ekki skilin öðru vísi en svo að hann hafi með þeim borið X á brýn að hafa gegn betri vitund sett fram rangar sakir á hendur föður sínum. Í umræddum sýknudómi Hæstaréttar væri því hins vegar ekki slegið föstu að ásakanir X á hendur föður sínum hafi verið efnislega rangar. Þá hafi orðfæri Jóns um kvartanir X yfir ósæmilegu atferli kennara er hún var 15 eða 16 ára gömul gefið til kynna að ásakanir X hafi varðað annars konar og alvarlegri athafnir en var í reynd. Þótti Jón hafa brotið gegn X með þessum ummælum og var hann dæmdur til greiðslu miskabóta vegna þeirra. Ekki var talið að Jón hafi gert á hlut X með ummælum sínum er vörðuðu efni bréfs er X hafði skrifað föður sínum þegar hann dvaldist í útlöndum haustið 1995. Við ákvörðun á fjárhæð miskabóta var tekið tillit til þeirra aðstæðna sem voru ríkjandi þegar J lét ummæli sín falla og markmiðs hans með þátttöku í umræðunni, en jafnframt til þess að þau bitnuðu á X, sem hafi á engan hátt gefið honum réttmætt tilefni til að vega að persónu sinni og æru. Þá var úrskurður úrskurðarnefndar lögmanna felldur úr gildi að því leyti sem hann varðaði ummæli sem voru talin fela í sér ólögmæta meingerð gagnvart X.

Skilgreining   á eðli máls Niðurstaða dóms Bótaupphæð Bótaupphæð   (framreiknuð til 2013) Málskostnaður Hver er ábyrgur Dómur   undirréttar (hvaða ?)
Tjáningarfrelsi,   friðhelgi einkalífs Frávísun 100000 193660,47 300000 Viðmælandi (ákærði) Héraðsdómur Reykjavíkur taldi J   hafa með ummælum sínum gert á hlut X í sjö tilvikum og ógilti úrskurð   úrskurðarnefndar lögmanna, sem hafði hafnað því að J hafi brotið góða   lögmannshætti. 

 

Slóð á dóm: http://www.haestirettur.is/domar?nr=2021&leit=t